bstar

Ayyám-i-Há - Aukadagarnir

line

Aukadagana, 26. febrúar til 1. mars,
á að nota til undirbúnings fyrir
föstuna. Þeir eru dagar
gestrisni, gjafa og
kærleiksverka.

line

1. Ayyám-i-HáGuð minn, eldur minn og ljós! Dagarnir sem þú hefur nefnt Ayyám-i-Há í bók þinni eru gengnir í garð, ó þú sem ert konungur nafna og fastan sem upphafnasti penni þinn hefur skyldað alla í ríki sköpunar þinnar til að halda nálgast. Ég bið þig, ó Drottinn minn, við þessa daga og alla þá sem hafa á þeim tíma haldið í taug boða þinna og tekið í handfestu fyrirmæla þinna, að gefa að sérhverri sál verði ætlaður staður innan mæra hirðar þinnar og sæti við opinberun ljómans af ljósi ásýndar þinnar.

Bahá'u'lláh

26. febrúar

 

BB
 

Orð Guðs eru lampi og ljós hans þessi orð: Þér eruð ávextir eins trés og lauf einnar greinar. Komið fram við hvern annan í innilegustu ást og samstillingu, með vináttu og bræðralagi. Sól sannleikans ber mér vitni! Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur upplýst allan heiminn.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXII.
  stars  

2. Ayyám-i-Há

Allar gjafir Guðs hafa verið sendar niður sem tákn um náð hans. Vötn eilífs lífs hafa í gnótt sinni verið boðin mönnunum. Hendur ástvinarins hafa reitt fram sérhvern bikar. Komið nær og staðnæmist ekki, þótt ekki sé nema eitt andartak.

Bahá'u'lláh

27. febrúar
ÚRV XIV.
 

Nú er tími til þess kominn að hressa og endurnæra hina döpru með styrkjandi andvara ástar og bræðralags og lifandi vatni vináttu og umburðarlyndis.

Bahá'u'lláh

ÚRV V.
  stars  

3. Ayyám-i-Há

Merking sjálfslausnar og eilífrar sameiningar við Guð er að menn sameini vilja sinn fullkomlega vilja Guðs og líti á langanir sínar sem alls ekkert í samanburði við áform hans.

Bahá'u'lláh

28. febrúar
ÚRV CLX.
 

Ó, sonur duftsins! blinda augu þín, til þess að þú megir sjá fegurð mína. Loka hlustum þínum, svo þú megir hlýða á ljúfan hljóm raddar minnar. Tæm sjálfan þig af allri þekkingu, svo að þú megir fá hlutdeild í þekkingu minni og helga þig frá ríkidæmi, til þess að þú getir eignast varanlegan skerf úr hafi eilífra auðæfa minna. Það er: blinda augu þín fyrir öllu nema fegurð minni, loka hlustum þínum fyrir öllu nema orði mínu, tæm sjálfan þig af öllum lærdómi nema þekkingu á mér, svo að þú megir með skýrri sýn, hreinu hjarta og eftirtektarsömu eyra ganga inn til hirðar heilagleika míns.

Bahá'u'lláh

HOA 11
  stars  

4. Ayyám-i-Há

Heill sé þeim sem þrátt fyrir breytingar og umskipti þessa heims hefur tekist að bera kennsl á dagsbrún einingar Guðs, sem hefur drukkið innsiglað vín opinberunar hans með óhagganlegri einbeitni og í nafni hins sjálfumnóga.

Bahá'u'lláh

1. mars
ÚRV CLXII.
 

Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að þér megið finna keiminn af þeim dáðum sem drýgðar eru á vegi hans og njóta sætleika þeirrar auðmýktar og undirgefni sem sýnd er sakir hans. Gleymið sjálfum yður og beinið augum að náunga yðar.

Bahá'u'lláh

ÚRV V.

165 e. B.

18
19