bstar

Kamal - Fullkomnun

line

 

Hátíðin telst að sönnu til þeirra samfunda sem haldnir eru til að tigna og lofa Guð. Þar eru hin heilögu vers,
himnesk ljóð og lofgjörð sungin,
hjartað slær hraðar og verður
frá sér numið.


'Abdu'l-Bahá

line

1. KamalAndinn sem lífgar mannshjartað er þekking á Guði og sannasta djásn hans er staðfesting þess sannleika að „hann gerir það sem honum þóknast og fyrirskipar það sem honum líst." Klæði hans er óttinn við Guð og fullkomnun hans staðfesta í trú Guðs. Svo fræðir Guð hvern þann sem leitar hans. Hann elskar vissulega þann sem snýr sér til hans. Enginn er Guð nema hann, fyrirgefandinn, hinn gjöfulasti.

Bahá'u'lláh

1. ágúst

 

ÚRV LII
 

Áformið að baki opinberun sérhverrar himneskrar bókar, nei, sérhvers opinberaðs ritningarvers Guðs, er að gæða alla menn eigindum réttlætis og skilnings, svo að friður og rósemi megi fá tryggilega staðfestu á meðal þeirra. Allt sem fullvissar hjörtu mannanna, allt sem upphefur stöðu og stuðlar að farsæld þeirra, er þóknanlegt fyrir augliti Guðs. Hversu upphafin er staðan, sem maðurinn getur náð, ef hann aðeins kýs að uppfylla háleitt ætlunarverk sitt! I hvílík djúp niðurlægingar getur hann ekki sokkið, djúp sem hinar auvirðilegustu allra skepna hafa ekki kafað!

Bahá'u'lláh

ÚRV CI.
  stars  

2. Kamal

Félagar Guðs eru á þessum degi súrdeigið, sem sýra verður þjóðir heimsins. Þeir verða að vera svo heiðvirðir, sannsöglir og þolgóðir, svo dáðrakkir og styrkir í lund, að allt mannkynið megi hagnast af fordæmi þeirra.

Bahá'u'lláh

2. ágúst
BL 23
 

Seg: enginn maður getur öðlast sína sönnu stöðu nema með réttlæti sínu. Ekkert afl getur myndast nema með einingu. Velferð og vellíðan eru óhugsandi án samráðs.

Bahá'u'lláh

HF 103
  stars  

3. Kamal

Sönn tiltrú er fyrir þjóninn að rækja starf sitt og köllun í þessum heimi, að halda fast við Drottinn, að leita einskis nema náðar Hans, því að í Hans höndum eru örlög allra þjóna Hans.

 Bahá'u'lláh

3. ágúst
LLV 78:82
 

Efl þessa trú, ó Drottinn, með afli þessara þjóna og lát þá vinna sigur yfir öllum þjóðum heims; því að þeir eru í sannleika þjónar Þínir, sem skilið hafa að baki allt nema Þig, og Þú ert vissulega verndari þeirra, sem trúa í sannleika.

Bábinn

LLV 27:42
  stars  

4. Kamal

Ég bý yður undir komu mikils dags. Sýnið ítrustu viðleitni til þess að í þeim heimi sem kemur megi ég, sem nú fræði yður, gleðjast yfir gerðum yðar og afrekum frammi fyrir náðarhásæti Drottins. Leyndardómur þess dags sem er í vændum er falinn. Ekki er hægt að skýra frá honum né leggja á hann mat. Nýfætt barn á þeim degi skarar fram úr mestu vitringum og virðingarmönnum okkar tíma og hinn lítilsvirtasti og fáfróðasti þess tíma hefur meiri skilning en lærðustu og hæfustu guðsmenn þessarar aldar.

Bábinn

4. ágúst
RUHI 4:58
 

Ó, mannssonur! Ver ekki hirðulaus um boðorð mín, ef þú elskar fegurð mína og gleym eigi ráðum mínum, ef þú vilt ávinna þér velþóknun mína.

Bahá'u'lláh

HOA 39
  stars  

5. Kamal

Seg: Leysið sálir yðar, ó menn, úr fjötrum sjálfsins og hreinsið þær af allri eftirsókn eftir öðru en mér. Minningin um mig hreinsar allt af saurgun, ef aðeins þér gætuð skynjað það.

Bahá'u'lláh

5. ágúst
ÚRV CXXXVI.
 

Dýrlegur er hann sem ríki himnanna og jarðarinnar lúta, sem heldur í greip sinni konungdæmi allra skapaðra hluta og sem allir munu snúa sér til. Hann er sá sem ákvarðar mælistikuna sem lögð er á alla hluti og opinberar góðar gjafir sínar og blessanir í heilagri bók sinni til gagns fyrir þá, sem færa þakkir fyrir málstað hans.

