bstar

Jamál - Fegurð

line

Bábinn mælti fyrir um nítjándagahátíðina og Bahá'u'lláh staðfesti hana í helgri bók sinni, Aqdas. Tilgangurinn er að fólk komi saman og sýni ást og vináttu í verki svo að hinir guðlegu leyndardómar megi ljúkast upp. Markmiðið er samlyndi, að hjörtun verði fullkomlega samstillt í vináttu, að samstarf og samhjálp komist á.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Jamál

8. Ridván

Sól hins himneska orðs mun aldrei hníga til viðar og ljómi hennar verður aldrei slökktur. Þessi upphöfnu orð hafa á þessum degi borist frá lótus-trénu sem enginn getur framhjá farið: "Ég tilheyri þeim sem elskar mig, heldur fast við boð mín og varpar frá sér þeim hlutum sem eru forboðnir í bók minni."

Bahá'u'lláh

28. apríl

 

PSÚ 37:4
 

Hin mikla verund sagði: „Ó mannanna börn! Grundvallaráform trúar Guðs og trúarbragða hans er að vernda hagsmuni og stuðla að einingu mannkyns og glæða anda ástar og vináttu meðal manna“.

Bahá'u'lláh

HF 22
  stars  

2. Jamál

9. Ridván

Dæmið málstað Guðs, skapara yðar, af sanngirni. Horfið á það sem hefur verið sent niður frá hásætinu á hæðum og hugleiðið það með saklausu og helguðu hjarta. Þá mun sannleikur þessa málstaðar verða yður jafn augljós og dýrð sólar í hádegisstað. Þér munuð þá fylla flokk þeirra sem hafa trúað á hann.

Bahá'u'll´áh

29. apríl
ÚRV LII.
 

Rísið upp, ó þér skeytingarlausir, úr móki gáleysisins svo að þér megið sjá ljómann sem dýrð hans hefur úthellt yfir veröldina. Hve fávísir eru ekki þeir sem mæla í gegn ótímabærri birtingu ljóss hans. Ó þér sem eruð blindir á hjarta! Hvort sem það er of seint eða of snemmt er vitnisburðurinn um dýrðarljóma hans nú augljós og opinberaður.

Bahá'u'lláh

ÚRV L.
  stars  

3. Jamál

10. Ridván

Seg:  Hann er opinberandi hins óþekkjanlega, leyndastur allra leynidóma, ef þér aðeins vissuð. Hann hefur afhjúpað fyrir augum yðar hina duldu og dýrmætu gersemi, ef þér leituðuð hennar. Hann er eini ástvinur alls sem er, hvort heldur er í fortíð eða framtíð. Ef aðeins þér festuð vonir yðar og hjörtu við hann!

Bahá'u'lláh

30. apríl
ÚRV XIV .
 

Það er við hæfi að aflokinni hverri bæn að þjónninn biðji Guð að auðsýna foreldrum sínum náð og fyrirgefningu. Að því búnu mun Guð hefja upp rödd sína: „Þúsundföld og aftur þúsundföld mun umbun þín verða af því sem þú baðst um." Sæll er sá sem minnist foreldra sinna er hann samneytir Guði. Vissulega er enginn Guð nema hann, hinn máttugi, hinn ástfólgni.

Bábinn

LLV 59:61
  stars  

4. Jamál

11. Ridván

Tilgangur Guðs með sköpun mannsins hefur verið og verður ætíð sá að gera honum kleift að þekkja skapara sinn og komast í návist hans. Þessu ágætasta markmiði, þessum æðsta tilgangi, bera allar himneskar bækur og guðdómlega opinberaðar og mikilsverðar ritningar einróma vitni.

Bahá'u'lláh

1. maí
ÚRV XXIX.
 

Ó, þjónar mínir! Gætuð þér skilið fyrir hvílíkum furðum hylli minnar og veglyndis mér hefur þóknast að treysta sálum yðar munduð þér með sanni snúa baki við öllu sem skapað er og öðlast þekkingu á yðar eigin sjálfi, þekkingu sem jafngildir skilningi á minni eigin verund. Þér mynduð verða óháðir öllu nema mér og skynja með ytri og innri sjónum yðar þau höf ástríkis míns og örlætis sem ólga innra með yður jafn skýrt og þér sjáið opinberun skínandi nafns míns.

Bahá'u'lláh

HF 44
  stars  

5. Jamál

12. Ridván

Ó, stríðandi þjóðir og ættkvíslir jarðarinnar! Snúið ásjónum yðar að einingunni og látið ljómann af ljósi hennar skína á yður. Safnist saman og fastráðið sakir Guðs að uppræta hvaðeina sem veldur missætti yðar í milli. Þá mun ljós hinnar voldugu sólar heimsins umvefja alla jörðina og íbúar hennar verða íbúar einnar borgar og sitja á einum og sama veldisstól. Þessi rangtleikni hefur frá öndverðum dögum sínum enga ósk alið aðra en þessa og mun framvegis ekki ala neina aðra.

