bstar

Kalimát - Orð

line

Þessar andlegu samkomur verður að halda
af hinum mesta hreinleik og hátíðleik svo að frá
staðnum sjálfum og jörðinni sem hann er á
og loftinu sem leikur um hann
megi berast angan
hins heilaga anda.


'Abdu'l-Bahá

line

1. KalimátOrð Guðs eru lampi og ljós hans þessi orð: Þér eruð ávextir eins trés og lauf einnar greinar. Komið fram við hvern annan í innilegustu ást og samstillingu, með vináttu og bræðralagi. Sól sannleikans ber mér vitni! Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur upplýst allan heiminn. Hinn eini sanni Guð, sá sem þekkir alla hluti, ber sjálfur vitni þessum orðum.

Bahá'u'lláh

13. júlí

 

ÚRV CXXXII.
 

Fyrir vald orðanna sem hann hefur mælt getur allt mannkynið uppljómast af ljósi einingar og minningin um nafn hans getur tendrað eld í hjörtum allra manna og eytt blæjunum sem byrgja þeim sýn á dýrð hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI.
  stars  

2. Kalimát

Þessi ritningarorð, skýr og afdráttarlaus, eru tákn miskunnar Guðs þíns og uppspretta leiðsagnar öllu mannkyni. Þau eru ljós þeim sem á þau trúa, og kvalafullur eldur þeim sem snúa frá og afneita þeim.

Bábinn

14. júlí
LLV 67:65-66
 

Beit engan rangindum og sýndu öllum mönnum auðmýkt. Ver lampi þeim sem í myrkrinu ganga, fögnuður hinum syrgjandi, haf hinum þyrstu, vin hinum hryggu, verjandi og skjól fórnarlambi kúgunarinnar. Lát heiðarleik og trúmennsku einkenna allar gerðir þínar. Ver hæli hinum ókunna, smyrsl þeim sem þjáist, óvinnandi virki flóttamanninum.

Bahá'u'lláh

LLV 75:75
  stars  

3. Kalimát

Ó verundarson! Elska Mig svo að Ég megi elska þig. Ef þú elskar Mig ekki getur ást Mín á engan hátt náð til þín. Vit þetta, ó þjónn. 

Bahá'u'lláh

15. júlí
HOA 1
 

Lof sé þér, ó Drottinn. Fyrirgef syndir okkar, auðsýn okkur miskunn og ger okkur kleift að snúa aftur til Þín. Lát okkur ekki treysta á neitt nema Þig og miðla okkur af örlæti Þínu því sem Þú elskar og sæmir Þér vel. Ger háleita stöðu þeirra sem hafa trúað í sannleika og fyrirgef þeim af náðarríkri fyrirgefningu Þinni. Sannlega ert Þú hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi.

Bábinn

LLV 24:41
  stars  

4. Kalimát

Samneytið öllum mönnum, ó fylgjendur Bahá, í anda vináttu og bróðernis. Ef þér kunnið skil á tilteknum sannindum, ef þér eigið í fórum yðar gersemi sem aðrir hafa farið á mis við, veitið þeim þá hlutdeild í henni með innilegri góðvild og vináttuorðum. Sé henni veitt viðtaka, þjóni hún hlutverki sínu, er tilgangi yðar náð. Hafni einhver henni, látið hann þá einan og biðjið Guð að leiðbeina honum. Varist að sýna honum óvinsemd. 

Bahá'u'lláh

16. júlí
ÚRV CXXXII.
 

Foreldrarnir ættu að gera sitt ýtrasta til að ala börn sín upp í trú, því ef börnin skrýðast ekki þessu dýrasta skarti munu þau ekki hlýðnast foreldrum sínum sem þýðir í vissum skilningi að þau munu ekki hlýðnast Guði. Slík börn munu að sönnu ekki sýna neinum tillitsemi og gera nákvæmlega það sem þeim þóknast.

Bahá'u'lláh

HF 168
  stars  

5. Kalimát

Slík er þessi opinberun að úthelli maður sakir hennar einum blóðdropa munu ógrynni úthafa verða endurgjald hans. Varist, ó vinir, að varpa frá yður svo ómetanlegri gjöf eða vanmeta yfirskilvitlega stöðu hennar. Leiðið hugann að þeim fjölda mannslífa sem fórnað hefur verið, og enn er fórnað, í heimi ærðum af vofu einberri sem hégómlegar ímyndanir þjóða hans hafa vakið upp.

Bahá'u'lláh

17. júlí
LLV 74:74
 

Ó Drottinn! Ger öllum þjóðum jarðarinnar kleift að fá aðgang að paradís trúar þinnar svo að engin sköpuð vera megi dvelja utan marka velþóknunar þinnar.

Bábinn

LLV 26:41
  stars  
6. Kalimát

Ó, mannssonur! Ger mig þér að góðu og leita ekki annars hjálpara. Því að enginn nema ég getur nokkru sinni nægt þér.

