Bahá - Dýrð

line

 

Yður er vissulega skylt að bjóða til hátíðar einu sinni í hverjum mánuði, þótt það sé með vatni einu saman, því Guð hefur áformað að tengja saman hjörtun þótt til þess verði
að beita bæði jarðneskum og himneskum ráðum.


Bahá'u'lláh

Hvað varðar Nítján daga hátíðina þá gleður hún huga og hjarta. Ef þessi hátíð er haldin á réttan hátt munu vinirnir endurnýjast andlega einu sinni á nítján daga fresti og verða gæddir afli sem ekki er af þessum heimi.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Bahá

Naw-Rúz

Sannlega segi ég, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt raust hins fyrirheitna. Kall Guðs hefur hljómað og ljós ásýndar hans hefur runnið upp yfir mennina. Það sæmir sérhverjum manni að afmá sérhvern vott ónytjuorða af töflu hjarta síns og horfa með opnum og fordómalausum huga á tákn opinberunar hans, sannindamerkin um ætlunarverk hans og kennimerki dýrðar hans.

Bahá'u'lláh

21.mars

 

ÚRV VII.
 

Á þessari öld bærist nýtt líf innra með öllum þjóðum jarðar; þó hefur enginn komið auga á ástæðuna eða skilið tilganginn. Leiðið hugann að þjóðum Vesturlanda. Sjáið hvernig þær hafa fórnað og fórna enn í dag ótölulegum fjölda mannslífa í eftirsókn  sinni eftir hinu fánýta og hégómlega til þess að grundvalla það og útbreiða.

Bahá'u'lláh

ÚRV XCVI.
  stars  
2. Bahá

Betra er að leiðbeina einni sálu en að eiga allt sem er á jörðu, því svo lengi sem hin leidda sál er í forsælunni af meiði guðdómlegrar einingar, mun hún og sá sem leiddi hana verða aðnjótandi blíðrar miskunnar Guðs, en jarðnesk eign líður aftur á móti undir lok við dauðann. Vegurinn til leiðsagnar er vegur ástar og samúðar, ekki valdbeitingar eða þvingunar. Þessi hefur aðferð Guðs verið í fortíðinni og mun vera það áfram í framtíðinni.

Bábinn

22.mars
LLV 52:58
 

Það veganesti sem best sæmir þeim er traust á Guði og þeir ættu að íklæðast ást Drottins síns, hins upphafnasta og aldýrlega. Ef þeir gera það munu orð þeirra snerta þá sem á þau hlýða. Hvílík hyldýpisgjá er ekki staðfest á milli vor og þeirra sem á þessum degi eru uppteknir af lastafullum ástríðum sínum og hafa sett vonir sínar á jarðneska hluti og skammvinna dýrð þeirra!

Bahá'u'lláh

ÚRV C.
  stars  
3. Bahá

Ver örlátur í velgengi og þakklátur í mótlæti. Ver verðugur trausts náunga þíns og lít á hann með björtu og vingjarnlegu andliti. Ver fjársjóður hinum snauðu, áminning hinum ríku, svar við hrópi hins þurfandi; varðveit helgi heits þíns. Ver réttlátur í dómum þínum og varkár í máli þínu.

Bahá'u'lláh

23.mars
ÚRV CXXX .
 

Látið eigi gerðir þeirra, sem afneita sannleikanum, verða eins og blæjur fyrir augum yðar. Slíkt fólk hefur aðeins vald á líkama yðar, en Guð hefur ekki gefið þeim vald á anda yðar, sálum og hjörtum. Óttist Guð til þess að yður megi vel farnast. Allir hlutir hafa verið skapaðir yðar vegna og einskis annars vegna hefur sköpunin verið áformuð. Óttist Guð og varist að form og umbúðir aftri yður frá því að viðurkenna hann.

Bábinn

LLV 67:66
  stars  
4. Bahá

Hugleiddu liðna tíma. Hversu margir, bæði háir og lágir, hafa ekki á öllum tímum beðið óþreyjufullir eftir birtingu Guðs í heilögum persónum hans útvöldu? Hve oft hafa þeir ekki vænst komu hans, hve oft beðið þess að blær guðlegrar miskunnar mætti anda yfir og hin fyrirheitna fegurð fella huliðsblæjuna og opinbera sig öllum heimi? Og ætíð þegar hlið náðarinnar opnuðust, ský himneskrar gjafmildi sendu regn sitt yfir mannkynið og ljós hins ósýnilega birtist yfir sjónarrönd himnesks máttar afneituðu þeir honum allir sem einn og sneru baki við ásjónu hans - ásjónu Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

24.mars
BF 6
 

Fyrsta ráð mitt er þetta. Eig þú hreint, gæskuríkt og geislandi hjarta, svo að þitt megi verða ríkið, fornt, eilíft og óforgengilegt

Bahá'u'lláh

HOA 1
  stars  
5. Bahá

Hver yðar sem hefur risið upp til að kenna málstað Drottins síns skyldi framar öllu öðru kenna sínu eigin sjálfi svo að orð hans megi laða að sér hjörtu þeirra sem á hann hlusta. Ef hann kennir ekki sínu eigin sjálfi, munu orðin sem munnur hans mælir ekki hafa áhrif á hjarta leitandans.