Bahá'u'lláh

2. maí
LLV 70:71
 

Guð hefur ætíð og undir öllum kringumstæðum verið fullkomlega óháður skepnum sínum. Hann elur og hefur ætíð alið í brjósti þá ósk að allir menn megi fá inngöngu í garða paradísar hans í fullkomnustu ást til þess að enginn megi valda öðrum hryggð, ekki einu sinni eitt andartak, og að allir megi una í skauti verndar hans og öryggis allt fram til upprisudagsins sem er tími opinberunar hans sem Guð mun birta.

Bábinn

LLV 56:60
  stars  
6. Jamál

Uppspretta alls góðs er traust á Guði, undirgefni undir boð Hans og jafnaðargeð í heilögum vilja Hans og velþóknun.

Bahá'u'lláh

3. maí
LLV 78:82
 

Þeir sem gæta vörslufjár Guðs birtast þjóðum jarðar sem skýrendur nýs málstaðar og opinbera nýjan boðskap. Þar sem þessir fuglar hins himneska hásætis eru allir sendir niður frá himni vilja Guðs og þar sem þeir rísa allir upp til að kunngera ómótstæðilega trú hans, er litið á þá sem eina sál og eina og sömu persónu. Því allir drekka þeir af sama bikar Guðs ástar og neyta af ávexti eins og sama trés einingarinnar.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXII.
  stars  
7. Jamál

Allir menn hafa komið frá Guði og til hans munu þeir allir aftur hverfa. Allir munu birtast frammi fyrir honum til dóms. Hann er Drottinn upprisudagsins, endurnýjunar og reikningsskila og opinberað orð hans er mælikvarðinn.

Bábinn

4. maí
LLV 64:64
 

Leið hugann að fyrri kynslóðum. Íhuga að í hvert sinn sem sól guðlegs örlætis hefur fyllt heiminn ljósi opinberunar sinnar hafa samtímamenn hans risið gegn honum og hafnað sannleika hans. Þeir sem voru taldir leiðtogar manna hafa undantekningarlaust reynt að hindra fylgjendur sína frá því að snúa sér til hans sem er úthaf takmarkalausrar gjafmildi Guðs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXIII.
  stars  
8. Jamál

Þetta er paradísin þar sem þessi orð þjóta í laufi:  “Ó þér sem byggið himnana og jörðina!  Það sem augun aldrei fyrr hafa litið hefur nú birst. Hann sem frá eilífu hefur hulið ásýnd sína augum sköpunarinnar er kominn.”  Frá andvaranum sem hvíslar í greinum hennar berst ákallið: “Hinn allsráðandi Drottinn er opinberaður. Ríkið er Guðs.”

Bahá'u'lláh

5. maí
HOP 51
 

Sjá hversu voldugur málstaðurinn er og hversu mennirnir eru eftir sem áður hjúpaðir blæjum. Ég sver við helgaðan kjarna Guðs, að sérhver sönn lofgjörð og sérhvert góðverk, sem fært er Guði, er eigi annað en lofgjörð og verk, sem færð eru honum sem Guð mun birta.

Bábinn

LLV 55:59
  stars  
9. Jamál

Sýnið aðgát, ó þér sem trúið á einingu Guðs, að þér freistist ekki til að gera hinn minnsta greinarmun á opinberendum málstaðar hans eða skilja á milli táknanna sem hafa boðað og fylgt opinberun þeirra. Þetta er í sannleika merking guðlegrar einingar, ef þér teljist með þeim sem skilja og trúa þessum sannleika. Verið þess einnig fullvissir að gerðir og hegðun sérhvers opinberanda Guðs og hvaðeina sem þeir kunna að opinbera í framtíðinni er fastráðið af Guði og endurspeglar vilja hans og ásetning. Hver sem gerir hinn minnsta mun á persónum þeirra, orðum, boðskap, gerðum og hegðun hefur að sönnu sýnt vantrú á Guði, hafnað táknum hans og svikið málstað boðbera hans.

Bahá'u'lláh

6. maí
ÚRV XXIV.
 

Látið eigi gerðir þeirra sem afneita sannleikanum verða eins og blæjur fyrir augum yðar. Slíkt fólk hefur aðeins vald á líkömum yðar en Guð hefur ekki gefið þeim vald á anda yðar, sálum og hjörtum. Óttist Guð til þess að yður megi vel farnast. Allir hlutir hafa verið skapaðir yðar vegna og einskis annars vegna var sköpunin áformuð. Óttist Guð og varist, að form og umbúðir aftri yður frá því að viðurkenna Hann. Færið Guði þakkir, að Hann megi auðsýna yður miskunn.

