bstar

Rahmat - Miskunn

line

Umvefjið þennan samfund með ljósi hinna
hæstu herskara svo þið megið koma saman

í sem mestum kærleika.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Rahmat


Seg: Það sem fyrst og fremst staðfestir sannleika hans er hans eigið sjálf. Næst þessari staðfestingu er opinberun hans. Fram fyrir þann sem hvorugt viðurkennir hefur hann lagt opinberuð orð sín til staðfestingar á veruleika sínum og sannleika. Þetta er vissulega vitnisburður um milda miskunnsemi hans við mennina. Hann hefur gætt sérhverja sál hæfni til að viðurkenna tákn Guðs. Hvernig gæti hann annars hafa uppfyllt vitnisburð sinn meðal manna, ef þér teljist til þeirra sem íhuga málstað hans í hjarta sínu. Hann beitir engan órétti og leggur ekki byrðar á sálina sem hún ekki getur borið. Hann er vissulega hinn samúðarfulli, alnáðugi.

Bahá'u'lláh

24. júní

ÚRV LII
 

Gleymið sjálfum yður og beinið augum að náunga yðar. Einbeitið kröftum yðar að öllu sem stuðlar að uppfræðslu mannanna.

Bahá'u'lláh

ÚRV V.
  stars  

2. Rahmat

Seg: Guð vinnur óumdeildan sigur yfir sérhverjum sigurherra. Enginn er sá á jörðu né himni eða þar á milli, sem aftrað gæti yfirskilvitlegum herradómi sigurs Hans.

Bábinn

25. júní
LLV 66:65
 

Helgaðar sálir ættu að íhuga í hjörtum sínum aðferðir til kennslu. Þær ættu að leggja á minnið setningar og orðasambönd fyrir ýmis tilefni úr undursamlegum ritningum Guðs svo að þær geti farið með guðlegar ritningargreinar ætíð þegar þess gerist þörf, því að þessi helgu vers eru öflugasta læknislyfið, mesti og máttugasti verndargripurinn. Svo sterk eru áhrif þeirra að heyrandinn hefur enga ástæðu til að hika eða efast.

Bahá'u'lláh

RUHI 6:24
  stars  

3. Rahmat

Ó, mannssonur! Sannur elskhugi þráir þrengingu eins og uppreisnarmaðurinn fyrirgefningu og syndarinn miskunn. 

Bahá'u'lláh

26. júní
HOA 49
 

Seg, þetta jarðneska líf mun líða undir lok og allir deyja og hverfa aftur til Drottins Guðs míns, sem með hinum ágætustu gjöfum mun umbuna þeim sem þolugir þreyja. Vissulega setur Guð þinn öllum hlutum mælikvarða samkvæmt þóknan sinni, í krafti skipunar sinnar; og þeir sem gefa sig undir velþóknun Guðs teljast að sönnu til hinna sælu.

Bábinn

LLV 65:62
  stars  

4. Rahmat

Ó þjónar mínir! Hryggist eigi, ef á þessum dögum og á þessu jarðneska sviði hafi hlutir, sem ganga í gegn óskum yðar, verið ákvarðaðir og birtir af Guði, því að dagar sæluríkis fagnaðar, himnesks unaðar, bíða yðar vissulega. Veraldir, sem eru heilagar og andlega dýrlegar, munu verða birtar augum yðar. Yður er fyrirhugað af honum, í þessum heimi og þeim sem kemur, að öðlast hlutdeild í gæðum þeirra og taka þátt í fögnuði þeirra og fá skerf af endurnærandi náð þeirra. Til þeirra allra munuð þér án efa komast.

Bahá'u'lláh

27. júní
ÚRV CLIII
 

Ó, sonur hins æðsta! Ég hef gert dauðann að sendiboða fagnaðar til þín. Því ert þú dapur? Ég hef úthellt yfir þig dýrð ljóssins. Því hylur þú ásjónu þína?

Bahá'u'lláh

HOA 32
  stars  

5. Rahmat

Seg: Hið sanna frjálsræði er fólgið í hlýðni við boð mín, svo lítt sem yður er það kunnugt. Ef menn gættu þess sem vér höfum sent þeim frá himni opinberunar myndu þeir vissulega verða alfrjálsir. Sæll er sá sem hefur skilið áform Guðs í öllu því sem hann hefur sent niður frá himni vilja síns sem umlykur allt sem skapað er. Seg: Það frjálsræði sem stoðar yður er hvergi að finna nema í fullkominni þjónustu við Guð, sannleikann eilífa. Sá sem fundið keiminn af sætleik þess mun neita að skipta á því fyrir ríki himins og jarðar.

Bahá'u'lláh

28. júní
ÚRV CLIX.
 

