bstar

Jalál - Ljómi

line

 

Þér hafið skrifað um nítjándagahátíðina. Þessi hátíð er  gleðigjafi. Hún er grundvöllur samkomulags og einingar.  Hún er lykillinn að kærleiksþeli og vináttu. Hún útbreiðir einingu mannkyns.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Jalál

Varast að láta nokkuð koma í veg fyrir að þú vegsamir mikilleika þessa dags - daginn þegar hönd tignar og valds hefur rofið innsiglið af víni endurfunda og kallað alla sem eru á himnum og alla sem eru á jörðu. Vilt þú heldur halda kyrru fyrir þegar blærinn sem boðar dag Guðs hefur leikið um þig eða telst þú með þeim sem hyljast honum líkt og með blæju?

Bahá'u'lláh

9. apríl

 

ÚRV XIV.
 

Hversu bjartar eru ekki sólir þekkingarinnar sem skína í öreindinni og hve víðáttumikil höf viskunnar sem bylgjast í einum dropa! Þetta á ekki við um neinn í jafn ríkum mæli og manninn sem einn allra skapaðra hluta hefur verið íklæddur kyrtli slíkra gjafa og útvalinn fyrir dýrð þvílíkra auðkenna. Því í honum býr möguleikinn á opinberun allra nafna og eiginda Guðs í slíkum mæli að engin önnur sköpuð vera kemst þar nærri. Við hann eiga öll þessi nöfn og eigindir. Þannig hefur hann sagt: ,,Maðurinn er leyndardómur minn og ég er leyndardómur hans.“

Bahá'u'lláh

BF 72
  stars  
2. Jalál

Sannlega hefur Guð sýnt mér að vegur minningarinnar, sem markaður er af mér, er í sannleika hinn beini vegur Guðs og að sá sem játar einhver önnur trúarbrögð en þessa heiðvirðu trú, muni uppgötva, þegar hann er krafinn reikningsskila á degi dómsins, að svo sem skráð er á bókina hefur hann engan ávinning uppskorið af trúarbrögðum Guðs.

Bábinn

10. apríl
LLV 50:57
 

Laðið að yður hjörtu manna með kalli hans, ástvinarins eina. Seg: Þetta er rödd Guðs, ef þér aðeins hlýdduð á hana. Þetta er sól opinberunar Guðs, ef aðeins þér vissuð. Þetta er dagsbrún málstaðar Guðs, bæruð þér aðeins kennsl á hann. Þetta er uppspretta boða Guðs, ef aðeins þér dæmduð af sanngirni. Þetta er hinn augljósi og huldi leyndardómur, ef aðeins þér gætuð skynjað það.

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  
3. Jalál

Ver lampi þeim, sem í myrkrinu ganga, fögnuður hinum syrgjandi, haf hinum þyrstu, vin hinum hryggu, verjandi og skjól fórnarlambi kúgunarinnar. Lát heiðarleik og trúmennsku einkenna allar gerðir þínar. Ver hæli hinum ókunna, smyrsl þeim er þjáist, óvinnandi virki flóttamanninum.

Bahá'u'lláh

11. apríl
ÚRV CXXX .
 

Hreinsið hjörtu yðar af veraldlegum ástríðum og látið himneskar dyggðir prýða yður. Reynið með gerðum yðar að bera vitni sannleika þessara orða Guðs og varist að snúa aftur. Hann getur “skipt á yður og öðrum” sem “ekki eru yður líkir” og sem munu taka frá yður ríki Guðs. Sá tími þegar fánýt lofgjörð var talin nægja eru á enda runninn. Sá dagur er genginn í garð þegar ekkert nema hreinustu hvatir, studdar gerðum flekklauss hreinleika, geta stigið upp til hásætis hins hæsta og vakið velþóknun hans.