Bábinn

LLV 67:65
  stars  
10. Jamál

Sérhverjum manni ber á þessum degi skylda til að fylgja því staðfastlega sem eflir hagsmuni og hækkar stöðu allra þjóða og réttlátra ríkisstjórna. Með sérhverju versi sem penni hins hæsta hefur opinberað hafa dyr ástar og einingar verið opnaðar á gátt frammi fyrir mönnum.

Bahá'u'lláh

7. maí
ÚRV XLIII
 

Seg:  Herafli minn er traust mitt á Guði; fylgjendur mínir kraftur fullvissu minnar um hann. Ást mín er gunnfáni minn og félagi minn hugsunin um Guð, allsráðandi Drottin, hinn voldugasta, aldýrlega og óskilyrta.

Bahá'u'lláh

ÚRV XV.
  stars  
11. Jamál

Engin paradís er upphafnari að mati þeirra sem trúa á himneska einingu en sú að hlýðnast boðum Guðs, og enginn eldur er heitari í augum þeirra sem þekkt hafa Guð og tákn hans en að brjóta gegn lögum hans og kúga aðra sál, jafnvel þótt ekki sé í meira mæli en sem nemur mustarðskorni. Á degi upprisunnar mun Guð í sannleika dæma alla menn og vissulega biðjum við öll um náð hans.

Bábinn

8. maí
LLV 54:59
 

Hvernig get ég staðhæft að ég hafi þekkt þig þegar allt sköpunarverkið reikar í ráðleysi vegna leyndardóms þíns, og hvernig get ég sagt að ég hafi ekki þekkt þig þegar, sjá, allur alheimurinn kunngerir návist þína og ber sannleika þínum vitni?

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVI.
  stars  
12. Jamál

Fjarri, fjarri sé dýrð þinni sú lofgjörð sem dauðlegir menn geta fært þér og það sem þeir geta fullyrt um þig eða eignað þér! Sérhver skylda sem þú hefur ákvarðað þjónum þínum varðandi heilshugar vegsömun tignar þinnar og dýrðar er aðeins tákn um náð þína þeim til handa, svo að þeir megi ná því stigi og öðlast þann heiður sem er veittur þeirra innstu verund: að þekkja sitt eigið sjálf.

Bahá'u'lláh

9. maí
HF 45
 

Maðurinn ætti að þekkja sitt eigið sjálf og vita hvað leiðir til upphafningar og niðurlægingar, til smánar og heiðurs, til auðlegðar og fátæktar.

Bahá'u'lláh

HF 46
  stars  
13. Jamál

Rís upp, ó vegfarandi á vegi ástar Guðs, og hjálpa þú málstað hans. Seg: skiptið ekki á þessum æskumanni, ó menn, og hégóma þessa heims eða unaðssemdum himinsins. Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs!  Eitt hár af höfði hans er ágætara öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu. Varist, ó menn, að þér freistist til að snúa við honum baki í skiptum fyrir gullið og silfrið sem þér eigið

Bahá'u'lláh

10. maí
ÚRV XV.
 

Vér höfum áður lýst því yfir - og orð vort er sannleikur: “Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags.”  Með opinberun þessara orða hefur undirrót óvináttu, sundrungar og misklíðar milli mannanna barna verið numin á brott og að engu gerð.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  
14. Jamál

Ó sonur andans! Auðugan skóp ég þig, því auðmýkir þú sjálfan þig í allsleysi? Göfugan gerði ég þig, því sækist þú eftir lægingu? Úr kjarna þekkingar gaf ég þér líf, því leitar þú fræðslu hjá öðrum en mér. Úr leir kærleikans mótaði ég þig, því gerir þú þér títt um aðra? Bein sjónum þínum að sjálfum þér, svo að þú megir finna mig standa hið innra með þér, máttugan, voldugan og sjálfumnógan.

Bahá'u'lláh

11. maí
HOA 13
 

Úði úr ómælisdjúpi alvoldugs og alltumlykjandi vilja hans hefur úr algjöru tilvistarleysi kallað fram sköpunarverk sem er óendanlegt og líður ekki undir lok. Ekkert lát getur orðið á furðuverkum veglyndis hans og aldrei verður hægt að stöðva framrás náðarríkra miskunnsemda hans. Ferli sköpunar hans á sér ekkert upphaf og getur aldrei tekið enda.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVI.
  stars  
15. Jamál

Til forna var opinberað:  “Ættjarðarást er þáttur í trú Guðs.” Rödd tignarinnar hefur hinsvegar á þessum degi birtingar sinnar kunngert:  “Hans er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur hans sem elskar heiminn.”  Með aflinu sem þessi upphöfnu orð hafa leyst úr læðingi hefur hann veitt fuglum mannshjartnanna nýtt afl, gefið þeim nýja stefnu og  afmáð sérhvern vott takmarkana og skerðinga úr heilagri bók Guðs.

