bstar

Sharaf - Heiður

line

Þjónusta við vinina er þjónusta
við ríki Guðs og tillitssemi, sem sýnd er
fátækum, er ein þungvægasta kenning Guðs.

'Abdu'l-Bahá

line

1. SharafAllt lof sé einingu Guðs og allur heiður honum, hinum yfirbjóðandi Drottni, hinum óviðjafnanlega og aldýrlega stjórnanda alheimsins, sem úr fullkominni eiveru hefur skapað veruleika allra hluta; sem úr engu hefur kallað til verundar fáguðustu og fíngjörvustu þætti sköpunar sinnar, sem bjargað hefur skepnum sínum frá niðurlægingu fjarlægðar og háska endanlegrar útslokknunar og veitt þeim viðtöku í ríki óspillanlegrar dýrðar sinnar.

Bahá'u'lláh

31. desember

 

LLV 94:101
 

Og er hann hafði skapað heiminn og allt sem í honum lifir og hrærist kaus hann með beinum tilverknaði óhefts og yfirbjóðandi vilja síns, að miðla manninum einstæðum auðkennum og hæfni til að þekkja hann og elska — hæfni, sem líta verður á sem upphaflega kveikju og frumtilgang alls sköpunarverksins

Bahá'u'lláh

LLV 94:101
  stars  

2. Sharaf

Hvar sem ástvinir Guðs koma saman og hverjum sem þeir mæta verður viðhorf þeirra til Guðs og vegsömunar dýrðar hans að mótast af slíkri undirgefni og auðmýkt, að sérhver öreind duftsins undir fótum þeirra megi bera innilegri hollustu þeirra vitni. Samræður þessara heilögu sálna verða að uppljómast slíku afli að þessar sömu öreindir duftsins verði gagnteknar af áhrifum þeirra.

Bahá'u'lláh

1. janúar
ÚRV V.
 

Þeir verða að hegða sér með þeim hætti að jörðinni sem þeir ganga á leyfist aldrei að ávarpa þá orðum sem þessum: „Ég er yður fremri. Því sjáið hve þolinmóð ég ber byrðina sem jarðyrkjumaðurinn leggur á mig. Ég er það verkfæri, sem í sífellu veitir öllum sköpuðum verum þær blessanir er hann, sem er uppspretta allrar náðar, hefur trúað mér fyrir. Þrátt fyrir þann heiður sem mér hefur veist og ótölulega vitnisburði um auðlegð mína  auðlegð sem uppfyllir þarfir alls sköpunarverksins  lítið auðmýkt mína, sjá í hve fullkominni undirgefni ég læt mér lynda að vera troðin undir fótum manna."

Bahá'u'lláh

ÚRV V.
  stars  

3. Sharaf

Snúið til baka, ó þjónar mínir, og hneigið hjörtu yðar að honum, sem er uppspretta sköpunar yðar. Frelsið yður frá illum og spilltum hneigðum yðar, hafið hraðann á og umfaðmið ljós hins ódeyjandi elds, sem tindrar á Sinaí þessarar leyndardómsfullu og yfirskilvitlegu opinberunar. Spillið ekki helgu, upprunalegu og alltumfaðmandi orði Guðs og leitist ekki við að saurga heilagleika þess eða niðurlægja heilagt eðli þess.

Bahá'u'lláh

2. janúar
ÚRV CLIII.
 

Ó, mannssonur! Mikla málstað minn, svo ég megi birta þér hulda dóma tignar minnar og uppljóma þig ljósi eilífðarinnar.

Bahá'u'lláh

HOA 41
  stars  

4. Sharaf

Vissulega ber yður skylda til að þekkja Drottinn yðar á tíma opinberunar hans, að þér megið vera tryggir og öruggir á hafi staðfestingar áður en Guð reisir upp spámann og afneitið honum ekki. Því ef spámaður kemur til yðar frá Guði og og þér látið undir höfuð leggjast að ganga á hans vegum mun Guð breyta ljósi yðar í eld. Sýnið því aðgát, að yður megi auðnast fyrir náð Guðs og tákn hans að endurleysa sálir yðar.

Bábinn

3. janúar
SWB 147
 

Ó þér gálausir! Þótt undur miskunnar minnar hafi umlukið allt sem skapað er, sýnilegt og ósýnilegt, og þótt opinberanir náðar minnar og mildi hafi gegnsýrt sérhverja öreind í alheiminum, þá er fleinninn sárbeittur, sem ég hirti illgerðarmennina með og heift reiði minnar í gegn þeim ægileg.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIII.
  stars  

5. Sharaf

Uppspretta villunnar er að hafna trúnni á hinum eina sanna Guði, treysta á eitthvað annað en hann og flýja ákvörðun hans.

