bstar

'Izzat - Máttur

line

Hvert og eitt yðar verður að hafa hugann við að gleðja
aðra á þeim fundi og gera þá hamingjusama.
Hver og einn viðstaddur verður að líta á hina
sem sér betri og meiri og telja sjálfan sig óverðugri.
Vitið þeirra stöðu háa en yðar eigin stöðu lága.
Vitið með vissu að ef þér breytið samkvæmt þessu
er sú hátíð hið himneska matborð
og sá málsverður heilög kvöldmáltíð.
Ég er þjónn þeirrar hátíðar.

'Abdu'l-Bahá

line

1. 'IzzatSökkvið yður í úthaf orða minna, svo að þér megið afhjúpa leyndardóm þeirra og uppgötva allar perlur viskunnar, sem liggja fólgnar í djúpum þess. Varist að hvika í ásetningi yðar að játast sannleika þessa málstaðar. Sakir hans hefur máttur hins guðdómlega valds verið opinberaður og yfirráð hans grundvölluð. Hraðið yður til hans með andlitin skínandi af fögnuði. Þetta er óbreytanleg trú Guðs, eilíf í fortíðinni, eilíf í framtíðinni. Sá sem leitar hennar, hann finni; og hvað þann varðar, sem neitar að leita hennar  sannlega er Guð sjálfum sér nógur, ofar öllum þörfum skepna sinna.

Bahá'u'lláh

8. september

 

ÚRV LXX.
 

Ó framandi sem nýtur vináttu!  Ljós hjarta þíns er kveikt af höndum valds míns, slökk það eigi með misvindum sjálfs og ástríðna. Græðari allra meina þinna er minningin um mig, gleym henni ekki. Ger ást mína að fjársjóð þínum og gæt hans vel, eins og þú myndir gæta þíns eigin sjónar og lífs.

Bahá'u'lláh

HOP 10
  stars  

2. 'Izzat

Fyrir öllu er tákn. Tákn ástarinnar er hugprýði í ákvörðun minni og þolgæði í prófraunum mínum.

Bahá'u'lláh

9. september
HOA 48
 

Skólar verða fyrst og fremst að þjálfa börnin í reglum trúarinnar til þess að fyrirheitið og ógnin, sem skráð er á Bók Guðs megi hindra þau í forboðnum hlutum og skrýða þau kyrtli boðorðanna, en það í þeim mæli að skaði ekki börnin með því að vekja með þeim fávíslegt ofstæki og einstrenging.

Bahá'u'lláh

TOB 48
  stars  

3. 'Izzat

Ef einhver lastmælir yður eða erfiðleikar mæta yður á vegum Guðs, verið þolinmóðir og felið yður forsjá hans, sem heyrir og sér.

Bahá'u'lláh

10. september
ÚRV CLX.
 

Væri það ósk vor höfum vér vald til þess að láta alla veröldina og allt sem í henni bera kennsl á sannleika málstaðar vors á einu augabragði með aðeins einum bókstafi opinberunar vorrar.

Bábinn

SWB 68
  stars  

4. 'Izzat

Verið léttstígir og óbundnir eins og andvarinn svo að þér megið hljóta inngöngu í hirð mína, minn órjúfanlega griðastað.

Bahá'u'lláh

11. september
ÚRV CLII.
 

Hafið aðgát, þér menn, og heyrið ekki þeim til sem gefa góð ráð öðrum en gleyma því að fylgja þeim sjálfir. Orð slíkra manna og handan þeirra orða veruleiki allra hluta, og handan þess veruleika englarnar í návist Guðs, ákæra þá fyrir fláttskap.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXVIII.
  stars  

5. 'Izzat

Úr öllum heimi hefir hann útvalið hjörtu þjóna sinna og gert þau að aðsetri opinberunar dýrðar sinnar. Helgið það því frá sérhverri saurgun til þess að það sem þau voru sköpuð fyrir megi greypt verða á þau.

Bahá'u'lláh

12. september
ÚRV CXXXVI.
 

Hvaðeina sem fer yfir mörk meðalhófsins mun hætta að hafa áhrif til góðs.

Bahá'u'lláh

ÚRV CX.
  stars  
6. 'Izzat

Það er á engan hátt leyfilegt að fara yfir mörk stöðu sinnar og stigs. Heiður sérhverrar stöðu og stigs verður að varðveita. Með þessu er átt við, að alla hluti skapaða skuli skoða í ljósi þeirrar stöðu, sem þeim hefir verið áformuð.

Bahá'u'lláh

13. september
ÚRV XCIII.
 

Uppspretta allrar hátignar tilheyrir Guði, honum sem allir á himnum og allir á jörðu tilbiðja. Þau öfl sem eiga uppruna sinn í þessum heimi duftsins eru eðli sínu samkvæmt engrar athygli verð.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXIII.
  stars  

7. 'Izzat

Enginn skapaður hlutur kemst til paradísar sinnar nema hann birtist í þeirri mestu fullkomnun sem honum hefur verið fyrirhuguð

 

Bábinn

14. september
SWB 71
 

Hæstu staða mannsins næst samt með trú á Guði í sérhverju trúarkerfi og með því að viðurkenna það sem hann hefur opinberað en ekki með lærdómi því að með hverri þjóð eru lærdómsmenn sem færir eru í ýmsum vísindum. Né heldur er hægt að ná henni með auðæfum því það er einnig augljóst að með hverri þjóð eru auðmenn meðal hinna ýmsu stétta. Hið sama gildir um aðra hverfula hluti.