Sannlega segi ég, í þessari máttugustu opinberun hafa öll trúarkerfi fortíðarinnar fundið hæstu og hinstu fyllingu sína.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLI.
  stars  
6. Rahmat

Ó, mannssonur! Ger mig þér að góðu og leita ekki annars hjálpara. Því að enginn nema ég getur nokkru sinni nægt þér.

Bahá'u'lláh

29. júní
HOA 17
 

Þessi ritningarorð, skýr og afdráttarlaus, eru tákn miskunnar Guðs þíns og uppspretta leiðsagnar öllu mannkyni. Þau eru ljós þeim, sem á þau trúa, og kvalafullur eldur þeim, sem snúa frá og afneita þeim.

Bahá'u'lláh

LLV 58
  stars  

7. Rahmat

Drottinn alheimsins hefur aldrei reist upp spámann né sent niður Bók, að Hann hafi eigi stofnfest sáttmála sinn við alla menn, kallað þá til viðurkenningar á næstu Opinberun og næstu Bók; því að úthelling örlætis Hans er þrotlaus og tekur engan endi.

Bábinn

30. júní
LLV 56:60
 

Hin aldna fegurð hefur samþykkt að vera lögð í hlekki til þess að mannkynið megi leysast úr fjötrum sínum og fallist á fangelsun sína í þessu almesta virki til þess að öll veröldin megi finna raunverulegt frelsi. Hann hefur drukkið bikar sorgarinnar í botn til þess að allar þjóðir jarðarinnar geti fundið varanlegan fögnuð og fyllst gleði. Þetta er sakir náðar Guðs, Drottins yðar, hins vorkunnláta og miskunnsamasta. Vér höfum samþykkt að vera niðurlægðir, ó þér sem trúið á einingu Guðs, til þess að þér megið upphefjast, og höfum liðið margvíslegar þjáningar til þess að þér megið dafna og eflast. Sjá, hvernig þeir sem hafa eignað Guði jafningja hafa þvingað hann sem kom til að endurreisa heiminn til að dvelja í hinni ömurlegustu allra borga.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLV
  stars  
8. Rahmat

Þetta er sá dagur þegar ágætustu gjöfum Guðs hefur verið úthellt yfir mennina, dagurinn þegar hans almesta náð veitist öllu sem skapað er. Öllum þjóðum jarðar ber að jafna ágreining sinn og hvílast í fullkominni einingu og friði í skugganum af tré umhyggju hans og ástríkis. Það sæmir þeim að vera fastheldnir við allt sem á þessum degi getur aukið tign þeirra og kemur þeim að mestu gagni.

Bahá'u'lláh

1. júlí
RUHI 4:16
 

Ó, vinir! Sannlega segi ég, allt, sem þér hafið dulið í hjörtum yðar, er oss jafn augljóst og dagurinn. Að það skuli vera hulið, er vegna náðar vorrar og hylli, ekki vegna þess að þér eigið það skilið.

Bahá'u'lláh

HOP 60
  stars  
9. Rahmat

Ég sver við réttlæti Guðs! Sá sem á þessum degi lýkur upp munni sínum og nefnir nafn Drottins síns – herskarar guðlegs innblásturs munu stíga niður yfir hann frá himni nafns míns, hins alvitra og alvísa.

Bahá'u'lláh

2. júlí
ÚRV CXXIX.
 

Varpa af þér öllum fjötrum nema þeim sem hlekkja þig Guði, auðga sjálfan þig í Guði með því að hafna öllu nema honum og les þessa bæn: Seg: Guð nægir öllu framar öllu og ekkert á himnum né jörðu né þar í milli nægir nema Guð, Drottinn þinn. Vissulega er hann í sjálfum sér þekkjandinn, gefandinn, hinn almáttugi.

Bábinn

LLV 61:62
  stars  
10. Rahmat

Ver frjáls sem vindurinn þegar þú flytur boðskap hans sem hefur látið bjarma af degi guðdómlegrar handleiðslu. Íhuga hvernig vindurinn, trúr ákvörðun Guðs, blæs yfir öll svæði jarðar, byggð og óbyggð. Hvorki berangur né blómleg héruð geta hryggt hann né glatt. Hann blæs hvaðanæva eins og honum er boðið af skapara sínum. Þannig ætti einnig þeim að vera farið sem kveðst vera ástvinur hins eina sanna Guðs. Það sæmir honum að festa sjónir á grundvallaratriðum trúar sinnar og vinna ötullega að útbreiðslu hennar. Hann ætti sakir Guðs eins að kunngera boðskap hans og sætta sig í sama anda við hver þau viðbrögð sem orð hans kunna að vekja í áheyrandanum. Sá sem trúir og viðurkennir uppsker sitt endurgjald, og sá sem snýr á brott uppsker ekkert nema sína eigin refsingu.