Bahá'u'lláh

4. janúar
LLV 78:82
 

Ó, verundarsonur! Ef fátækt verður förunautur þinn, ver eigi dapur, því um síðir mun allsnægtanna Drottinn vitja þín. Óttast eigi niðurlægingu, því að lokum mun dýrð hvíla yfir þér.

Bahá'u'lláh

HOA 53
  stars  
6. Sharaf

Getur heilbrigður hugur nokkru sinni ímyndað sér í fullri alvöru að vegna tiltekinna orða, sem hann ekki fær skilið, hafi hlið takmarkalausrar handleiðslu Guðs lokast frammi fyrir ásýndum manna? Getur hann nokkru sinni gert sér í hugarlund að þessar guðdómlegu sólir, þessi geislandi ljós, eigi sér upphaf eða endi? Hvaða steypiflóð getur komist í samjöfnuð við flaum alltumvefjandi náðar hans og hvaða blessun er fremri vitnisburðinum um svo mikla og altæka miskunn?

Bahá'u'lláh

5. janúar
ÚRV XXVII.
 

Enginn vafi getur leikið á því, að ef flóð miskunnar hans og náðar hætti eitt andartak að streyma yfir heiminn myndi hann fullkomlega tortímast. Af þessari ástæðu og frá því upphafi sem er án upphafs hafa hlið guðlegrar miskunnar staðið opin á gátt fyrir öllu sem skapað er og gjafir hans og náð mun streyma úr skýjum sannleika hans yfir jörð mannlegrar getu, veruleika og persónuleika, allt til þess endis sem er án endis. Slík hefur aðferð Guðs verið frá eilífð til eilífðar.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVII.
  stars  

7. Sharaf

Seg, vissulega hefur Guð sett alla skapaða hluti í skuggann af tré staðfestingar nema þá sem gæddir eru skilningi. Þeir geta valið milli þess að trúa á Guð og setja allt sitt traust á hann, eða byrgja sig fyrir honum og neita að trúa í fullvissu á tákn hans. Þessir tveir hópar sigla á tveimur höfum: hafi staðfestingar og hafi afneitunar.

Bábinn

6. janúar
SWB 147
 

Sælt er húsið sem nýtur blíðrar miskunnar minnar, þar sem nafn mitt er vegsamað og sem göfgast af nærveru ástvina minna sem hafa fært mér lofgjörð, haldið fast við taug náðar minnar og notið þess heiðurs að syngja ritningarvers mín.

Bahá'u'lláh

HF 200
  stars  
8. Sharaf

Fyrsta gleðifréttin sem móðurbókin hefur í þessari mestu opinberun fært öllum þjóðum jarðarinnar er sú, að lagaboðið um heilagt stríð hefur verið afmáð af bókinni. Dýrlegur er hinn almiskunnsami, Drottinn ríkulegrar náðar. Fyrir hann hafa dyr himneskrar hylli verið opnaðar á gátt öllum sem eru á himnum og jörðu.

Bahá'u'lláh

7. janúar
LLV 95:102
 

Ó, mannssonur! Hjúpaður ómunaverund minni og í aldinni eilífð kjarna míns, þekkti ég ást mína á þér, því skóp ég þig, greypti á þig ímynd mína og birti þér fegurð mína.

Bahá'u'lláh

HOA 3
  stars  

9. Sharaf


Guð hefur með valdi fyrirmæla sinna ætlað sjálfum sér það verkefni að tryggja yfirráð úthafs staðfestingar og gera að engu úthaf afneitunar með afli máttar síns. Hann hefur í sannleika vald yfir öllum hlutum.

Bábinn

8. janúar
SWB 147
 

Hlýðið með eyrum, sem helguð eru frá hégómafíkn og veraldlegum ástríðum, á þau hollræði, sem ég í náðarríkri gæsku minni hef opinberað yður, og gaumgæfið með innri og ytri augum yðar vitnisburð dásamlegrar opinberunar minnar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIII.
  stars  
10. Sharaf

Ef einhver rís upp og ver málstað Guðs gegn árásarmönnum hans í ritum sínum, hlotnast honum, hversu óverulegt sem framlag hans er, slíkur heiður í næstu veröld að herskarar himinsins munu sjá ofsjónum yfir dýrð hans. Enginn penni getur lýst upphafinni stöðu hans né nokkur tunga tjáð ljóma hennar. Hverjum sem stendur einbeittur og staðfastur í þessari heilögu, dýrlegu og upphöfnu opinberun, verður gefið slíkt vald að hann getur staðið andspænis og yfirbugað allt sem er á himni og jörðu.

