bstar

Asmá' - Nöfn

line

Þessir samfundir valda því að hið guðlega
veisluborð stígur niður af
himnum ofan með
staðfestingum hins
almiskunnsama.


'Abdu'l-Bahá

line

1. Asmá'Allt sem er á himni og jörðu ber innra með sér órækt vitni um opinberun nafna Guðs og eiginda því að í hverri öreind má finna tákn sem staðfesta opinberun þess æðsta ljósgjafa. Mér virðist sem engin vera geti lifað nema fyrir mátt þeirrar opinberunar. Hversu bjartar eru ekki þær sólir þekkingar sem skína í öreindinni og hve víðáttumikil höf viskunnar sem ólga í einum dropa! Þetta á ekki við um neinn í jafn ríkum mæli og manninn sem einn af öllu sem skapað er hefur verið íklæddur kyrtli slíkra gjafa og útvalinn fyrir dýrð þvílíkra auðkenna.

Bahá'u'lláh

20. ágúst

 

ÚRV XC.
 

Þótt öll jörðin yrði að gulli og silfri, mundi enginn, sem í sannleika hefur stigið upp til himins trúar og fullvissu lægja sig við að líta á það, hversu miklu síður taka sér það til eignar.

Bahá'u'lláh

BL 6
  stars  

2. Asmá'

Sérhver skilningsríkur áhorfandi sér, að í trúarkerfi Kóransins er sannleiksgildi bókarinnar og málstaður Jesú staðfestur. Hvað nöfnum viðvíkur hefur Múhammeð sjálfur sagt: ,,Ég er Jesús.“ Hann skildi sannleika táknanna, spádómanna og orða Jesú og bar því vitni að allt var þetta frá Guði. Í þessum skilningi hefur enginn munur verið á persónu Jesú og ritningum hans annarsvegar og á Múhammeð og hans helgu bók hinsvegar, því að báðir hafa barist fyrir málstað Guðs, sungið honum lof og opinberað boð hans. Því sagði Jesús sjálfur: ,,Ég fer burt og kem aftur til yðar.“

Bahá'u'lláh

21. ágúst
BF 18-19
 

Gætið hver að öðrum með ástúð og bætið þannig málefni yðar. Ef þér sjáið einhvern á meðal yðar sem er altekinn sorg, fjarlægið sorgarefni hans með öllum þeim ráðum sem þér hafið, og ef þér finnið mann sem lifir í fátækt auðgið hann eins og í yðar valdi stendur. Ef þér finnið einhvern sem er niðurlægður upphefjið hann með þeim ráðum sem þér hafið tiltæk, og ef þér sjáið hann hjúpaðan fáfræði, uppfræðið hann eins og þér getið.

Bábinn

  stars  

3. Asmá'

Kjarni ástarinnar er fyrir manninn að snúa hjarta sínu til hins Elskaða og skiljast frá öllu nema Honum og æskja einskis annars en þess sem Drottinn hans æskir.

 Bahá'u'lláh

22. ágúst
LLV 78:82
 

Sannlega segi ég, hátt er þessi dagur hafinn yfir daga postulanna til forna. Nei, ómælanlegur er munurinn! Þér eruð vitni að fyrstu morgungeislum hins fyrirheitna dags Guðs. Yður hefur verið gefið að drekka úr dularbikar opinberunar hans.

Bábinn

RUHI 4:11
  stars  

4. Asmá'

Látið ljós yðar skína fyrir augum manna. Svo hrein og falslaus verður sjálfsafneitun yðar að vera að mennirnir megi með hjálp yðar þekkja og nálgast föðurinn himneska sem er uppspretta hreinleika og náðar.

Bábinn

23. ágúst
RUHI 4:11
 

Dyrnar að þekkingu á hinum aldna hafa ætíð verið og verða ætíð luktar sjónum manna. Sem tákn um miskunn sína og staðfestingu á gæsku sinni hefur hann opinberað mönnum sólir himneskrar leiðsagnar sinnar, tákn guðdómlegrar einingar sinnar, og fyrirskipað að þekking á þessum helguðu verum jafngildi þekkingu á hans eigin sjálfi. Hver sem þekkir þá hefur þekkt Guð. Hver sem hlýðir kalli þeirra hefur hlýtt á rödd Guðs og hver sem vitnar um sannleika opinberunar þeirra hefur vitnað um sannleika Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XX.
  stars  

5. Asmá'

Ó, Verundarson! Paradís þín er ást Mín; endurfundirnir við Mig himneskt heimili þitt. Gakk þar inn og tef eigi. Þetta er það, sem þér er fyrirbúið í konungdæmi Voru á hæðum og upphöfnu ríki Voru.