Bábinn

LLV 67:65
  stars  
6. Kamal

Látið sannsögli og hæversku vera djásn yðar. Leyfið eigi að þér séuð sviptir kyrtli umburðarlyndis og réttlætis, svo að ljúf angan heilagleikans megi berast frá hjörtum yðar yfir allt sem skapað er. Seg: Varist, ó fylgjendur Bahá, að ganga á vegum þeirra, sem segja annað en þeir gera.

Bahá'u'lláh

6. ágúst
ÚRV CXXXIX.
 

Hin aldna fegurð hefur samþykkt að verða lögð í hlekki, til þess að mannkynið megi leysast úr fjötrum sínum, og fallist á fangelsun sína i þessu voldugasta virki, til þess að öll veröldin megi finna hið sanna frelsi. Hann hefur drukkið í botn bikar sorgarinnar, til þess að allar þjóðir jarðarinnar geti fundið varanlegan fögnuð og fyllst gleði. Þetta er sakir náðar Guðs, Drottins yðar, hins vorkunnláta, hins miskunnsamasta. Vér höfum samþykkt að verða niðurlægðir, ó þér sem trúið á einingu Guðs, til þess að þér megið upphefjast og höfum gengist undir margvíslegar þjáningar til þess að þér megið dafna og eflast.

Bahá'u'lláh

LLV 79:84
  stars  

7. Kamal

Verið sanngjarnir við sjálfa yður og aðra svo að vitnisburður réttlætis megi birtast sakir gerða yðar meðal trúfastra þjóna vorra.

Bahá'u'lláh

7. ágúst
ÚRV CXXVII.
 

Það sem getur tryggt sigur sannleikans eilífa, herskara hans og fulltingismanna á jörðunni, stendur skrifað í hinum helgu bókum og ritningum og er jafn ljóst og auðsætt og sólin. Þessir herskarar eru þær réttlátu gerðir, sú hegðun og lyndiseinkunn sem er þóknanleg fyrir augliti hans. Hver sem rís upp á þessum degi til að hjálpa málstað vorum og kallar sér til liðs herskara lofsverðs lundernis og göfugrar breytni  áhrifin af slíkri gerð munu vissulega berast um heim allan.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI.
  stars  
8. Kamal

Auga þitt er trúnaður minn, lát ekki dust hégómlegra ástríðna skyggja á ljóma þess. Eyra þitt er tákn veglyndis míns, lát ekki umrót ósæmilegra hvata snúa því frá orði mínu sem umlykur alla sköpunina. Hjarta þitt er fjárhirsla mín, leyf ekki svikulli hendi sjálfsins að ræna þig perlunum sem ég hef varðveitt þar. Hönd þín er tákn ástríkis míns, hindra hana ekki í að halda fast um varðveittar og huldar töflur mínar

Bahá'u'lláh

8. ágúst
ÚRV CLII.
 

Ó, sonur andans! Krafa mín á hendur þér er mikil, hún getur ekki gleymst. Miskunn mín við þig er ríkuleg, hún verður ekki dulin. Ást mín hefur tekið sér bólfestu í þér, hún verður ekki falin. Ljós mitt er þér opinberað, það verður ekki myrkvað.

Bahá'u'lláh

HOA 20
  stars  
9. Kamal

Ef ágreiningur rís meðal yðar, lítið mig standa frammi fyrir yður og lokið augunum fyrir ávirðingum hvers annars sakir nafns míns og sem tákn ástar yðar á opinberuðum og skínandi málstað mínum.

Bahá'u'lláh

9. ágúst
HF 119
 

Mikill er þessi dagur að sönnu! Skírskotanir allra helgiritanna til hans sem dags Guðs staðfesta mikilleik hans. Sál sérhvers spámanns, sérhvers guðdómlegs boðbera, hefur þyrst eftir þessum undursamlega degi. Allar ættkvíslir jarðarinnar hafa einnig þráð að upplifa hann. Þó hafði sól opinberunar hans ekki fyrr birst á himni vilja Guðs en vér komumst að raun um að allir menn voru ráðvilltir og höggdofa, nema þeir sem hinum almáttuga þóknaðist að leiða.

Bahá'u'lláh

RUHI 5:19
  stars  
10. Kamal

Foreldrarnir verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ala börn sín upp í trú, því skrýðist börnin ekki þessu mesta skarti munu þau ekki hlýða foreldrum sínum og á vissan hátt táknar það að þau munu ekki hlýða Guði. Að sönnu munu slík börn ekki sýna neinum tillitssemi og gera það sem þeim þóknast.