Bábinn

SWB 88
  stars  
8. 'Izzat

Á þessum degi getum vér hvorki samþykkt hegðun hins óttafulla sem reynir að dylja trú sína né lagt blessun yfir hegðun hins yfirlýsta átrúanda, sem með háreysti og fyrirgangi játar þessum málstað hollustu. Báðir ættu að fylgja fyrirmælum visku og reyna af kostgæfni að þjóna bestu hagsmunum trúarinnar.

Bahá'u'lláh

15. september
ÚRV CLXIV.
 

Þessi trúarbrögð eru í sannleika kjarni trúar Múhammeðs fyrir augliti Guðs. Hafið því hraðann á að komast til hinnar himnesku paradísar og hins æðsta garðs velþóknunar hans í návist hins eina sanna Guðs, væruð þér aðeins þolinmóðir og þakklátir fyrir vitnisburðinn um tákn Guðs.

Bábinn

SWB 89
  stars  
9. 'Izzat

Er syndarinn skynjar hið innra með sér, að hann er frjáls og fráhverfur öllu nema Guði, verður hann að biðja Guð fyrirgefningar og afláts. Það er eigi leyfilegt að kunngera syndir sínar og yfirtroðslu frammi fyrir nokkrum manni, með því að það hefir hvorki fyrr né síðar orðið til þess að tryggja fyrirgefning Guðs og aflát. Samtímis veldur slík játning frammi fyrir skepnunum auðmýkingu og lítillækkun mannsins, og Guð vill ekki lægingu þjóna sinna.

Bahá'u'lláh

16. september
LLV 79.
 

Sönn þekking er því þekking á Guði og þetta er ekkert annað en viðurkenning á opinberun hans í sérhverju trúarkerfi. Ekki heldur er til neinn auður nema í fátækt alls nema Guðs og helgun frá öllu nema honum – en þessi staða er aðeins höndlanleg þegar hún er sýnd honum sem er sól opinberunar hans. Þetta þýðir samt ekki að maðurinn eigi ekki að bera lof á fyrri opinberanir.

Bábinn

SWB 88
  stars  
10. 'Izzat

Tilgangur hins eina sanna Guðs með opinberun sinni er að kalla allt mannkyn til sannsögl og einlægni, til guðrækni og trúmennsku, til undirgefni og hlýðni við vilja Guðs, til umburðarlyndis og vináttu, til visku og heiðarleika. Áform hans er að skrýða sérhvern mann kyrtli helgs lundernis og prýða hann djásnum heilagra og háleitra dáða.

Bahá'u'lláh

17. september
ÚRV CXXXVII.
 

Ó, mannssonur! Ef auðlegð fellur þér í skaut, fagna eigi og ef þú kynnist niðurlægingu, ver eigi hryggur því að hvortveggja mun líða undir lok og vera eigi framar.

Bahá'u'lláh

HOA 52
  stars  
11. 'Izzat

Sérhverjum föður hefur verið gert að skyldu að uppfræða son sinn og dóttur í lestri og skrift og í öllu sem kveðið er á um í hinum helgu töflum. Víki einhver sér undan því sem honum er boðið eiga trúnaðarmennirnir að taka frá honum það sem þarf til að uppfræða þau hafi hann til þess efni, en sé hann févana ber Húsi réttvísinnar að sjá um uppfræðslu þeirra. Vissulega höfum vér gert það að athvarfi hinna fátæku og þurfandi. Sá sem elur upp son sinn eða son annars manns hefur á vissan hátt alið upp minn eigin son. Yfir honum hvíli dýrð mín, ástúð og náð sem hefur umlukið heiminn.

Bahá'u'lláh

18. september
HF 17
 

Sannlega sjáum vér gerðir yðar. Ef vér finnum af þeim ljúfa angan hreinlífis og helgunar munum vér vissulega blessa yður.

 

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLI.
  stars  
12. 'Izzat

Ó, vinur! Gróðurset ekkert nema rós ástarinnar í garði hjarta þíns og losa ekki takið á næturgala ástúðar og þrár. Met sem fjársjóð félagsskap hinna réttlátu og forðast allt samneyti við óguðlega.

Bahá'u'lláh

19. september
HOP 3
 

Hvað varðar það sem hinn æðsti penni hefur áður ritað, er ástæðan sú að æðsta fullkomnun í sérhverri grein lista, iðna og þekkingar er ástfólgin Guði.