Bahá'u'lláh

24. ágúst
HOA 6
 

Biðjið Guð að gefa að engar jarðneskar ástríður, engin veraldleg ást, engin skammlíf eftirsókn megi flekka hreinleika eða draga úr sætleika þeirrar náðar sem flæðir í gegnum yður.

Bábinn

RUHI 4:11
  stars  
6. Asmá'

Ef einhver fyndi keiminn af sætleika orðanna sem vörum hins almiskunnsama hefur þóknast að mæla, mundi hann snúa baki við fjársjóðum jarðarinnar, þótt væru þeir í hans eigu, ef hann mætti með því móti veita brautargengi aðeins einu af boðorðum hans, skínandi yfir dagsbrún örlátrar umhyggju hans og ástríkis.

Bahá'u'lláh

25. ágúst
RUHI 4:28
 

Þér er ljóst hversu sárt spámenn Guðs, sendiboðar hans og hans útvöldu hafa verið leiknir. Hugleið um stund hvatirnar og ástæðurnar að baki slíkum ofsóknum. Aldrei í neinu trúarkerfi hafa spámenn Guðs sloppið undan guðlasti óvina sinna, grimmd kúgaranna, fordæmingu lærðra samtímamanna sem birtust í dulargervi heiðarleika og guðrækni. Nótt sem dag þoldu þeir þjáningar sem enginn getur mælt né skilið nema þekking hins eina sanna Guðs, upphafin sé dýrð hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXIII.
  stars  

7. Asmá'

Seg, ó menn! Óviðjafnanlegur er þessi dagur. Óviðjafnanleg verður einnig að vera tungan sem syngur eftirlöngun allra þjóða lof og óviðjafnanleg sú gerð sem vill öðlast velþóknun fyrir augliti hans. Öll mannsins ætt hefur þráð þennan dag, að hún megi uppfylla það sem sæmir stöðu hennar og hlutskipti. Sæll er sá sem ekki hefur látið málefni heimsins aftra sér frá því að viðurkenna Drottin alls sem er.

Bahá'u'lláh

26. ágúst
ÚRV XVI.
 

Þú veist vel, ó Guð minn, að þrengingar hafa steðjað að mér út öllum áttum og enginn getur eytt þeim eða umbreytt nema þú. Ég veit með fullri vissu vegna ástar minnar á þér að þú munt aldrei láta þrengingu verða á vegi neinnar sálar nema þú viljir upphefja stöðu hennar í himneskri paradís þinni og styrkja hjarta hennar í þessu jarðneska lífi með virkismúrum þíns allsráðandi valds til þess að það hneigist ekki að hégóma þessa heims.

Bábinn

BB 81
  stars  
8. Asmá'

Ó, þér mannanna börn! Grundvallarásetningur trúar Guðs og trúarbragða hans er að vernda hag, stuðla að einingu og uppfóstra anda ástar og bræðralags meðal manna. Gerið hana ekki að átyllu sundurþykkis og misklíðar, haturs og fjandskapar. Þetta er vegurinn beini, undirstaðan traust og óbifanleg. Breytingar og byltingar heimsins geta aldrei veikt neitt sem reist er á þessum grundvelli og umbrot árþúsunda ekki grafið undan stoðum þess.

Bahá'u'lláh

27. ágúst
ÚRV CX.
 

Kjarni alls þess sem vér höfum opinberað þér er réttlæti, — er að maðurinn leysi sig undan fánýtum hugarburði og eftirlíkingu, sjái með augum einingarinnar dýrleg handaverk hans og gaumgæfi alla hluti með rannsakandi auga.

Bahá'u'lláh

LLV 78:83
  stars  
9. Asmá'

Það sæmir þjóninum að gæta þess ætíð að hann geri ekkert sem geti valdið annarri sál ótta til þess að á degi upprisunnar geti allir unað í musteri mannkynsins með öllu því sem er rétt og sæmandi.

