bstar

Qawl - Mál

line

Það sæmir ástvinum Guðs, að rísa upp
meðal allra þjóða með slíkum
gerðum og eiginleikum,
að hinir ljúfu vindar,
sem blása um garð
heilagleikans,
muni veita ilman yfir
alla jörðina og vekja
hinar dauðu sálir
til lífsins.

'Abdu'l-Bahá

line

1. QawlGuð er mér til vitnis, ó menn! Eg lá ofandi á beði mínum þegar sjá, andvari Guðs leið yfir mig og vakti mig af móki mínu. Endurnærandi andi hans endurlífgaði mig og tungu minni var gefið mál til að tjá kall hans.

Bahá'u'lláh

23. nóvember

 

ÚRV XLI.
 

Öll skylda mannsins á þessum degi felst í því að höndla sinn skerf af þeim gnægtum náðar sem Guð hefur úthlutað honum. Því skyldi enginn festa hugann við stærð keraldsins eða smæð. Hlutur sumra gæti komist fyrir í mannslófa, annarra gæti fyllt bikar og enn annarra heilt kerald.

Bahá'u'lláh

Ruhi 1, 3, 7
  stars  

2. Qawl

Hver sem borið hefur kennsl á sól guðlegrar leiðsagnar og gengið inn til heilagrar hirðar hans hefur nálgast Guð og komist í návist hans. Návist hans er hin raunverulega paradís en háleitustu híbýli himinsins eru aðeins tákn fyrir þessa návist…Sá sem ekki ber kennsl á hann hefur kallað yfir sig eymd fjarvistar og sú fjarvist er ekkert annað en fullkomið tilvistarleysi og kjarni hins neðsta elds. Þetta verður hlutskipti hans þótt hann hið ytra skipi öndvegi í heiminum og sitji þar á hæstu tignarsessum.

Bahá'u'lláh

24. nóvember
ÚRV XXIX.
 

Ástæðan fyrir því að hvatt hefur verið til tilbeiðslu í einrúmi er sú að þú megir veita minningu Guðs mesta athygli, að hjarta þitt megi ævinlega lifna af anda hans og ekki byrgjast eins og með blæju frá ástvini þínum. Veit ekki varaþjónustu í lofgjörð til Guðs meðan hjarta þitt er ósamhljóma upphöfnum tindi dýrðar og miðdepli samneytis.

Bábinn

SWB 93
  stars  

3. Qawl

Dýrð hans sem Guð mun birta er ómælanlega meiri allri annarri dýrð og tign hans langt ofar allri annarri tign. Fegurð hans er ágætari allri annari líkamningu fegurðar og mikilleiki hans ómælanlega æðri allri annarri birtingu mikilleika. Sérhvert ljós fölnar fyrir ljómanum af ljósi hans og sérhver annar veitandi náðar bliknar frammi fyrir táknum náðar hans.

Bábinn

25. nóvember
SWB 156
 

Hve víðáttumikil er ekki tjaldbúð málstaðar Guðs! Hún hefur yfirskyggt allar þjóðir og kynkvíslir jarðarinnar og áður en langt um líður mun allt mannkyn safnast saman í athvarfi hennar. Dagur þjónustu er nú á lofti.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII
  stars  

4. Qawl

Vita skalt þú í sannleika að sálin er tákn Guðs, himnesk gersemi; flestum lærdómsmannanna hefur ekki tekist að skilja veruleika hennar og enginn hugur, hversu skarpskyggn sem hann er, getur nokkru sinni vænst þess að afhjúpa leyndardóm hennar. Hún er fyrst allra skepna til að kunngera ágæti skapara síns, fyrst til að þekkja dýrð hans, fylgja staðfastlega sannleika hans og krjúpa í lofgjörð frammi fyrir honum. Ef hún er trú Guði mun hún endurspegla ljós hans og snúa að lokum til hans aftur.

Bahá'u'lláh

26. nóvember
ÚRV LXXXII.
 

Ó, vinur minn í orði! Hugleið um stund. Hefur þú nokkru sinni heyrt þess getið, að vinur og fjandmaður gætu dvalið saman í einu hjarta? Varpa út hinum ókunna, svo að Vinurinn megi ganga inn til híbýla sinna.