Bahá'u'lláh

9. janúar
ÚRV CLIV.
 

Sannur missir er hans, sem eytt hefur dögum sínum í fullkominni fáfræði um sitt eigið sjálf.

Bahá'u'lláh

LLV 78:82
  stars  
11. Sharaf

Umgangist fylgjendur allra trúarbragða í anda vináttu og bróðurþels. Þannig hefur dagstjarna helgunar hans skinið yfir sjónhring ákvörðunar Guðs, Drottins veraldanna.

Bahá'u'lláh

10. janúar
LLV 94:102
 

Eg sver við réttlæti Guðs! Þetta eru þeir dagar er Guð hefur rannsakað hjörtu allra boðbera sinna og ólýtanlegan griðastað hans, íbúa hinnar himnesku hallar og þeirra sem dvelja í tjaldbúð dýrðarinnar. Hversu þungbær hlýtur því ekki sú prófraun að vera sem lögð er fyrir þá sem eigna Guði jafningja!

Bahá'u'lláh

ÚRV VIII.
  stars  
12. Sharaf

Það er augljóst að sérhver öld sem opinberandi Guðs lifir á er guðlega áformuð og hana má í vissum skilningi nefna tilskipaðan dag Guðs. Þessi dagur er þó einstæður og hann ber að greina frá fyrri dögum. Heitið „innsigli spámannanna" lýsir til fullnustu dýrlegri tign hans. Spámannshringurinn hefur að sönnu lokast. Hinn eilífi sannleikur er kominn. Hann hefur hafið upp gunnfána valds og úthellir á þessari stundu yfir heiminn skýlausum ljóma opinberunar sinnar.

Bahá'u'lláh

11. janúar
ÚRV XXV.
 

Ó, sonur málsins! Þú ert virki mitt, gakk þar inn, svo að þú megir finna öryggi. Ást mín býr í þér, vit það, svo að þú megir skynja nálægð mína.

Bahá'u'lláh

HOA 10
  stars  

13. Sharaf

Sú skylda hvílir á hverjum manni að andmæla í samræmi við hæfileika sína röksemdum þeirra sem hafa ráðist gegn trú Guðs. Slík er ákvörðun hins alvalda og almáttuga. Sá sem vill útbreiða málstað hins eina sanna Guðs ætti að nota til þess penna sinn og tungu en ekki sverð eða ofbeldi.

Bahá'u'lláh

12. janúar
ÚRV CLIV.
 

Þeir sem í sannleika trúa á Guð og tákn hans sem sem í sérhverju trúarkerfi hlýða af trúmennsku því sem hefur verið opinberað í bók hans - slíkir eru að sönnu þeir sem Guð hefur skapað af ávöxtum paradísar velþóknunar sinnar og sem tilheyra hinum sælu. En þeir sem snúa frá Guði og táknum hans í sérhverju trúarkerfi sigla á hafi afneitunar.

Bábinn

SWB 147
  stars  
14. Sharaf

Ó, þú framandi sem nýtur vináttu! Ljós hjarta þíns er kveikt af höndum valds míns, slökk það eigi með misvindi sjálfs og ástríðna. Græðari allra meina þinna er minningin um mig, gleym henni ekki. Ger ást mína að fjársjóð þínum og gæt hans vel, eins og þú mundir gæta þinnar eigin sjónar og lífs.

Bahá'u'lláh

13. janúar
HOP 32
 

Guð minn, Guð minn! Ef enginn villist af vegi þínum, hvernig gæti fáni miskunnar þinnar þanist út og hvernig væri hægt að draga að hún fána örlátrar hylli þinnar? Og ef rangindi eru ekki framin, hvernig væri þá hægt að kunngera þig sem þann er hylur syndir mannanna, þann sem ætíð fyrirgefur, hinn alvitra og alvísa?