Bábinn

28. ágúst
 

Ef þér sækist eftir þessu lífi og hégóma þess, hefðuð þér átt að leita þess meðan þér enn voruð í móðurskauti, því að þá nálguðust þér það öðum, gætuð þér aðeins skilið það. Þér hafið á hinn bóginn æ síðan þér fæddust og komust til þroska fjarlægst heiminn og nálgast duftið.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVI.
  stars  
10. Asmá'

Heyrðuð þér ekki orð Jesú, anda Guðs: „Ég fer á brott og kem aftur til yðar"? Hversvegna létuð þér þá undir höfuð leggjast að nálgast hann, þegar hann kom aftur til yðar í skýjum himins, svo að þér mættuð líta ásýnd hans og fylla flokk þeirra sem náðu fundi hans?

Bahá'u'lláh

29. ágúst
ÚRV CXVI.
 

Vit þú í sannleika, að sálin mun eftir viðskilnað sinn frá líkamanum halda áfram að þróast þangað til hún kemst í návist Guðs, í því ásigkomulagi og ástandi sem hvorki framrás alda og árþúsunda né breytingar og byltingar þessa heims fá umbreytt. Hún mun vara jafn lengi og ríki Guðs, yfirráð hans, vald og herradómur varir. Hún mun birta tákn Guðs og eigindir Hans og opinbera ástríki Hans og hylli.

Bahá'u'lláh

LLV 86:88
  stars  
11. Asmá'

Tákn ástarinnar er hugprýði í ákvörðun minni og þolgæði í prófraunum mínum.

Bahá'u'lláh

30. ágúst
HOA 48
 

Þess er ekki að miklast sem elskar ættjörð sína heldur þess sem elskar allan heiminn. Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.

Bahá'u'lláh

CXVII.
  stars  
12. Asmá'

Í hverju því landi þar sem meðlimir þessa samfélags búa ber þeim að breyta gagnvart ríkisstjórn þess lands með hollustu, heiðarleik og sannleiksást. Þetta er það sem opinberað hefur verið að skipan hans sem er ákvarðandinn, hinn aldni.

Bahá'u'lláh

31. ágúst
LLV 103
 

Af  lögum mínum má finna ljúfa angan af klæðum mínum og með þeirra fulltingi munu sigurmerki verða reist á hæstu tindum. Rödd máttar míns hefur frá himni almáttugrar dýrðar minnar ávarpað sköpun mína svofelldum orðum: „Haldið boð mín sakir ástar á fegurð minni.“

Bahá'u'lláh

RUHI 4:28
  stars  

13. Asmá'

Ef þér hittið fyrir hungraðan mann sendið honum fæðu í sannleika eins og þér hafið ráð til og þannig að hjarta hans hryggist ekki, og ef þér sjáið hann klæðlausan fáið honum klæði eins og yður er fært með mestri virðingu. Gætið ekki að sjálfum yður og  eigum yðar, lítið fremur til Guðs sem hefur skapað yður og gefið yður úr ríki sínu það sem þér eigið.

Bábinn

1. september
 

Ég hef aldrei sóst eftir veraldlegri forystu. Eina áform mitt var að rétta niður til mannanna það sem mér var boðið að flytja af Guði, hinum náðuga, hinum óviðjafnanlega, til þess að það megi leysa þá frá öllu sem þessari veröld tilheyrir og hefja þá upp til þeirra hæða, sem hvorki hinir óguðlegu geta skilið né hinir vegvilltu gert sér í hugarlund.

Bahá'u'lláh

LLV 82:86
  stars  
14. Asmá'

Ó, mannssonur! Ef þú elskar mig, snú baki við sjálfum þér, og ef þú sækist eftir velþóknun minni huga ekki að þinni eigin, svo að þú megir deyja í mér og ég megi að eilífu lifa í þér.

Bahá'u'lláh

2. september
HOA 7
 

Gleðjist eigi yfir þeim hlutum, sem þér eigið; í kvöld eru þeir yðar, á morgun munu aðrir sitja yfir þeim. Þannig aðvarar yður hann, sem er hinn alvísi, sá sem allt þekkir. Seg: Getið þér staðhæft, að það sem yður tilheyrir sé óhult og varanlegt? Nei! Sem ég sjálfur lifi, hinn almiskunnsami! Dagar lífs yðar flyja á brott eins og vindblærinn, og allri upphefð yðar og dýrð mun verða vafið saman eins og upphefð og dýrð þeirra sem fóru á undan yður.