Bahá'u'lláh

HOP 26
  stars  

5. Qawl

Yður er farið líkt og fuglinum, sem svífur með fullum styrk máttugra vængja sinna í ómælisvíðáttu himnanna í fullkominni og fagnaðarríkri vongleði, uns hann snýr aftur, knúinn þörf til að seðja hungur sitt, til vatnsins og leirsins á jörðinni. Og er hann hefur fest sig í möskvum ástríðu sinnar, finnur hann sig vanmegnugan til að taka flugið á ný til ríkjanna, þaðan sem hann kom.

Bahá'u'lláh

27. nóvember
LLV 89:94
 

Þennan fugl sem áður var íbúi himnanna, þrýtur afl til að hrista af sér byrðina, sem íþyngir flekkuðum vængjum hans og hann neyðist til að leita sér dvalarstaðar í dustinu. Saurgið því ekki, ó þjónar mínir vængi yðar með leðju vegvillu og fánýtra ástríðna og látið þá ekki flekkast af dusti öfundar og haturs, svo að yður megi ekki verða aftrað fráþví að svífa í himinsölum guðdómlegrar þekkingar minnar.

Bahá'u'lláh

LLV 89:94
  stars  
6. Qawl

Vita skalt þú að sérhvert heyrandi eyra, sem varðveitt er hreint og óflekkað hlýtur ávallt og hvaðanæva að heyra röddina sem mælir þessi heilögu orð: “Sannlega erum við Guðs og til hans munum við aftur snúa.” Leyndardómum líkamsdauðans og endurkomu mannsins hefur ekki verið ljóstrað upp og enn eru þeir ólesnir. Ég sver við réttlæti Guðs! Væru þeir afhjúpaðir mundu þeir fylla suma slíkum ótta og sorg að þeir tortímdust, en vekja öðrum slíka gleði að þeir óskuðu sér dauða og sárbændu, fullir óslökkvandi löngunar, hinn eina sanna Guð, upphafin sé dýrð hans, að hraða endadægri sínu.

Bahá'u'lláh

28. nóvember
ÚRV CLXV.
 

Dauðinn býður sérhverjum fullvissuðum átrúanda þann bikar sem er lífið sjálft. Hann veitir fögnuð og miðlar gleði. Hann færir eilíft líf að gjöf.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXV.
  stars  

7. Qawl

Vit með vissu að í hvert sinn sem þú minnist hans sem Guð mun birta, aðeins þá ert þú að minnast Guðs.

Bábinn

29. nóvember
SWB 80
 

Ó, sonur jarðar! Viljir þú eignast mig, leita einskis nema mín og viljir þú líta fegurð mína, loka augum þínum fyrir heiminum og öllu, sem í honum er, því að minn vilji og vilji annars en mín geta ekki, fremur en eldur og vatn, dvalið saman í einu hjarta.

Bahá'u'lláh

HOP 31
  stars  
8. Qawl

Þeir sem dveljast innan tjaldbúðar Guðs og eru staðfastir  í  sætum ævarandi dýrðar, munu, þótt þeir séu að deyja úr hungri, neita að teygja fram hönd sína og grípa á ólögmætan  hátt eign nágranna síns, hversu einskisnýtur og auvirðilegur sem hann kann að vera

Bahá'u'lláh

30. nóvember
Ruhi 1:3
 

Ó, sonur jarðarinnar! Vit með vissu, að það hjarta, sem enn elur með sér minnsta öfundarvott, mun aldrei öðlast eilífan herradóm minn, né anda að sér sætum ilmi heilagleikans, sem berst frá helguðu konungsríki mínu.

Bahá'u'lláh

HOP 6
  stars  

9. Qawl


Hinum eina sanna Guði má líkja við sólina og átrúandanum við spegil. Ekki fyrr hefur spegli verið snúið að sólinni en hann endurspeglar ljós hennar.

Bábinn

1. desember
SWB 103
 

Syng, ó þjónn minn, vers Guðs sem þér hafa borist, eins og þeir syngja þau sem hafa nálgast hann, svo að sætleiki söngs þíns megi tendra eld í þinni eigin sál og laða að sér hjörtu allra manna.

Bahá'u'lláh

CXXXVI.
  stars  
10. Qawl

Ó, sonur réttlætisins! Hvert getur elskhuginn haldið nema til lands sinnar elskuðu? Og hvaða leitandi fær hvílst fjarri þrá hjarta síns? Sönnum elskanda eru endurfundir líf og aðskilnaður dauði. Brjóst hans er fullt af óþreyju og hjarta hans friðlaust. Aragrúa lífa myndi hann gefa til að geta hraðað sér til híbýla ástvinar síns.

