Jafnrétti kynjanna

 

Ó, mannanna börn!

Vitið þér eigi, hvers vegna vér sköpuðum yður öll af sama dufti? Til þess að enginn skyldi upphefja sig yfir annan. Íhugið ávallt í hjörtum yðar, hvernig þér voruð sköpuð. Þar sem Vér höfum skapað yður öll úr einu efni, ber yður skylda til að vera sem eins sál, ganga með sömu fótum, eta með sama munni og dvelja í sama landi, svo að frá innsta grunni verundar yðar með verkum yðar og gerðum, megi tákn einingarinnar og kjarni andlegrar lausnar verða opinberað. Þetta er ráð Mitt til yðar, ó herskari ljóssins. Gætið þessa ráðs, svo að þér megið uppskera ávöxt heilagleikans af tré undursamlegrar dýrðar.

Bahá’u’lláh, Hulin orð, bls. 20

Mannkynið er eins og fugl með sína tvo vængi - annar er karlmaðurinn, hinn er konan. Fuglinn getur ekki tekið flugið til himins nema báðir vængir séu sterkir og knúnir af sama afli. Konurnar verða í samræmi við anda þessara tíma að þróast og uppfylla hlutverk sitt á öllum sviðum lífsins og verða jafningjar karlmanna. Þær verða að vera á sama sviði og þeir og njóta sömu réttinda. Þetta er ein af undirstöðureglum Bahá’u’lláh og innileg bæn mín.
‘Abdu’l-Bahá, Bahá’u’lláh og nýi tíminn, bls 152

Guðlegt réttlæti krefst þess að réttur beggja kynja sé virtur jafnt því hvorugt er hinu æðra í augum himinsins. Fyrir Guði fer virðing ekki eftir kynferði heldur hreinleika og birtu hjartans. Mannlegar dyggðir tilheyra öllum jafnt.
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 162

"Konur hafa sama rétt og karlmenn á jörðunni; í trúarbrögðum og samfélagi gegna þær mjög mikilvægu hlutverki. Meðan konum er varnað að uppfylla hæstu möguleika sína geta karlmenn ekki öðlast þann mikilleika sem annars gæti fallið þeim í hlut."
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 133

Í heimi mannkyns finnum við mikla mismunun, kvenkynið er talið óæðra og fær ekki sama rétt og sömu forréttindi. Þetta ástand er ekki eðlilegt og stafar af uppeldi. Í hinni himnesku sköpun er engan slíka mismunun að finna. Hvorugt kynið er hinu æðra í augum Guðs. Hversvegna ætti þá annað kynið að halda því fram að hitt sé óæðra, aftra því að njóta lögmætra réttinda líkt og Guð hafi gefið heimild til slíks? Ef konur fengju sömu aðstöðu til menntunar og karlmenn mundi árangurinn sýna að bæði hafa sömu hæfileika til náms.
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 161

Hans heilagleiki Bahá’u’lláh hefur eflt mjög mástað kvenna og réttur þeirra og forréttindi eru ein þýðingarmesta meginregla 'Abdu'l-Bahá. Verið fullvissaðar! Áður en langt um líður mun sá dagur koma að menn munu ávarpa konur og segja: "Sælar eruð þið! Sælar eru þið! Vissulega verðskuldið þið allar gjafir. Vissulega eigið þið skilið að krýnast kórónu eilífrar dýrðar, því að í vísindum og listum, í dyggðum og fullkomnunum verðið þið verða jafningjar karlmannsins og hvað varðar blíðu hjartans og gnægð miskunnar og samúðar standið þið honum framar.
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 183-184

Í þessari opinberun Bahá’u’lláh ganga konur og karlar hlið við hlið. Þær verða ekki eftirbátar hans í neinni hreyfingu. Réttindi þeirra er hin sömu. Þær munu ganga inn í allar greinar stjórnsýslu. Í öllu sem þær taka sér fyrir hendur munu þær ná slíkum árangri að litið verður á þetta stig sem hið hæsta í heimi mannkynsins og þær verða þátttakendur í öllum málefnum. Verið fullvissuð. Lítið ekki á núverandi aðstæður: í nálægri framtíð verður heimur kvenna lýsandi og aldýrlegur því það er vilji hans heilagleika Bahá’u’lláh. Þegar kosningar fara í hönd er kosningaréttur óaðskiljanlegur réttur kvenna og sókn kvenna inn á öll svið mannlegra athafna verður ekki andæft né viðsnúið. Engin sál getur tafið né komið í veg fyrir hana.
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 182-183

Konur verða að reyna að ná meiri fullkomnun, verða jafningjar karlmannsins í hvívetna, taka framförum á öllum sviðum þar sem þær hafa dregist aftur úr svo að karlmaðurinn eigi einskis annars úrkosti en viðurkenna að þær standa þeim hvergi að baki hvað varðar hæfni og atgervi.
‘Abdu’l-Bahá, Paris Talks, bls 162

Skortur á hæfni og framförum kvenna stafar af skorti á sömu menntun og tækifærum. Hefði henni verið veittur þessi réttur er enginn vafi á því að hún hefði orðið jafningi mannsins hvað atgervi og hæfileika varðar. Hamingja mannkynsins verður veruleiki þegar menn og konur samræmast og þróast hlið við hlið því hvort um sig er stoð og uppfylling hins.

‘Abdu’l-Bahá, Promulgation of Universal Peace, bls 182