Bahá'u'lláh

25.mars
ÚRV CXXVIII.
 

Lát heiðarleik og trúmennsku einkenna allar gerðir þínar. Ver hæli hinum ókunna, smyrsl þeim er þjáist, óvinnandi virki flóttamanninum. Ver augu hinum blinda og leiðarljós þeim sem fer villur vegar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXX.
  stars  
6. Bahá

Vissulega lifum við nú á dögum Guðs. Þessir eru þeir dýrlegu dagar, sem eiga sér enga hliðstæðu í fortíðinni. Þessir eru þeir dagar, sem fólk á umliðnum öldum beið í óþreyju.

Bábinn

26.mars
LLV 67:66
 
Þetta er sá dagur þegar ágætustu gjöfum Guðs hefur verið úthellt yfir mennina, dagurinn þegar hans almesta náð veitist öllu sem skapað er. Öllum þjóðum jarðar ber að jafna ágreining sinn og hvílast í fullkominni einingu og friði í skugganum af tré umhyggju hans og ástríkis.

Bahá'u'lláh

ÚRV IV.
  stars  
7. Bahá

Sérhverju skilningsríku og upplýstu hjarta er ljóst, að Guð, hinn óþekkjanlegi kjarni, hin guðdómlega verund, er ómælanlega hátt hafinn yfir sérhverja mannlega eigind, svo sem líkamlega tilvist, uppstigningu og niðurstigningu, framþróun og afturför. Fjarri sé það dýrð hans, að mannleg tunga geti vegsamað hann að verðleikum eða mannshjartað skilið ómælisdul hans.

Bahá'u'lláh

27.mars
ÚRV XIX.
 

Fyrsta gleðifréttin sem móðurbókin hefur í þessari mestu opinberun fært öllum þjóðum jarðarinnar er sú að lagaboðið um heilagt stríð hefur verið afmáð af Bókinni. Dýrlegur er hinn almiskunnsami, Drottinn ríkulegrar náðar. Fyrir hann hafa dyr himneskrar hylli verið opnaðar á gátt öllum sem eru á himnum og jörðu.

Bahá'u'lláh

LLV 96:102
  stars  
8. Bahá

Þér er ljóst og auðsætt, að allir spámennirnir eru musteri málstaðar Guðs sem hafa birst í ýmsum skrúða. Ef þú aðgættir skarpskyggnum augum, sæir þú þá alla dvelja í einum helgidómi, svífa á sama himni, sitja í sama hásæti, mæla sömu orð og boða sömu trú. Slík er eining þessara kjarna verundarinnar, þessara ljósgjafa ómælanlegrar og takmarkalausrar dýrðar. Því er það að ef ein þessara birtinga heilagleikans kunngerði: ,,Ég er endurkoma allra spámannanna“ segði hann vissulega sannleikann.

Bahá'u'lláh

28.mars
BF 109
 

Lát þér ekki nægja þægindi líðandi dags og svift eigi sjálfan þig eilífri hvíld. Skiptu ekki á garði eilífs unaðar og öskustó þessa dauðlega heims. Stíg upp frá prísund þinni til svæðanna dýrlegu hið efra og tak flugið frá dauðlegu búri þínu til paradísar hins staðlausa.

Bahá'u'lláh

HOP 39
  stars  
9. Bahá

Allt lof sé einingu Guðs og allur heiður honum, allsráðandi Drottni, hinum óviðjafnanlega og aldýrlega stjórnanda alheimsins sem úr fullkomnu tilvistarleysi hefur skapað veruleika allra hluta; sem úr alls engu hefur kallað til verundar fáguðustu og fíngerðustu þætti sköpunar sinnar, bjargað skepnum sínum frá niðurlægingu fjarlægðar og úr háska endanlegrar útslokknunar og veitt þeim viðtöku í ríki óforgengilegrar dýrðar sinnar.

Bahá'u'lláh

29.mars
ÚRV XXVII.
 

Guð vinnur óumdeildan sigur yfir sérhverjum sigurherra. Enginn er sá á jörðu né himni eða þar á milli sem aftrað gæti yfirskilvitlegum herradómi sigurs hans. Hann kallar til lífs það sem honum þóknast með afli ákvörðunar sinnar. Vissulega er Guð hinn voldugasti viðhaldandi, hjálpin og verjandinn.