Bábinn

Ruhi 4, 2:11
  stars  
4. Jalál

Hve fjarri væri það eigi náð hins almiskunnsama, ástríkri forsjón hans og mildri miskunn, að útvelja eina sál meðal allra manna til að leiðbeina skepnum hans, meina henni annarsvegar um fullan skerf guðlegs vitnisburðar en beita þjóð hennar hinsvegar ægilegri refsingu fyrir að hafa snúið sér frá hans útvöldu sál! Nei, margvísleg hylli Drottins allra vera hefur ætíð umvafið jörðina og alla sem á henni dvelja fyrir milligöngu þeirra sem birta guðdómlegt eðli hans. Ekki eitt andartak hefur hann haldið aftur af náð sinni og aldrei hefur regn ástríkis hans hætt að falla á mannkynið.

Bahá'u'lláh

12. apríl
ÚRV XIII.
 

Sá sem hefur drukkið úrvalsvín rétlætis úr örlátum höndum náðar minnar, mun hringsóla um boð mín sem skína yfir dagsbrún sköpunar minnar.

Bahá'u'lláh

RUHI 4, 28
  stars  
5. Jalál

Heyr ekki illt og sjá ekki illt. Niðurlægðu ekki sjálfan þig, grát hvorki né andvarpa. Mæl ekki illt, til að þannig verði ekki mælt til þín og mikla ekki ávirðingar annarra til þess að þínar eigin ávirðingar sýnist ekki miklar. Óska engum lægingar til þess að þín eigin læging verði ekki afhjúpuð. Lifðu síðan ævidaga þína, sem eru skemmri en hvikult andartak, með flekklausan huga, hjartað ósaurgað, hugsanir þínar hreinar og eðli þitt helgað, svo að þú megir, frjáls og glaður, skiljast við þessa dauðlegu umgjörð og hverfa til hinnar dulrænu paradísar og dveljast í ríkinu óforgengilega að eilífu.

Bahá'u'lláh

13. apríl
HOP 44
 

Vegsama Guð með þeim hætti að þótt vegsömun þín leiði þig í eldinn muni engin breyting verða á henni og eins þótt paradís verði umbun þín. Þannig og ekki öðruvísi skyldi sú lofgjörð vera sem hæfir hinum eina sanna Guði. Ef þú lofaðir hann fyrir ótta sakir væri það ósæmilegt í helgaðri hirð návistar hans og eigi væri hægt að skoða slíka gerð frá þinni hendi sem helgaða einingu verundar hans. Og ef augu þín beinast að paradís og þú tignaðir hann með ósk um hana í hjarta þínu mundir þú gera sköpun Guðs jafna honum sjálfum, þrátt fyrir þá staðreynd að paradís er keppikefli manna.

Bábinn

LLV 53:58
  stars  
6. Jalál

Líkt og regnið fellur niður yfir jörðina þannig opinberuðum vér ritningar vorar með aðstoð Guðs, himneskrar náðar hans og miskunnar, og sendum þær til ýmissa heimshluta. Vér áminntum alla menn og sérstaklega þessa þjóð með viturlegum ráðum og ástríkri hvatningu og bönnuðum þeim að taka þátt í undirróðri, sundrung, deilum og átökum. Árangurinn varð sá sakir náðar Guðs að ranglæti og fávisku var snúið í guðrækni og skilning og vopnunum var breytt í tæki til að grundvalla frið.

Bahá'u'lláh

14. apríl
RUHI 4, 3:20
  Fyrsta skyldan, sem Guð leggur þjónum sínum á herðar, er að þekkja þann sem er dagsbrún opinberunar hans og uppspretta laga hans, þann sem er fulltrúi guðdómsins í konungsríki málstaðar hans og heimi sköpunarinnar. Sá sem uppfyllir þessa skyldu, hefur öðlast allt sem gott er og sá sem vanrækir hana hefur farið villur vega, jafnvel þótt hann sé höfundur sérhverrar göfugrar gerðar. Það sæmir hverjum og einum, sem nær þessari æðstu stöðu, þessum tindi yfirskilvitlegrar dýrðar, að fylgja öllum fyrirmælum hans, sem er þrá heimsins. Þessar tvær skyldur eru óaðskiljanlegar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLV.
  stars  
7. Jalál

Þóknanlegasta bænin er sú sem beðin er með fullkomnustum andlegleika og geislan; framlenging hennar hefur ekki verið og er ekki elskuð af Guði. Því andlega frjálsari og hreinni sem bænin er, þeim mun þóknanlegri er hún í návist Guðs.