Bahá'u'lláh

2. desember
HOP 4
 

Hvað varðar þá sem hafa smakkað ávöxtinn af jarðneskri tilvist mannsins, sem er viðurkenning á hinum eina sanna Guði, upphafin sé dýrð hans - Líf þeirra mun að þessu loknu verða þess eðlis að vér getum ekki lýst því. Þekking á því er með Guði einum, Drottni allra veraldanna.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXV.
  stars  
11. Qawl

Sérhverjum manni ber á þessum degi skylda til að fylgja því staðfastlega sem eflir hag og hækkar stöðu allra þjóða og réttlátra ríkisstjórna.

Bahá'u'lláh

3. desember
ÚRV XLIII.
 

Hver sem í einrúmi vistarveru sinnar les versin sem Guð hefur opinberað – hinir dreifandi englar hins  almáttuga munu dreifa víða vegu angan orðanna sem munnur hans mælir og valda því að hjarta hvers réttláts manns slær hraðar. Þótt hann í fyrstu kunni að vera sér ómeðvitandi um áhrif þeirra, mun náðin sem veitist honum fyrr eða síðar hafa áhrif sín á sál hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXVI.
  stars  
12. Qawl

Yfir innsta veruleika sérhvers skapaðs hlutar úthellti hann ljósi eins af nöfnum sínum og gerði hann að viðtakanda dýrðar einnar eigindar sinnar. En í veruleika mannsins safnaði hann saman geisladýrð allra nafna sinna og eiginda og gerði hann að spegli síns eigin sjálfs. Af öllu sem skapað er hefur aðeins manninum verið veitt svo dýrmæt gjöf, svo óforgengileg hylli.

Bahá'u'lláh

4. desember
ÚRV XXVII.
 

Þessir kraftar sem sól guðlegrar hylli og uppspretta himneskrar leiðsagnar hefur gætt veruleika mannsins eru þó duldir í eðli hans, eins og loginn í kertinu og ljósið í lampanum. Veraldlegar ástríður geta myrkvað ljóma þessara krafta líkt og rykið og sorinn á speglinum getur hulið ljós sólarinnar. Það kviknar ekki sjálfkrafa á kertinu eða lampanum og spegillinn getur aldrei hreinsað sjálfan sig af soranum. Þess vegna er auðsætt að lampinn mun ekki lýsa fyrr en eldur hefur verið kveiktur og ef spegillinn er ekki fægður getur hann aldrei birt ímynd sólarinnar né endurspeglað ljós hennar og dýrð.

Bahá'u'lláh

Ruhi 1, 3, 11
  stars  

13. Qawl

Lesið ritningarorð Guðs kvölds og morgna. Hver sá er lætur undir höfuð leggjast að lesa þau hefur ekki verið trúr sáttmála Guðs og erfðaskrá, og hver sá sem snýr baki við þessum helgu versum á þessum degi er talinn með þeim sem um eilífð hafa snúið baki við Guði. Óttist Guð, ó þjónar mínir, allir sem einn.

Bahá'u'lláh

5. desember
Ruhi 1,2,8
 

Þegar hann sem Guð mun birta kemur fram á sjónarsviðið munu hinir virtustu meðal hinna lærðu og hinir lægst settu meðal manna verða dæmdir á sama hátt. Hversu oft hefur ekki hinn þýðingarminnsti allra manna borið kennsl á sannleikann meðan hinir lærðustu eru hjúpaðir blæjum.

Bábinn

SWB 89
  stars  
14. Qawl

Ó, sonur hásætisins! Heyrn þín er heyrn mín, heyr með henni. Sjón þín er sjón mín, sjá með henni, svo að þú megir í innsta kjarna sálar þinnar bera vitni upphöfnum heilagleik mínum og ég megi í sjálfum mér bera vitni háleitri stöðu þinni.

Bahá'u'lláh

6. desember
HOA 44
 

Leitið athvarfs hjá Guði fyrir öllu sem gæti leitt yðar frá uppsprettu opinberunar hans og haldið fast við taug hans, því hver sá sem heldur fast við hollustuna við hann hefur öðlast og mun öðlast hjálpræði í öllum veröldunum.