Bábinn

LLV 65:65
  stars  
10. Bahá

Leys sjálfan þig úr viðjum þessa heims og frelsa sál þína úr prísund sjálfsins. Gríp tækifærið, því það mun ekki gefast þér aftur.

Bahá'u'lláh

30.mars
HOP 40
 

Þessir kraftar sem sól guðlegrar hylli og uppspretta himneskrar leiðsagnar hefur gætt veruleika mannsins eru þó duldir í eðli hans eins og loginn í kertinu og ljósið í lampanum. Veraldlegar ástríður geta myrkvað ljóma þessara krafta líkt og rykið og sorinn á speglinum getur hulið ljós sólarinnar. Það kviknar ekki sjálfkrafa á kertinu eða lampanum og spegillinn getur aldrei hreinsað sjálfan sig af soranum. Þessvegna er auðsætt að lampinn mun ekki lýsa fyrr enn eldur hefur verið kveiktur og ef spegillinn er ekki fægður getur hann aldrei birt ímynd sólarinnar né endurspeglað ljós hennar og dýrð.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVII
  stars  
11. Bahá

Meðal sannana sem staðfesta áreiðanleik þessarar opinberunar er að á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi þegar hinn ósýnilegi kjarni birtist í persónu opinberanda hans hefur það gerst að vissar sálir, óþekktar og fráhverfar veröldinni, hafa leitað upplýsingar frá sól spámennskunnar og mána guðdómlegrar leiðsagnar og komist í návist Guðs.

Bahá'u'lláh

31.mars
BF 158
 

Ef þú litir augum ódauðleg yfirráð, myndir þú þrá að skiljast frá þessari hverfulu veröld. En að dylja þér eitt og birta þér annað er leyndardómur, sem enginn fær skilið nema hinir hjartahreinu.

Bahá'u'lláh

HOP 41
  stars  
12. Bahá

Guð, hinn sanni, vitnar um, og opinberendur nafna hans og eiginda bera því vitni, að eini tilgangur vor með því að upphefja þetta kall og kunngera hið æðsta orð hans er að eyra allrar sköpunarinnar megi, fyrir lifandi vötn himnesks máls, hreinsast af uppspuna og hneigjast að þessu heilaga, dýrlega og upphafna orði sem framgengið hefur úr hirslu þekkingar hans, sem er mótandi himnanna og skapari nafnanna. Sælir eru þeir sem dæma af réttvísi.

Bahá'u'lláh

1. apríl
LLV 96:102
 

Allir menn hafa komið frá Guði og til hans munu þeir allir aftur hverfa. Allir munu birtast frammi fyrir honum til dóms. Hann er Drottinn upprisudagsins, endurnýjunar og reikningsskila, og opinberað orð hans er mælikvarðinn.

Bábinn

LLV 64:64
  stars  
13. Bahá

Vissulega hefur hann sem er sól sannleikans og opinberandi hinnar æðstu verundar, ætíð í hendi sér óumdeilanleg yfirráð alls sem er á himni og jörðu þótt enginn maður finnist á jörðunni sem hlýði honum. Hann er vissulega óháður öllum jarðneskum yfirráðum þótt hann eigi alls ekkert.

Bahá'u'lláh

2. apríl
BF 69
 

Tilgangur Guðs með sköpun mannsins hefur verið og verður ætíð sá að gera honum kleift að þekkja skapara sinn og komast í návist hans. Þessu ágætasta markmiði, þessum æðsta tilgangi, bera allar himneskar bækur og guðdómlega opinberaðar og mikilsverðar ritningar órækt vitni.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXIX
  stars  
14. Bahá

Vit með sanni: Sá sem býður mönnunum að ástunda réttlæti, en fremur sjálfur órétt, er ekki af mér, jafnvel þótt hann beri nafn mitt.

Bahá'u'lláh

3. apríl
HOA 28
 

Dyrnar að þekkingu á hinum aldna hafa ætíð verið og verða ætíð luktar sjónum manna. Sem tákn um miskunn sína og staðfestingu á gæsku sinni hefur hann opinberað mönnum sólir himneskrar leiðsagnar sinnar, tákn guðdómlegrar einingar sinnar, og fyrirskipað að þekking á þessum helguðu verum jafngildi þekkingu á hans eigin sjálfi. Hver sem hefur þekkt þá hefur þekkt Guð. Hver sem hlýðir kalli þeirra hefur hlýtt á rödd Guðs og hver sem vitnar um sannleika opinberunar þeirra hefur vitnað um sannleika Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXI.
  stars  
15. Bahá

Umgangist fylgjendur allra trúarbragða í anda vináttu og bróðurþels. Þannig hefur sól helgunar hans skinið yfir sjónhring ákvörðunar Guðs, Drottins veraldanna.