Bahá'u'lláh

3. júlí
ÚRV CLXI.
 

Þegar sigurinn kemur mun sérhver maður játa sig átrúanda og hraða sér í athvarf trúar Guðs. Sælir eru þeir sem á dögum heimsumlykjandi eldrauna hafa staðið stöðugir í málstaðnum og neitað að víkja frá sannleika hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CL.
  stars  
11. Rahmat

Óttist Guð, ó menn, og tilheyrið þeim sem ganga stigu réttlætis.

Bahá'u'lláh

4. júlí
RUHI 3:10
 

Hve hryggilegt væri það ef maðurinn festi hjarta sitt á þessum degi við hverfula jarðneska hluti! Rísið og fylgið málstað Guðs af staðfestu. Sýnið hver öðrum innilegustu ást. Gjöreyðið sakir ástvinarins blæju sjálfsins með loga hin ódeyjandi elds og samneytið náunga yðar með fagnandi ásjónum, geislandi af ljósi.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLIVII.
  stars  
12. Rahmat

Hvenær sem lög Mín birtast eins og sólin á himni máls Míns verða allir að hlýðnast þeim staðfastlega, jafnvel þótt ákvörðun Mín sé slík, að hún kljúfi himinn sérhverra trúarbragða.

Bahá'u'lláh

5. júlí
LLV 71:72
 

Ó, vinur minn! Þú ert sól á himni heilagleika míns. Lát eigi saurgun heimsins myrkva ljóma þinn. Slít sundur blæjur gáleysisins, svo að handan skýjanna megir þú birtast skínandi og klæða alla hluti klæðum lífsins.

Bahá'u'lláh

HOP 73
  stars  

13. Rahmat

Seg: Ó þér, sem elskið hinn eina og sanna Guð! Sýnið viðleitni, að þér megið í sannleika bera kennsl á hann og öðlast þekkingu á honum og hlýða boðum hans af trúmennsku. Slík er þessi opinberun, að leggi maður sakir hennar í sölurnar einn blóðdropa, munu ógrynni úthafa verða endurgjald hans. Varist, ó vinir, að varpa frá yður svo ómetanlegri gjöf eða lítilsvirða yfirskilvitlega stöðu hennar. Leiðið hugann að þeim fjölda mannslífa sem fórnað hefur verið og enn er fórnað í heimi ærðum af vofu einberri sem hégómlegar ímyndanir þjóða hans hafa vakið upp. Færið Guði þakkir því að þér hafið fengið ósk hjartna yðar uppfyllta og sameinast honum, sem er fyrirheit allra þjóða.

Bahá'u'lláh

6. júlí
ÚRV III.
 

Veröldin hefur gengið úr skorðum vegna altæks áhrifavalds þessa nýja og æðsta heimsskipulags. Skipulögðu lífi mannkynsins hefur verið umbylt fyrir atbeina þessa einstæða, undursamlega kerfis hvers líka dauðleg augu hafa aldrei séð.

Bahá'u'lláh

RUHI 4:21
  stars  
14. Rahmat

Ef oss þóknaðist myndum vér gera málstaðinn sigursælan með mætti eins orðs frá návist vorri. Hann er í sannleika hinn alvaldi, hinn alknýjandi. Væri það áform Guðs myndi ljón ósigrandi styrks birtast í skógi himnesks máttar og öskur þess bergmála eins og þruma í fjöllunum. En þar sem ástrík forsjón vor umlykur alla hluti höfum vér ákveðið að fullnaðarsigur skuli vinnast með krafti málsins svo að þannig megi þjónum okkar á jörðunni hlotnast himnesk gæði. Þetta er aðeins tákn um örlæti Guðs þeim til handa.

Bahá'u'lláh

7. júlí
RUHI 6:21-22
 

Ó vegfarandi á vegi Guðs! Tak skerf þinn úr hafi náðar hans og svipt þig ekki þeim hlutum sem dyljast í djúpum þess. Tilheyr þeim sem hafa fengið hlutdeild í fjársjóðum þess. Ef agnarsmáum dropa úr því hafi væri dreift yfir alla sem eru á himnum og jörðu, mundi hann nægja til þess að auðga þá af veglyndi Guðs, hins almáttuga og alvitra, hins alvísa. Fyllið hendur sjálfsafneitunar lífgefandi vötnum þess og dreifið yfir allt sem skapað er, svo það megi hreinsast af öllum mannlegum takmörkunum og nálgast máttugt aðsetur Guðs, þennan helgaða og skínandi reit.