Bábinn

SWB 85
  stars  
15. Qawl

Ef nokkur maður hugleiddi það sem ritningarnar, sem sendar eru niður frá himni heilags vilja Guðs, hafa opinberað, viðurkenndi hann fúslega að markmið þeirra er að mennirnir skuli metnir sem ein sál svo að sérhvert hjarta megi verða innsiglað með orðunum „Ríkið mun heyra Guði“ og ljós guðlegrar hylli, náðar og miskunnar megi umlykja allt mannkynið.

Bahá'u'lláh

7. desember
ÚRV CXXII.
 

Til forna var opinberað: „Ættjarðarást er þáttur í trú Guðs." Rödd tignarinnar hefur hinsvegar á þessum degi birtingar sinnar kunngert: „Hans er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur hans sem elskar heiminn." Með aflinu sem þessi upphöfnu orð hafa leyst úr læðingi hefur hann veitt fuglum mannshjartnanna nýtt afl, gefið þeim nýja stefnu og afmáð sérhvern vott takmarkana og skerðinga úr heilagri bók Guðs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  
16. Qawl

Ó, verundarsonur! Elska mig, svo að ég megi elska þig. Ef þú elskar mig ekki, getur ást mín á engan hátt náð til þín. Vit þetta, ó þjónn.

Bahá'u'lláh

8. desember
HOA 5
 

Guð ber því vitni að enginn er Guð nema hann. Hans eru ríkis himins og jarðar og alls sem þar er á milli. Hann er upphafinn yfir skilning allra hluta og órannsakanlegur öllum sköpuðum verum; enginn getur skilið einingu verundar hans eða afhjúpað eðli tilvistar hans.

Bábinn

SWB 154.
  stars  
17. Qawl

Sérhvert vers sem þessi penni hefur opinberað er bjart og skínandi hlið sem afhjúpar dýrð heilags og guðrækilegs lífs, hreinna og flekklausra dáða. Ákallið og boðskapurinn sem vér létum frá oss fara átti aldrei að gagnast aðeinu einu landi eða einni þjóð. Mannkynið allt verður að fylgja staðfastlega öllu sem því hefur verið opinberað og fært að gjöf. Þá og aðeins þá getur það öðlast raunverulegt frelsi.

Bahá'u'lláh

9. desember
ÚRV XLIII.
 

Leitið athvarfs hjá Guði fyrir öllu sem gæti leitt yður frá uppsprettu opinberunar hans og haldið fast í taug hans því hver sá sem heldur fast við hollustuna við hann hefur öðlast og mun öðlast hjálpræði í öllum veröldunum.

Bábinn

SWB 85
  stars  
18. Qawl

Seg: Guð nægir öllum framar öllu og enginn á hinum og jörð nægir nema Guð.

Bábinn

10. desember
BB 10
 

Blessuð er sú sál, sem á stundu viðskilnaðar síns við líkamann, er helguð frá fánýtum hugarórum þjóða heimsins. Slík sál lifir og hrærist í samræmi við vilja Skapara síns og gengur inn í hina alhæstu paradís. Meyjar himinsins, íbúar hinna upphöfnustu híbýla, munu hringsóla um hana og spámenn Guðs og hans útvöldu munu leita félagskapar hennar. Sú sál mun ræða við þá hindrunarlaust og skýra þeim frá því, sem hún var látin þola á vegi Guðs,
Drottins allra veraldanna.

Bahá'u'lláh

Ruhi 1, 3 14
  stars  
19. Qawl

Hann ætti að fyrirgefa hinum syndugu og fyrirlíta aldrei lága stöðu þeirra, því að enginn þekkir sín eigin endalok. Hversu oft hefur ekki syndarinn á dauðastundinni náð taki á kjarna trúarinnar og drukkið af hinum ódauðlega drykk og tekið flugið til herskaranna á hæðunum. Og hversu oft hefur ekki dyggur átrúandi á stundu uppstigningar sálar sinnar, ummyndast svo að hann hefur fallið niður í hinn neðsta eld.

Bahá'u'lláh

11. desember
Ruhi 1, 3 14
 

Ó, mannssonur! Ég unni sköpun þinni, því skóp ég þig. Elska mig, svo að ég megi nefna nafn þitt og fylla sál þína anda lífsins.

Bahá'u'lláh

HOA 4
     
     

165 e. B.

15
16
17
18
19