Bahá'u'lláh

4. apríl
LLV 96:102
 

Lof sé Guði, eiganda alls, konungi óviðjafnanlegrar dýrðar, lof sem er ómælanlega upphafið yfir skilning alls sem skapað er og æðra allri mannlegri hugsun. Enginn annar en hann hefur nokkru sinni getað fært honum verðskuldaða vegösmun og engum mun nokkru sinni takast að lýsa til fulls dýrð hans. Hver getur fullyrt að hann hafi náð til hæða upphafins eðliskjarna hans og hvaða hugur fær mælt regindjúp leyndardóms hans?

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVI.
  stars  
16. Bahá

Íhuga með innra auga þínu samfellda röð opinberanda sem hafa tengt birtingu Adams birtingu Bábsins. Ég votta frammi fyrir Guði að sérhver þessara opinberenda var sendur niður fyrir atbeina hins guðlega vilja, að hver og einn þeirra flutti sérstakan boðskap, að sérhverjum var trúað fyrir opinberaðri bók Guðs og falið að afhjúpa leyndardóma máttugrar töflu. Umfang opinberunarinnar sem hver og einn þeirra kenndi sig við var forákvarðað.

Bahá'u'lláh

5. apríl
ÚRV XXXI.
 

Sýnið aðgát, ó þér sem trúið á einingu Guðs, að þér freistist ekki til að gera hinn minnsta greinarmun á opinberendum málstaðar hans eða skilja á milli táknanna sem hafa boðað og fylgt opinberun þeirra. Þetta er í sannleika merking guðlegrar einingar ef þér teljist með þeim sem skilja og trúa þessum sannleika.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXIV
  stars  
17. Bahá

Sérhverju skilningsríku og upplýstu hjarta er ljóst, að Guð, hinn óþekkjanlegi kjarni, hin guðdómlega verund, er ómælanlega upphafinn yfir sérhverja mannlega eigind, svo sem líkamlega tilvist, uppstigningu og niðurstigningu, framþróun og afturför. Fjarri sé það dýrð hans, að mannleg tunga geti vegsamað hann svo verðugt sé eða mannshjartað skilið ómælisdul hans. Hann er og hefur alltaf verið hjúpaður fornri eilífð kjarna síns og verður um alla eilífð, í raunveruleika sínum, hulinn sjónum manna.

Bahá'u'lláh

6. apríl
BF 69
 

Það er við hæfi, að aflokinni hverri bæn, að þjónninn biðji Guð þess að auðsýna foreldrum sínum náð og fyrirgefningu. Að því búnu mun Guð hefja upp rödd sína: „Þúsundföld og aftur þúsundföld mun umbun þín verða af því sem þú baðst um." Sæll er sá sem minnist foreldra sinna, er hann samneytir Guði.

Bábinn

LLV 59:61
  stars  
18. Bahá

Kærast alls fyrir augliti mínu er réttlætið. Hverf ekki frá því, ef þú þráir mig og vanræk það eigi, til þess að ég megi gera þig að trúnaðarmanni mínum. Með fulltingi þess munt þú sjá með þínum eigin augum, en ekki augum annarra, og þekkja af þinni eigin þekkingu, en ekki þekkingu náunga þíns. Hugleið í hjarta þínu, hvernig þér sæmir að vera. Vissulega er réttlætið gjöf mín til þín og tákn ástúðar minnar. Leið þér það fyrir sjónir.

Bahá'u'lláh

7. apríl
HUO 2
 

Það er deginum ljósara, að ætíð þegar opinberendur heilagleikans birtust, hafa guðsmennirnir sem uppi voru á sama tíma, hindrað mennina frá að komast á veg sannleikans. Þessu bera vitni orð allra ritninganna og hinna himnesku bóka.

Bahá'u'lláh

BF 118
  stars  
19. Bahá Skoða ekki alltnægjandi afl Guðs sem fánýta blekkingu. Það er sú ósvikna trú, sem þú hefur á opinberanda Guðs í sérhverri trúarútdeilingu. Það er sú trú, sem nægir framar öllu sem er á jörðu, þar sem aftur á móti ekkert, sem skapað er á jörðunni, mun nægja þér nema trúin.

Bábinn

8. apríl
LLV 61:62
 

Viljir þú eignast mig, leita einskis nema mín og viljir þú líta fegurð mína, loka augum þínum fyrir heiminum og öllu, sem í honum er, því að minn vilji og vilji annars en mín geta ekki, fremur en eldur og vatn, dvalið saman í einu hjarta.

Bahá'u'lláh

HOP 31
     
     

 

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19