Bábinn

15. apríl
LLV 53:59
 

Rís upp, ó vegfarandi á vegi ástar Guðs, og hjálpa þú málstað hans. Seg: skiptið ekki á þessum æskumanni, ó menn, og hégóma þessa heims eða unaðssemdum himinsins. Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs!  Eitt hár af höfði hans er ágætara öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu. Varist, ó menn, að þér freistist til að snúa við honum baki í skiptum fyrir gullið og silfrið sem þér eigið.

Bahá'u'lláh

ÚRV XV.
  stars  
8. Jalál

Ver ekki áhyggjufullur í fátækt né fullviss í ríkidæmi, því að fátækt fylgir ríkidæmi og ríkidæmi fátækt. Samt er það að vera fátækur af öllu nema Guði undursamleg gjöf. Ger eigi lítið úr gildi hennar, því að hún mun að lokum gera þig ríkan í Guði og þannig munt þú skilja merkingu orðanna, „Í sannleika eruð þér allir snauðir“. Og þessi heilögu orð, „Guð er eigandi alls“, munu líkt og hinn sanni morgunn brjótast fram dýrleg og geislandi yfir sjóndeildarhring hjarta elskandans og dvelja óhult í hásæti auðlegðar.

Bahá'u'lláh

16. apríl
HOP 51
 

Seg: Guð er að sönnu skapari allra hluta. Hann gefur ríkulega næringu þeim sem hann vill. Hann er skaparinn, uppspretta allrar verundar, mótandinn, hinn almáttugi, smiðurinn, hinn alvitri. Hann ber hin ágætustu nöfn í öllum himnunum og á jörðunni og hvarvetna þar á milli. Allir gera boð hans og allir íbúar jarðarinnar og himinsins vegsama lofgjörð hans og til hans munu allir snúa aftur.

Bábinn

LLV 29:44
  stars  
9. Jalál

Í kviksyndi hrellinganna heyrði ég unaðslegustu og ljúfustu rödd sem kallaði upp yfir höfði mér. Er ég leit upp sá ég meyju – líkamnaða minninguna um nafn Guðs míns – í loftinu fyrir ofan mig. Svo fagnandi var sál hennar að ásjóna hennar skein af skarti velþóknunar Guðs og vangar hennar glóðu af birtu hins almiskunnsama. Hún hóf upp kall sitt sem gagntók hjörtu og hugi manna milli himins og jarðar. Hún boðaði bæði innri og ytri verund minni tíðindi sem glöddu sál mína og sálir heiðraðra Guðs þjóna. Hún benti með fingri sínum á höfuð mér og ávarpaði alla sem eru á jörðu og alla sem eru á himni og sagði: Sem Guð lifir! Þessi er hinn ástsælasti allra veraldanna og þó skiljið þér það eigi. Þetta er fegurð Guðs á meðal yðar og kraftur konungsdæmis hans innra með yður, ef aðeins þér skilduð það. Þetta er leyndardómur Guðs og fjársjóður hans, málstaður Guðs og dýrð hans frammi fyrir öllum þeim sem eru í ríkjum opinberunar og sköpunar, ef þér heyrið þeim til  sem hafa skilning.

Bahá'u'lláh

17. apríl
Ruhi 4, 3:14
 

Þóknanlegasta bænin er sú sem beðin er með fullkomnustum andlegleika og geislan; framlenging hennar hefur ekki verið og er ekki elskuð af Guði. Því andlega frjálsari og hreinni sem bænin er þeim mun þóknanlegri er hún í návist Guðs.