Bahá'u'lláh

10. ágúst
HF 150
 

Ó  útlægi og trúfasti vinur! Slökk þorsta gáleysisins með helguðum vötnum náðar minnar og dreif döprum sorta fjarlægðarinnar með árbirtu guðdómlegrar nærveru minnar. Leyf eigi að híbýlin, þar sem dvelur ódeyjandi ást mín á þér, tortímist sakir harðstjórnar ásælinna girnda og hyl eigi fegurð hins himneska æskumanns dusti sjálfs og ástríðu. Íklæð þig kjarna réttlætisins og lát hjarta þitt óttast ekkert nema Guð. Byrg eigi bjarta lind sálar þinnar með þyrnum og illgresi hégómlegra og hóflausra langana og tálma eigi rennsli hins lifandi vatns, sem streymir firá uppsprettu hjarta þíns. Set alla von þína á Guð og hald fast við óbrigðula miskunn hans. Hver annar en hann getur auðgað hinn snauða og frelsað hinn fallna frá lægingu sinni?

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIII.
  stars  
11. Kamal

Sá hefur þekkt Guð sem hefur þekkt sjálfan sig.

Bahá'u'lláh

11. ágúst
ÚRV XC.
 

Ó, verundarsonur! Þú ert lampi minn og ljós mitt býr í þér. Lát það upplýsa þig og leita einskis annars en mín. Því að ég hefi skapað þig ríkan og hefi af örlæti úthellt yfir þig hylli minni.

Bahá'u'lláh

HOA 11
  stars  
12. Kamal

Kjarni góðra verka er fyrir þjóninn að skýra frá blessunum Drottins síns og færa honum þakkir ævinlega og undir öllum kringumstæðum. Kjarni trúarinnar er fæð orða og gnægð dáða; sá sem segir fleira en hann framkvæmir, vit með sanni, að dauði hans er betri en líf hans.

Bahá'u'lláh

12. ágúst
LLV 78:82
 

Varpa af þér öllum fjötrum nema þeim, sem hlekkja þig Guði, auðga sjálfan þig í Guði með því að hafna öllu nema honum og les þessa bæn: Seg: Guð nægir öllu framar öllu og ekkert á himnum né jörðu né þar í milli nægir nema Guð, Drottinn þinn. Vissulega er hann í sjálfum sér þekkjandinn, gefandinn, hinn almáttugi.

Bábinn

LLV 61:62
  stars  

13. Kamal

Sá dagur er genginn í garð þegar ekkert nema hreinustu hvatir, studdar gerðum flekklauss hreinleika, geta stigið upp til hásætis hins hæsta og vakið velþóknun hans.

Bábinn

13. ágúst
RUHI 4: 58
 

Veröldin er beygð af áþján og umbrot hennar magnast dag frá degi. Augu hennar beinast að rangindum og vantrú. Slíkt verður hlutskipti hennar, að hvorki væri rétt né sæmandi að ljóstra því upp nú. Öfughneigð hennar mun lengi vara. Og þegar hin tiltekna stund rennur upp, birtist það skyndilega sem fær limu mannkynsins til að skjálfa. Þá, og aðeins þá, verður hinn himneski sigurfáni dreginn að hún og næturgali paradísar syngur söngljóð sitt.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXI.
  stars  
14. Kamal

Ó Drottinn! Aðstoða þá, sem hafnað hafa öllu nema Þér, og fær þeim frækilegan sigur. Send niður yfir þá, ó Drottinn, herskara englanna á himni og jörðu og alls, sem þar er á milli, til þess að leggja lið þjónum Þínum, styðja þá og styrkja, gera þeim kleift að uppskera árangur, viðhalda þeim, miðla þeim dýrð, sæma þá heiðri og upphafningu, auðga þá og gera þá sigursæla með undursamlegu sigurhrósi.

Bahá'u'lláh

14. ágúst
LLV 27:43
 

Mikill er þessi dagur að sönnu! Skírskotanir allra helgiritanna til hans sem dags Guðs staðfesta mikilleik hans. Sál sérhvers spámanns, sérhvers guðdómlegs boðbera, hefur þyrst eftir þessum undursamlega degi. Allar ættkvíslir jarðarinnar hafa einnig þráð að upplifa hann. Þó hafði sól opinberunar hans ekki fyrr birst á himni vilja Guðs en vér komumst að raun um að allir menn voru ráðvilltir og höggdofa, nema þeir sem hinum almáttuga þóknaðist að leiða.