Bahá'u'lláh

HF 18
  stars  

13. 'Izzat

Ó, útflytjendur! Tunguna skóp ég til að nefna mig, saurgið hana ekki með illu tali. Ef eldur sjálfsins heltekur yður minnist þá yðar eigin ávirðinga en ekki ávirðinga skepna minna, því að sérhver yðar þekkir sitt eigið sjálf betur en hann þekkir sjálf annarra. 

Bahá'u'lláh

20. september
HOP 66
 

Ó, þér þjóðir heimsins! Vitið í sannleika að ófyrirsjánleg ógæfa fer á hæla yður og hörmulegt endurgjald bíður yðar. Haldið ekki að þær gerðir sem þér hafið drýgt séu afmáðar fyrir augliti mínu. Við fegurð mína! Allar gerðir yðar hefur penni minn letrað djúpu letri á krýsólíttöflur.

Bahá'u'lláh

HOP 63
  stars  
14. 'Izzat

Sérhver sjúkleiki sem hrjáir líkama mannsins er meinbugur sem tálmar sálinni að birta áskapaðan mátt sinn og vald.

Bahá'u'lláh

21. september
ÚRV LXXX.
 

Leiðirnar á vegi ástarinnar hafa verið taldar fjórar: Frá skepnunum til hins sanna; frá hinum sanna til skepnanna; frá skepnum til skepna; frá hinum sanna til hins sanna. Íhugið hvernig þér eruð hið fyrstgreinda með tilliti til sonar yðar og hið síðastnefnda með tilliti til föður yðar; hvernig þér hið ytra berið vitni þeim innri leyndardómum sem duldir eru innra með yður.

Bahá'u'lláh

DS 25
  stars  
15. 'Izzat

Ó, mannssonur! Þú vilt gull, en ég vil frelsa þig frá því. Þú heldur að það færi þér ríkidæmi, en ég veit að auðlegð þín er fólgin í helgun þinni frá því. Sem ég lifi! Þetta er þekking mín, en hitt er blekking þín. Hvernig geta mínir vegir farið saman við þína?

Bahá'u'lláh

22. september
HOA 56
 

Ölvið yður víni Guðs ástar en ekki því sem deyðir hugi yðar, ó þér sem tignið hann! Vissulega hefur það verið bannað öllum hinum trúuðu, hvort sem þeir eru karlar eða konur.

Bahá'u'lláh

BL 14
  stars  
16. 'Izzat

Góðgerðarstarfsemi er ástfólgin og þóknanleg Drottni og er drottning allra góðra verka. Að sönnu er orð þetta í þessu samhengi sól meðal orða. Blessaður er sá sem tekur bróður sinn fram yfir sjálfan sig; slíkur tilheyrir fólki Bahá.

Bahá'u'lláh

23. september
TB 71
 

Sá sem á þessum degi rís til eflingar málstað vorum og kveður sér til liðs herskara lofsverðs lundernis og grandvarra gjörða – áhrifin frá verkum hans munu vissulega berast um veröldina alla.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI.
  stars  
17. 'Izzat

Hann ætti ekki að óska öðrum þess sem hann ekki óskar sjálfum sér, né heita því sem hann ekki efnir.

Bahá'u'lláh

24. september
BF 138
 

Gef, ó Drottinn, að sakir hollustunnar við þessa ólýtanlegu trú þína megi hjörtu þeirra verða sterkari en allt annað á himni og jörðu og allt sem þar er á milli; og styrk, ó Drottinn, hendur þeirra með táknum þíns undursamlega valds, svo að þeir megi birta vald þitt í augsýn alls mannkyns.

Bábinn

LLV 27:42
  stars  
18. 'Izzat

Væntið þess ekki, að þeir sem brjóta fyrirmæli Guðs séu trausts verðir né einlægir í þeirri trú sem þeir játa. Forðist þá og verið stranglega á verði gagnvart yður sjálfum til þess að prettir þeirra og tálsnörur skaði yður ekki.

Bahá'u'lláh

25. september
ÚRV CXIV.
 

Hinir auðugu verða að bera hag hinna fátæku mest fyrir brjósti, því mikil er vegsemdin sem Drottinn hefir fyrirbúið þeim snauðu er þolugir þreyja.

Bahá'u'lláh

GL 7
  stars  
19. 'Izzat

Vér höfum vissulega útvalið hæverskuna og gert hana að sönnu einkenni þeirra sem eru nálægir honum. Hæverskan er vissulega klæði sem hæfir öllum mönnum, ungum og öldnum. Heill þeim sem skrýðir með henni musteri sitt og vei þeim sem sviftur er þessari miklu hylli.

Bahá'u'lláh

26. september
BL 8
 

Hið sanna frjálsræði er fólgið í hlýðni mannsins við boð mín, svo lítt sem yður er það kunnugt. Ef menn gættu þess, sem vér höfum sent þeim frá himni opinberunar, mundu þeir vissulega verða alfrjálsir. Seg: Það frjálsræði sem gagnar yður er hvergi að finna nema í fullkominni þjónustu við Guð, sannleikann eilífa. Sá sem smakkað hefir sætleik þess mun neita að skipta á því fyrir ríki himins og jarðar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIX.
     
     

165 e. B.

12
13
14
15
16
17
18
19