Bahá'u'lláh

RUHI 1:8
  stars  
15. Rahmat

Mannanna börn! Grípið fast um þá taug sem enginn maður getur slitið. Þetta mun að sönnu stoða yður alla daga lífs yðar því að styrkur hennar er af Guði, Drottni allra veraldanna. Hvikið ekki frá réttlæti og sanngirni og hlustið ekki á hvískur hinna fávísu, þeirra sem eru fjarlægir Guði, hafa skrýtt höfuð sín djásni lærdómsmanna og dæmt hann líflausan sem er uppspretta viskunnar. Nafn mitt hefur hafið þá til hárra hæða og þó hafði ég ekki fyrr opinberast augum þeirra en þeir með augljósum rangindum felldu yfir mér dauðadóm. Þannig hefur penni vor opinberað sannleikann og enn eru mennirnir fullir gáleysis.

Bahá'u'lláh

8. júlí
ÚRV CLXIV.
 

Á þessum degi getum vér hvorki samþykkt hegðun hins óttafulla sem reynir að dylja trú sína né lagt blessun yfir hegðun hins yfirlýsta átrúanda sem með háreysti og fyrirgangi játar þessum málstað hollustu. Báðir ættu að fylgja fyrirmælum visku og reyna af kostgæfni að þjóna bestu hagsmunum trúarinnar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXIV.
  stars  

16. Rahmat

Píslarvætti Bábsins

Guð hefur skapað mig úr öðru efni en leirnum sem hann mótar aðra úr. Hann hefur veitt mér það sem hinir veraldarvísu geta aldrei skilið né hinir trúföstu uppgötvað ... Ég er ein af burðarstoðum hins frumræna orðs Guðs. Sá sem hefur þekkt mig hefur þekkt allt sem er satt og rétt og öðlast allt sem er gott og sæmandi; og sá sem ekki hefur þekkt mig hefur snúið sér frá öllu sem er satt og rétt og gefið sig á vald öllu sem er illt og vansæmandi.

Bábinn

9. júlí
SWB 11
 

Lofaður og vegsamaður sé hann sem er yfirbjóðandi Drottinn í ríkjum himins og jarðar og öllu sem þar er á milli. Seg: vissulega munu allir snúa til hans aftur og hann er sá sem leiðbeinir samkvæmt boði sínu hverjum sem honum þóknast. Seg: allir menn leita blessunar hans og hann er æðri öllu sem skapað er. Hann er að sönnu hinn aldýrlegi, hinn máttugi, hinn ástfólgni.

Bábinn

SWB 9
  stars  
17. Rahmat

Seg: Guð er Drottinn og allir tilbiðja hann. Seg: Guð er hinn sanni og allir veita honum lotningu. Þetta er Guð, Drottinn yðar, og til Hans munuð þér snúa aftur. Leikur nokkur vafi á Guði? Hann hefur skapað yður og alla hluti.  Hann  er Drottinn  allra veraldanna.

Bábinn

10. júlí
LLV 63:64
 

Dreif víða vegu ljúfri angan Drottins þíns og hika ekki eitt andartak í þjónustu við málstað hans. Sá dagur nálgast þegar tilkynnt verður um sigur Drottins þíns, þess sem ætíð fyrirgefur, hins gjafmildasta.

Bahá'u'lláh

ÚRV XVII.
  stars  
18. Rahmat

Seg: kennið málstað Guðs, ó fylgjendur Bahá, því Guð hefur gert hverjum og einum að skyldu að kunngera boðskap hans og metur það framar öllum öðrum gerðum.

Bahá'u'lláh

11. júlí
RUHI 2:13
 

Hver yðar sem hefur risið upp til að kenna málstað Drottins síns skyldi framar öllu öðru kenna sínu eigin sjálfi svo að orð hans megi laða að sér hjörtu þeirra sem á hann hlusta.

Bahá'u'lláh

RUHI 8:13
  stars  
19. Rahmat

Þetta er dagurinn þegar ekkert sést nema birtan af ljósi ásýndar Drottins þíns, hins náðuga og gjöfulasta. Vissulega höfum vér deytt sérhverja sál með ómótstæðilegu og alltsigrandi drottinvaldi voru. Vér höfum síðan kallað til tilvistar nýja sköpun sem tákn um miskunn vora við mennina.

Bahá'u'lláh

12. júlí
ÚRV XIV.
 

Ó þjónar mínir! Heilagri, guðlega áformaðri opinberun minni má líkja við úthaf, sem geymir í djúpum sér ótölulegan fjölda af dýrmætum og tindrandi skærum perlum. Það er skylda sérhvers leitanda að hefjast handa og leitast við að ná til stranda þess hafs, svo að hann megi, að svo miklu leyti sem ákefð leitar hans og viðleitni segir til um, fá hlutdeild í þeim gæðum, sem forákvörðuð hafa verið í óafturkallanlegum og huldum töflum Guðs.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIII
     
     

165 e. B.

6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19