Bábinn

LLV 53:59
  stars  
10. Jalál

Ó, mannssonur! Þú ert ríki mitt og ríki mitt gengur ekki á grunn, því óttast þú tortímingu? Þú ert ljós mitt og ljós mitt slokknar aldrei, því óttast þú útslokknun? Þú ert dýrð mín og dýrð mín fölnar ekki, þú ert kyrtill minn og kyrtill minn mun aldrei slitna. Þrey því í ást þinni á mér, svo að þú megir finna mig í dýrðarheimum.

Bahá'u'lláh

18. apríl
HOA 14
 

Aðeins þegar lampi leitar, einlægrar viðleitni, ástríðufullrar þrár, heitrar löngunar, brennandi ástar, hrifningar og algleymis er glæddur í hjarta leitandans og andblær ástríkis Guðs berst yfir sál hans, dreifist myrkur villunnar, mistur kvíða og efasemda hverfur og ljós þekkingar og fullvissu umlykur verund hans.

Bahá'u'lláh

KI 139
  stars  
11. Jalál

Allt lof sé þér, ó þú, sem engan átt þinn líka. Ger mér af náð þinni kleift að stíga upp til þín og hljóta þá vegsemd að dvelja í návist þinni og hafa samneyti við þig einan. Enginn er Guð nema þú. Í sannleika, ef þú óskaðir að veita þjóni þínum blessun mundir þú afmá úr hjarta hans alla minningu og hneigð nema minninguna um sjálfan þig; og ef þú áformaðir þjóni þínum illt hlutskipti sakir þess sem hendur hans hafa ranglega unnið fyrir augliti þínu, mundir þú reyna hann með gæðum þessa heims og hins næsta til þess að þau tækju hug hans allan og hann gleymdi að minnast þín.

Bábinn

19. apríl
LLV 28:43
 

Það sem getur tryggt sigur sannleikans eilífa, herskara hans og fulltingismanna á jörðunni, stendur skrifað í hinum helgu bókum og ritningum og er jafn ljóst og auðsætt og sólin. Þessir herskarar eru þær réttlátu gerðir, sú hegðun og lyndiseinkunn sem er þóknanleg fyrir augliti hans. Hver sem rís upp á þessum degi til að hjálpa málstað vorum og kallar sér til liðs herskara lofsverðs lundernis og göfugrar breytni - áhrifin af slíkri gerð munu vissulega berast um heim allan.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI
  stars  
12. Jalál

Vorið himneska er komið, ó upphafnasti penni, því að hátíð hins almiskunnsama nálgast óðum. Rís til dáða og mikla nafn Guðs frammi fyrir allri sköpuninni og vegsama lof hans svo að allt sem skapað er megi lifna við og endurnýjast.

Bahá'u'lláh

20. apríl
ÚRV XIV.
 

Ó þjónar mínir! Ef þér uppgötvuðuð hin huldu, strandlausu úthöf óspillanlegra auðæfa minna, munduð þér vissulega meta einskis allan heiminn, nei, alla sköpunina. Látið loga leitarinnar brenna svo ákaft í hjörtum yðar, að yður megi auðnast að ná æðsta og háleitasta takmarki yðar — stöðunni þaðan sem þér getið nálgast ástvin yðar og sameinast honum.

Bahá'u'lláh

LLV 89:93
  stars  
13. Jalál

1. Ridván

Heyrið mig, ó dauðlegu fuglar! Í rósagarði óbrigðuls ljóma er jurt byrjuð að blómgast. Í samanburði við hana eru öll önnur blóm sem þyrnar og í dýrðarbirtu hennar hlýtur innsti veigur fegurðar að fölna upp og visna. Hefjist því handa og reynið af öllum eldmóði hjartna yðar, með allri ákefð sálna yðar, fullum styrk vilja yðar og einbeittum kröftum allrar verundar yðar að komast til paradísar návistar hans og anda að yður ilminum af því óforgengilega blómi, finna ljúfa angan heilagleika og öðlast hlutdeild í þessari ilman himneskrar dýrðar.