Bahá'u'lláh

12. maí
ÚRV XLIII.
 

Dyrnar að þekkingu á hinum aldna hafa ætíð verið og verða ætíð luktar sjónum manna. Sem tákn um miskunn sína og staðfestingu á gæsku sinni hefur hann opinberað mönnum sólir himneskrar leiðsagnar sinnar, tákn guðdómlegrar einingar, og fyrirskipað að þekking á þessum helguðu verum jafngildi þekkingu á hans eigin sjálfi. Hver sem þekkir þá hefur þekkt Guð. Hver sem hlýðir kalli þeirra hefur hlýtt á rödd Guðs og hver sem vitnar um sannleika opinberunar þeirra hefur vitnað um sannleika Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXI.
  stars  
16. Jamál

Það sæmir fylgjendum Bahá að deyja veröldinni og öllu sem í henni er, að leysa sig svo fullkomlega úr viðjum hins jarðneska að íbúar paradísar megi finna af klæðum þeirra ljúfa angan heilagleika, allar þjóðir jarðar sjá birtu hins almiskunnsama á  ásjónum þeirra og tákn og kennimerki Guðs, hins almáttuga og alvísa, megi verða kunngerð fyrir þeirra sakir. Þeir sem saurgað hafa fagurt nafn málstaðar Guðs með því að ganga eftir ástríðum holdsins - þeir hafa ratað í auðsæja villu!

Bahá'u'lláh

13. maí
ÚRV XLVI.
 

Ó, verundarsonur! Statt sjálfum þér reikningsskap á hverjum degi, áður en þú verður krafinn skilagreinar, því að fyrirvaralaust kemur dauðinn til þín og þú verður kallaður til að standa reikningsskil gerða þinna.

Bahá'u'lláh

HOA 31
  stars  
17. Jamál

Óviðjafnanlegur er þessi dagur. Óviðjafnanleg verður einnig að vera tungan, sem syngur eftirlöngun allra þjóða lof, og óviðjafnanleg sú gerð sem vill öðlast velþóknun fyrir augliti hans. Öll mannsins ætt hefur þráð þennan dag,  að hún megi uppfylla það sem sæmir stöðu hennar og hlutskipti.  Sæll er sá sem ekki hefur látið málefni heimsins aftra sér frá því að viðurkenna Drottinn alls sem er.

Bahá'u'lláh

14. maí
ÚRV XVI.
 

Við sérhvern spámann sem vér höfum sent niður á umliðnum öldum höfum vér gert sérstakan sáttmála, sem lýtur að minningu Guðs og degi hans. Augljós er minning Guðs og dagur hans í ríki dýrðar og með mætti sannleikans frammi fyrir augliti englanna sem sveima um náðarhásæti hans.

Bábinn

LLV 51:57-58
  stars  
18. Jamál

Sérhver maður innsæis mun á þessum degi viðurkenna fúslega að ráðgjöfin sem penni hins rangtleikna hefur opinberað er æðsti drifkrafturinn fyrir framþróun heimsins og upphafningu þjóða hans.

Bahá'u'lláh

15. maí
ÚRV XLIII.
 

Vit með sanni að í sérhverju trúarkerfi hefur ljósi guðlegrar opinberunar verið veitt mönnum í beinu hlutfalli við andlega getu þeirra. Íhuga sólina. Hve veikburða eru ekki geislar hennar þegar hún birtist á sjóndeildarhringnum. Hægt og sígandi eykst hiti hennar og afl er hún nálgast hádegisstað og samtímis getur allt sem skapað er lagað sig að vaxandi ljósstyrk hennar. Hægt og örugglega hnígur hún til viðar uns til hún hverfur. Ef hún birti skyndilega orkuna sem í henni býr mundi hún án efa skaða allt sem skapað er.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXVIII.
  stars  
19. Jamál

Lát sál þína tindra svo af loga þessa ódeyjandi elds sem brennur í miðju hjarta heimsins að vötn alheimsins geti ekki kælt hita hans. Nefn síðan nafn Drottins þíns svo að orð þín megi verða hinum gálausu meðal þjóna vorra til áminningar og gleðji hjörtu hinna réttlátu.

Bahá'u'lláh

16. maí
ÚRV XV.
 

Ó, þjónn minn! Bestir manna eru þeir sem vinna fyrir sér með köllun sinni og verja ávöxtum erfiðis síns á sjálfa sig og ættingja sína sakir ástar á Guði, drottni allra veraldanna.

Bahá'u'lláh

HOP 82
     
     

165 e. B.

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19