Bahá'u'lláh

LLV 84:86
  stars  
15. Asmá'

Ef hinir lærðu og veraldarvísu á þessari öld myndu leyfa mannkyni að anda að sér ilmi vináttu og ástar, mundi sérhvert skilningsríkt hjarta skilja merkingu sanns frjálsræðis og uppgötva leyndardóma órofa friðar og fullkominnar rósemi.

Bahá'u'lláh

3. september
ÚRV CXXII.
 

Hve víðáttumikil er ekki tjaldbúð málstaðar Guðs! Hún hefur yfirskyggt allar þjóðir og kynkvíslir jarðarinnar og áður en langt um líður mun allt mannkyn safnast saman í athvarfi hennar. Dagur þjónustu er nú á lofti.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  

16. Asmá'

Dýrlegur sért þú, ó Drottinn! Þú munt vissulega safna saman mannkyni fyrir þann dag, sem kemur án nokkurs vafa — daginn þegar allir munu birtast frammi fyrir þér og finna líf í þér. Þetta er dagur hins eina sanna Guðs — dagurinn sem þú kemur til leiðar að vild þinni með valdi skipunar þinnar.

Bábinn

4. september
LLV 25:41
 

Varist að deila við nokkurn mann, nei, reynið að koma honum í skilning um sannleikann með vingjarnlegu viðmóti og sannfærandi hvatningu. Ef hlustandi yðar svarar, er það honum sjálfum í hag; ef ekki, snúið frá honum og beinið augum að heilagri hirð Guðs, sæti skínandi heilagleika. Deilið ekki við neinn um málefni þessa heims og jarðneska hluti því Guð hefur selt þá í hendur þeim sem ágirnast þá. Af öllu í heimi hefur hann ætlað sjálfum sér hjörtu mannanna  hjörtu sem herskarar orða og opinberunar geta sigrað.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXIX.
  stars  
17. Asmá'

Uppspretta allrar dýrðar er að láta sér lynda hvaðeina sem Drottinn hefur gefið og gera sér það að góðu, sem Guð hefur áformað.

Bahá'u'lláh

5. september
LLV 86
 

Þér skuluð vita að heimurinn og hégómi hans og skart mun líða undir lok. Ekkert varir nema ríki Guðs sem tilheyrir honum einum, allsráðandi Drottni, þeim sem hjálpar í nauðum, hinum aldýrlega og almáttuga.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXV.
  stars  
18. Asmá'

Óttinn við Guð er skjöldurinn sem ver málstað hans, vörnin sem gerir fylgjendum hans kleift að vinna sigur. Hann er mælikvarði sem enginn maður getur niðurlægt, afl sem á sér engan jafnoka. Með hjálp og leyfi hans sem er Drottinn allsherjar geta þeir sem hafa nálgast Guð lagt undir sig og sigrað borgvirki mannshjartanna.

Bahá'u'lláh

6. september
ÚRV CXXVI.
 

Öll ríki himins og jarðar og allt þar á milli tilheyrir Guði og vald hans er öllu æðra. Honum tilheyra allir fjársjóðir himins og jarðar og alls þar á milli og vernd hans yfirskyggir allt sem er.

Bábinn

BB 214
  stars  
19. Asmá'

Ó þú sem ert Drottinn nógsamlegrar náðar! Lát himneska hjálp þína umlykja alla þá sem elska þig og gef okkur þær gjafir og hylli sem eru í eigu þinni. Ver okkur nægur umfram allt annað, fyrirgef syndir okkar og auðsýn okkur miskunn.

Bábinn

8. september
RUHI 4:57
 

Veröldin er beygð af áþján og umbrot hennar magnast dag frá degi. Slíkt verður hlutskipti hennar, að hvorki væri rétt né sæmandi að ljóstra því upp nú. Öfughneigð hennar mun lengi haldast. Og þegar hin tiltekna stund rennur upp, mun skyndilega birtast það sem láta mun limu mannkynsins nötra. Þá, og aðeins þá, mun hinn himneski sigurfáni verða dreginn að hún og næturgali paradísar syngja söngljóð sitt.

Bahá'u'lláh

LLV 83:86
     
     

165 e. B.

10
11
12
13
14
15
16
17
18
19