Bahá'u'lláh

21. apríl
ÚRV CLI.
 

Rís upp og kunnger allri sköpuninni þau tíðindi að hinn almiskunnsami hafi beint skrefum sínum til paradísar (Ridván) og gengið þar inn. Leið síðan mennina til garðs unaðar sem Guð hefur gert að veldisstól paradísar sinnar. Vér höfum útvalið þig sem máttugasta lúður vorn og hljómur hans verður til marks um upprisu alls mannkyns.

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  
14. Jalál

2. Ridván

Tilgangur Guðs með sköpun mannsins hefur verið og verður ætíð sá að gera honum kleift að þekkja skapara sinn og komast í návist hans. Þessu ágætasta markmiði, þessum æðsta tilgangi, bera allar himneskar bækur og guðdómlega opinberaðar og mikilsverðar ritningar einróma vitni.

Bahá'u'lláh

22. apríl
ÚRV XXIX.
 

Varist að taka yður sjálf fram yfir náunga yðar. Festið sjónir yðar á honum, sem er musteri Guðs meðal manna. Hann hefur að sönnu látið líf sitt í sölurnar til þess að endurleysa heiminn. Hann er vissulega hinn algjöfuli, hinn miskunnsami, hinn hæsti. Skyldi ágreiningur rísa á meðal yðar lítið mig standa frammi fyrir yður og skeytið engu um ávirðingar hvers annars sakir nafns míns og sem tákn um ást yðar á opinberuðum og skínandi málstað mínum. Oss er það kært að sjá yður ávallt samneyta hver öðrum í eindrægni og samstilling innan paradísar velþóknunar minnar og að finna ilminn af vináttu yðar og einingu, ástríki og bróðerni.

Bahá'u'lláh

LLV 76:75-76
  stars  
15. Jalál

3. Ridván

Óviðjafnanlegur er þessi dagur. Óviðjafnanleg verður einnig að vera tungan, sem syngur eftirlangan allra þjóða lof, og óviðjafnanleg sú gerð sem vill öðlast velþóknun fyrir augliti hans. Öll mannsins ætt hefur þráð þennan dag,  að hún megi uppfylla það sem sæmir stöðu hennar og hlutskipti.  Sæll er sá sem ekki hefur látið málefni heimsins aftra sér frá því að viðurkenna Drottinn alls sem er.

Bahá'u'lláh

23. apríl
ÚRV XVI.
 

Sönn tiltrú er fyrir þjóninn að rækja starf sitt og köllun í þessum heimi, halda fast við Drottinn og leita einskis nema náðar hans því að í hans höndum eru örlög allra þjóna Hans.

Bahá'u'lláh

LLV 78:82
  stars  
16. Jalál

4. Ridván

Mikið endurgjald fellur í skaut þeim sem hefur trúað og hrópað: “Lofaður sért þú, ó ástvinur allra veraldanna!  Miklað sé nafn þitt, ó þú þrá sérhvers hjarta sem skilur!” Fagnið með dýrlegri gleði, ó fylgjendur Bahá, þegar þér minnist þess æðsta hamingjudags, þegar rödd hins aldna hljómaði er hann gekk frá bústað sínum og hélt á þann stað þar sem hann fyllti alla sköpunina ljóma nafns síns, hins almiskunnsama.

Bahá'u'lláh

24. apríl
ÚRV XIV.
 