Bahá'u'lláh

RUHI 5:19
  stars  
15. Kamal

Markmið hins eina sanna Guðs, upphafin sé dýrð hans, með því að opinbera sig mönnum er að afhjúpa þá gimsteina sem liggja faldir í námu hins sanna og innsta sjálfs þeirra. Kjarni trúar Guðs og trúarbragða hans á þessum degi felst í því að hinum ýmsu samfélögum jarðar og margvíslegu trúarkerfum leyfist aldrei að ala á fjandskap meðal manna. Þessar meginreglur og lagafyrirmæli, þessi tryggilega grundvölluðu og máttugu kerfi, koma frá einni uppsprettu og eru geislar eins og sama ljósgjafa. Muninn á þeim ber að rekja til mismunandi þarfa þeirra tíma, er þau voru opinberuð.

Bahá'u'lláh

15. ágúst
ÚRV CXXXII.
 

Leggið ekki á neina sál þá byrði sem þér vilduð ekki bera sjálfir og óskið engum þess sem þér ekki óskið sjálfum yður. Þetta eru bestu ráð mín yður til handa, ef aðeins þér gættuð þeirra.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVI.
  stars  

16. Kamal

Ég er, ég er, ég er hinn fyrirheitni! Ég er sá sem þið hafið ákallað í þúsund ár; þið hafið vaknað við hljóminn af nafni mínu, þráð að upplifa komu mína og beðið Guð um að flýta opinberun minni. Sannlega segi ég, þjóðum austurs og vesturs ber skylda til að hlýða orði mínu og lýsa yfir hollustu við mig.

Bábinn

16. ágúst
RUHI 4:48
 

Máttur miskunnar hans er meiri en heift reiði hans og náð hans umlykur allt sem hefur verið kallað til tilvistar og íkætt kyrtli lífsins, hvort sem það er í fortíð eða framtíð.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVI.
  stars  
17. Kamal

Seg, þetta jarðneska líf mun líða undir lok og allir deyja og hverfa aftur til Drottins Guðs míns sem með hinum ágætustu gjöfum mun umbuna þeim sem þolugir þreyja. Vissulega setur Guð þinn öllum hlutum mælikvarða samkvæmt þóknan sinni, í krafti skipunar sinnar; og þeir sem gefa sig undir velþóknun Guðs teljast að sönnu til hinna sælu.

Bábinn

17. ágúst
LLV 67:65
 

Varast að láta nokkuð koma í veg fyrir að þú vegsamir mikilleika þessa dags - daginn þegar hönd tignar og valds hefur rofið innsiglið af víni endurfunda og kallað alla sem eru á himnum og alla sem eru á jörðu. Vilt þú heldur halda kyrru fyrir þegar blærinn sem boðar dag Guðs hefur leikið um þig eða telst þú með þeim sem hyljast honum líkt og með blæju?

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  
18. Kamal

Rísið og hefjið upp raddir yðar, svo að þeir sem eru í fastasvefni megi verða uppvaktir. Seg: ó þér, sem eruð sem dauðir! Hönd himneskrar gjafmildi býður yður vatn lífsins. Hafið hraðann á og drekkið nægju yðar. Hver sá sem hefur endurfæðst á þessum degi mun aldrei deyja; hver sá, sem áfram er andvana, mun aldrei lifa.

Bahá'u'lláh

18. ágúst
LLV 73:72
 

Ó Drottinn! Þú ert sá, sem fjarlægir alla angist og flæmir á braut sérhverja þrengingu. Þú ert sá, sem gerir útlæga hverja sorg og leysir sérhvern bandingja, endurlausnari allra sálna. Ó Drottinn! Veit Þú lausn Þína sakir miskunnar Þinnar og tel mig með þeim þjónum Þínum, sem hlotnast hefur frelsun.

Bábinn

LLV 34:46
  stars  
19. Kamal

Þér berið nafn Guðs á þessum degi. Þér hafið verið útvaldir sem trúnaðarmenn leyndardóms hans. Það sæmir hverjum og einum yðar að birta eigindir Guðs og opinbera tákn réttlætis hans, valds og dýrðar í orði og verki. Hver limur líkama yðar verður að bera vitni háleitu markmiði, heilindum, raunverulegri trú og upphafinni hollustu yðar.

Bábinn

19. ágúst
RUHI 4:57
 

Færið Guði þakkir, því að þér hafið fengið ósk hjartna yðar uppfyllta og sameinast honum sem er fyrirheit allra þjóða. Standið vörð um flekkleysi þeirrar stöðu sem þér hafið náð, með hjálp hins eina sanna Guðs — mikluð sé dýrð hans — og haldið fast við það sem mun fulltingja málstað hans. Hann brýnir vissulega fyrir yður það sem rétt er og stuðla mun að því  að   upphefja  stöðu  mannsins.

Bahá'u'lláh

LLV 74:74
     
     

165 e. B.

11
12
13
14
15
16
17
18
19