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXII.
  stars  
15. Sharaf

Ó þjónar mínir! Gætuð þér skilið fyrir hvílíkum dásemdarverkum hylli minnar og veglyndis mér hefur þóknast að treysta sálum yðar, munduð þér í sannleika snúa baki við öllu sem skapað er og öðlast sanna þekkingu á yðar eigin sjálfi, þekkingu sem jafngildir skilningi á minni eigin verund.

Bahá'u'lláh

14. janúar
ÚRV CLIII.
 

Ó, sonur ástarinnar! Þú ert aðeins eitt fótmál frá dýrlegum hæðum mínum hið efra og himnesku tré ástarinnar. Tak eitt skref og í því næsta stíg inn í ríki ódauðleikans og gakk inn í höll eilífðarinnar. Hneig eyra þitt að því, sem penni dýrðarinnar hefur opinberað.

Bahá'u'lláh

HOP 7
  stars  
16. Sharaf

Það sæmir þjóðhöfðingjum heimsins — megi Guð styðja þá — eða ráðherrum jarðarinnar að hafa samráð og taka upp eitt þeirra tungumála, sem til eru, eða nýtt tungumál, sem kenna á börnum í skólum um allan heiminn, og sömuleiðis eitt ritmál. Þannig mun verða litið á alla jörðina sem eitt land.

Bahá'u'lláh

15. janúar
LLV 94:102
 

Uppspretta allrar hátignar tilheyrir Guði, honum sem allir á himnum og allir á jörðu tilbiðja. Þau öfl sem eiga uppruna sinn í þessum heimi duftsins eru eðli sínu samkvæmt engrar athygli verð.

Bahá'u'lláh

CLXIII.
  stars  
17. Sharaf

Verið auðsveipir og undirgefnir eins og jörðin svo að úr jarðvegi verundar yðar megi spretta ilmandi, heilagar og litfagrar hýasintur þekkingar minnar. Verið funandi sem bálið svo að þér megið eyða upp blæjum gáleysis og með endurlífgandi orku ástar Guðs glæða eld í hinu kalda og vegvillta hjarta.

Bahá'u'lláh

16. janúar
ÚRV CLII.
 

Ef einhver fyndi keiminn af sætleika orðanna sem vörum hins almiskunnsama hefur þóknast að mæla, mundi hann snúa baki við fjársjóðum jarðarinnar, væru þeir í hans eigu, ef hann gæti með því móti veitt brautargengi þótt ekki væri nema einu af boðorðum hans, skínandi yfír dagsbrún örlátrar umhyggju hans og ástríkis.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLV.
  stars  
18. Sharaf

Hverjum og einum yðar er gert að skyldu, að stunda einhverja atvinnu, svo sem iðnir, verslun og þessháttar. Vér höfum náðarsamlega upphafið störf yðar í slíkri vinnu á svið tilbeiðslu til Guðs, hins sanna. Íhugið í hjörtum yðar náð og blessun Guðs og færið honum þakkir að kvöldlagi og í dögun. Sóið eigi tíma yðar í iðjuleysi og ómennsku. Takið yður það fyrir hendur, sem ábata mun sjálfum yður og öðrum.

Bahá'u'lláh

17. janúar
LLV 94:106
 

Gef, ég bið þig, ó þú sem ert hinn eilífi konungur og æðsti verndari allra manna, að mér verði gert kleift að birta það sem fær hjörtu og sálir manna til að svífa í takmarkalausu regindjúpi ástar þinnar og samneyta anda þínum.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXII.
  stars  
19. Sharaf

Ó, sonur duftsins! Allt sem er á himnum og á jörðu hefi ég fyrirbúið þér nema mannshjartað, sem ég hefi gert að samastað fegurðar minnar og dýrðar. Samt gafst þú öðrum heimili mitt og hvenær sem birtandi heilagleika míns leitaði sinna eigin heimkynna, fann hann þar framandi gest, og heimilislaus hraðaði hann sér til griðastaðar ástvinarins. Þrátt fyrir þetta hélt ég leyndarmáli þínu leyndu og óskaði þér ekki smánar.

Bahá'u'lláh

18. janúar
HOP 27.
 

Ef einhver maður risi upp á þessum degi í algjörri lausn frá öllu sem er á himnum og á jörðu og helgaði hjarta sitt þeim sem er dagsbrún heilagrar opinberunar Guðs, yrði honum sannlega veitt vald til að yfirbuga alla skapaða hluti fyrir mátt eins af nöfnum Drottins, Guðs síns, hins alvitra og alvísa.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXIX.
     
     

165 e. B.

17
18
19