Vér höfum áður lýst því yfir - og orð vort er sannleikur: “Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags.”  Með opinberun þessara orða hefur undirrót óvináttu, sundrungar og misklíðar milli mannanna barna verið numin á brott og að engu gerð.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  
17. Jalál

5. Ridván

Dyrnar að þekkingu á hinum aldna hafa ætíð verið og verða ætíð luktar sjónum manna. Sem tákn um miskunn sína og staðfestingu á gæsku sinni hefur hann opinberað mönnum sólir himneskrar leiðsagnar sinnar, tákn guðdómlegrar einingar sinnar, og fyrirskipað að þekking á þessum helguðu verum jafngildi þekkingu á hans eigin sjálfi. Hver sem þekkir þá hefur þekkt Guð. Hver sem hlýðir kalli þeirra hefur hlýtt á rödd Guðs og hver sem vitnar um sannleika opinberunar þeirra hefur vitnað um sannleika Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

25. apríl
ÚRV XXI.
 

Vissulega lifum við nú á dögum Guðs. Þessir eru þeir dýrlegu dagar, sem eiga sér enga hliðstæðu í fortíðinni. Þessir eru þeir dagar, sem fólk á umliðnum öldum beið í óþreyju. Hvað hefur þá gerst, að þér séuð í fastasvefni? Þessir eru þeir dagar, þegar Guð hefur látið dagstjörnu sannleikans ljóma geislandi. Hversvegna eruð þér þá þöglir? Þessir eru hinir fyrirheitnu dagar, sem þér á umliðnum tímum hafa beðið eftir löngunarfullir — þeir dagar, er guðdómlegt réttlæti fer í hönd. Færið Guði þakkir, ó þér hersing hinna trúuðu.

Bábinn

LLV 67:66
  stars  
18. Jalál

6. Ridván

Vitið þér eigi hversvegna vér sköpuðum yður öll af sama dufti? Til þess að enginn skyldi upphefja sig yfir annan. Íhugið ávallt í hjörtum yðar hversu þér voruð sköpuð. Þar sem vér höfum skapað yður öll úr einu efni ber yður skylda til að vera sem ein sál, ganga með sömu fótum, eta með sama munni og dvelja í einu landi svo að frá innsta grunni verundar yðar, með verkum yðar og gerðum, megi tákn einingarinnar og kjarni andlegrar lausnar verða opinberaður.

Bahá'u'lláh

26. apríl
LLV 77:81
 

Svo blint er hjarta mannsins að þótt borgin sé lögð í eyði og fjallið verði  að dufti og jafnvel jörðin sundrist getur hann ekki hrist af sér sinnuleysið. Tilvísanir ritninganna hafa verið afhjúpaðar og táknin sem þar eru skráð opinberuð og hið spámannlega kall hljómar án afláts. Og samt eru allir úrræðalausir í ölvun gáleysis síns nema þeir sem Guði þóknaðist að leiðbeina!

Bahá'u'lláh

ÚRV XVI.
  stars  
19. Jalál

7. Ridván
Sýnið aðgát, ó þér sem trúið á einingu Guðs, að þér freistist ekki til að gera hinn minnsta greinarmun á opinberendum málstaðar hans eða skilja á milli táknanna sem hafa boðað og fylgt opinberun þeirra. Þetta er í sannleika merking guðlegrar einingar, ef þér teljist með þeim sem skilja og trúa þessum sannleika. Verið þess einnig fullvissir, að gerðir og hegðun sérhvers opinberanda Guðs og hvaðeina sem þeir kunna að opinbera í framtíðinni er fastráðið af Guði og endurspeglar vilja hans og ásetning. Hver sem gerir hinn minnsta mun á persónum þeirra, orðum, boðskap, gerðum og hegðun hefur að sönnu sýnt vantrú á Guði, hafnað táknum hans og svikið málstað boðbera hans.

Bahá'u'lláh

27. apríl
ÚRV XXIV.
 

Enginn friður er þér búinn nema þú afneitir sjálfum þér og snúir til mín, því það sæmir þér að miklast af mínu nafni, en ekki þínu eigin, að setja traust þitt á mig, en ekki sjálfan þig, því ég vil að þú elskir mig einan og ofar öllu sem er.

Bahá'u'lláh

HOA 8
     
     

165 e. B.

11
12
13
14
15
16
17
18
19