Umar ibn al-Fârid
1182-1235 AD

Ljóð um vegferðina til Guðs

Skáldið sér fegurð Guðs í ástandi hugljómunar (innleiðslan). Þegar hann kemst aftur til "sjálfs" sín
fyllist hann hryggð og ber upp raunir sínar við Guð, sem svarar honum
og hvetur hann til að sigrast á óvissu.


Innleiðslan (brot)   Skýringar:
Hönd auga míns skenkti mér fleytifullan bikar af víni ástarinnar; og bikarinn var skínandi ásýnd Hennar sem ber af öllum í fegurð
Skáldið líkir hugarástandi sínu við ölvun þegar hann sér fegurð Guðs tákngerða sem konu.
Og í ölvun minni gaf ég félögum mínum til kynna með einu augnatilliti að vínið af borðum þeirra hefði kveikt gleðina í djúpum sálar minnar
Aðrir súfar sem með honum eru halda að hrifning hans stafi af skynrænni ást. "Sálardjúp" (sirr > leyndardómur) er innsta eðli sálarinnar
Það sem ég sá fékk mig til að gleyma bikarnum og ég ölvaði mig eigindum Hennar en ekki víninu


Augu hans sem líta fegurðina gleyma jarðneskri ölvun
Þegar vitundin um jarðneskan veruleika hvarf þráði ég sameiningu og enginn ótti greip mig þegar ég skynjaði gleði Hennar


Algleymið, sem hefur sameiningu að markmiði, eyðir ótta og áhyggjum (qabd) og veitir gleði og örlæti (bast). Sbr. Kóraninn 2:245.
Og kvöl mín opinberaðist henni þegar blæjan féll og enginn vörður var nærstaddur


Vitundin um sjálfið (nafs=egóið, hið lægra sjálf) er sem varðmaður sem kemur í veg fyrir að hann geti nálgast Guð
Ég sagði – og uppnám sálar minnar vitnaði um ást mína: Þegar ég finn Hana þurrkast ég út og þegar ég sleppi Henni kemst ég aftur til sjálfs mín


Hið lægra sjálf eyðist þegar skáldið nálgast Guð en rís upp aftur þegar það fjarlægist hann.
 

 
Skáldið ber upp harm sinn við Guð (brot)    
Áður en ástin deyðir síðasta vott sjálfs mín, líttu til mín eins og sú sem snýr sér á brott, að ég geti séð þig í augnaráði þínu


Hann þráir að sjá hina guðdómlegu fegurð áður en hann sameinast Henni, en tilfinning hans fyrir jarðneskum veruleika (raunsæi hans) kemur í veg fyrir það.
Ef fjöllin hefðu séð það sem ég hef séð og Sinaí væri á meðal þeirra hefðu þau kvarnast í duft við þá opinberun -


Þegar Guð opinberaði sig á Sinaí molnaði fjallið fyrir veldi hans. Sinaí táknar hið næsta sem maðurinn kemst Guði án þess að sjá hann.
Harmur Jakobs var aðeins lítill hluti af angist minni; öll tæring Jobs brot af þrenging minni.


 
Dýpsti sársauki þess sem elskar allt til dauðans var aðeins brot af þjáningu minni þegar raunir mínar hófust


 
Þetta gerðist vegna þess að þú birtist mér í fegurstu eigindum þínum sem eru allri fegurð ofar


 
Þú gerðir mér raunina fagra ásýndum og gafst mig á vald hennar og gerðir hana að glæstu djásni


Þjáningin sem er samfara eyðingu sjálfsins verður að dyggð því hún leiðir til einingar við fegurðina.

Og sá sem leitar fegurðar sér gjarnan sjálfan sig gefinn dauða á vald frá dýrlegasta lífi


Dauðinn: eyðing sjálfsins (fanâ)
Sál sem heldur að hennar bíði ekki þrenging í ástinni verður snúið á brott þegar hún leggur á braut ástarinnar


 
Sá andi vinnur ekki ástina sem hefur hvílst; enginn nálgast Guð sem elskar munað


 
Hversu fjarri er ekki munaður lífi elskhugans! Sjálf Paradís er umlukin þrengingum.

 
 
 
Hin elskaða (Guð) svarar:    
Hún sagði: "Þú hefur leitað ástar annars en mín; þú hættir að leita mín og villtist eins og blindingi af vegum ástar minnar"

"Annar en ég" er hans eigið sjálf sem hann vildi halda fast í með hjálp Guðs.

Óhreinlyndi ágjarnar sálar dró þig á tálar; orð þín hjúpuðu þig smán ósanninda
 
Sál þín ágirntist dýrlega fjársjóði, þú fórst yfir þín eigin mörk og gerðist brotlegur

Fjársjóðurinn er raunveruleg návist Guðs og ástar hans. Skáldið þráði þetta með sjálfi sínu, jafnvel þótt ástin vinnist ekki nema sjálfið hverfi.

Hvernig ætlar þú að vinna ást mína, vináttuna sem tekur öllu fram, með hégómlegri ímyndun, hinum versta allra eiginleika?
 
Þú biðlaðir til flekklausrar ástar minnar með skínandi ásýnd án þess að hafna heiðri þínum í heimunum báðum
 
Þú barst fram sviknar gersemar og óskaðir þér í staðinn heiður sem örðugt er að eignast Svikið djásn: orð, verk og tilfinningar
Hefðir þú verið eins og "i"-ið undir punkti "b"-sins hefðir þú náð stöðu sem þú hefðir aldrei öðlast af eigin rammleik Fullkomlega háður (Guði). Þessir bókstafir eru ekki til sem sjálfstæðar einingar í arabísku ritmáli
Þú hefur svarið mér ást en þú elskar þína eigin sál. Ein sönnun þess er að ennþá varðveitir þú eina af þínum eigin eigindum Eigindin, sjálfselska, kemur fram í þránni eftir að sjá Guð tilsýndar. Þannig elskar hann fyrst sitt eigið sjálf sig en síðan Guð til þess að fá gjafir hans
Haltu þig fjarri sameiningu! Hún er langt undan og þú ekki öðlast hana (meðan þú lifir). Því þú ert lifandi; ef þú ert sannur, áttu að deyja!   Forsenda þessarar einingar er dauði sjálfsins

Þannig er ástin: Ef þú deyrð ekki, færðu ekkert af því sem þú óskar frá ástvininum; því skaltu velja dauðann eða hætta að gera þér vonir um vináttu mína.