Bahá'u'lláh

18. júlí
HOA 17
 

Upphaf allra hluta er þekkingin á Guði og endir allra hluta er staðföst hlýðni við hvaðeina, sem sent hefur verið niður frá hæsta himni hins guðdómlega vilja, sem gegnsýrir allt sem er á himnum og allt sem er á jörðu.

Bahá'u'lláh

LLV 95:101
  stars  

7. Kalimát

Seg: Guð vinnur óumdeildan sigur yfir sérhverjum sigurherra. Enginn er sá á jörðu né himni eða þar á milli sem aftrað gæti yfirskilvitlegum herradómi sigurs hans. Hann kallar til lífs það sem honum þóknast með getu ákvörðunar sinnar. Vissulega er Guð voldugasti viðhaldandinn, hjálpin og verjandinn.

Bábinn

19. júlí
LLV 65:64
 

Vér höfum  fastráðið  að  orð Guðs og allir kraftar þess skuli opinberast mönnum í fullu samræmi við þau skilyrði sem hann, hinn alvitri og alvísi, hefur sett. Vér höfum auk þess áformað að blæjan sem hylur það sé ekkert annað en þess eigið sjálf. Slíkt er að sönnu valdið sem vér höfum til að framkvæma ætlan vora. Ef orðinu væri leyft að leysa skyndilega úr læðingi alla orkuna sem í því býr gæti enginn maður borið þunga svo máttugrar opinberunar. Nei, allt sem er á himnum og á jörðu mundi flýja hana í ofboði.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXIII.
  stars  
8. Kalimát

 Ég sver við réttlæti Guðs! Sá sem á þessum degi lýkur upp munni sínum og nefnir nafn Drottins síns herskarar guðlegs innblásturs munu stíga niður yfir hann frá himni nafns míns, hins alvitra og alvísa. Yfir hann munu einnig stíga herskarar himinsins, sérhver berandi kaleik með skæru ljósi.

Bahá'u'lláh

20. júlí
ÚRV CXXIX.
 

Íhuga Móses! Hann skein frá Sinaí ljóssins á veröldina, vopnaður staf himneskra yfirráða. Prýddur hvítri hönd himneskrar þekkingar gekk hann fram frá Párán ástar Guðs og hóf upp orm valds og eilífrar tignar. Hann kallaði allar þjóðir og ættkvíslir jarðarinnar til ríkis eilífðarinnar og bauð þeim að eta af ávöxtunum af tré tryggðarinnar. Þér er án efa kunnugt um heiftuga andstöðu Faraós og þjóðar hans og um þá steina fánýtra ímyndana sem hendur trúníðinganna vörpuðu að því blessaða tré.

Bahá'u'lláh

ÚRV XII.
  stars  
9. Kalimát

Sérhver skilningsríkur áhorfandi sér að í trúarkerfi Kóransins er sannleiksgildi bókarinnar og málstaður Jesú staðfestur. Hvað nöfnum viðvíkur hefur Múhameð sjálfur sagt: „Ég er Jesús." hann skildi sannleika táknanna, spádómanna og orða Jesú og bar því vitni að allt var þetta frá Guði. Í þessum skilningi hefur enginn munur verið á persónu Jesú og ritningum hans annarsvegar og á Múhameð og hans helgu bók hinsvegar, því að báðir hafa barist fyrir málstað Guðs, sungið honum lof og opinberað boð hans. Því sagði Jesús sjálfur: „Eg fer burt og kem aftur til yðar."

Bahá'u'lláh

21. júlí
ÚRV XII.
 

Drottinn þinn hefur aldrei reist upp spámann til forna sem léti undir höfuð leggjast að kalla fólkið til Drottins síns og þessi dagur er sannlega líkur þeim dögum, ef þér hugleidduð þær ritningargreinar sem opinberaðar eru af Guði. Þegar Guð sendi spámann sinn, Múhammeð, þá var forákvarðaður á þeim degi í þekkingu Guðs endir hinnar spámannlegu hringrásar. Já, það fyrirheit hefur að sönnu verið efnt og ákvörðun Guðs verið til vegar komið eins og hann áformaði.

Bábinn

LLV 67:65
  stars  
10. Kalimát

Haldið fast við taug efnislegra gæða og setjið allt traust yðar á Guð sem sér fyrir öllum gæðum. Þegar einhver tekur sér fyrir hendur iðn eða verslun er slík atvinna fyrir augliti Guðs metin sem tilbeiðsla; og þetta er eigi annað en tákn um takmarkalausa og altæka hylli hans.

Bahá'u'lláh

22. júlí
LLV 96:105
 

Er syndarinn finnur sig frjálsan og fráhverfan öllu nema Guði ætti hann að biðja hann fyrirgefningar og afláts. Það er  eigi  leyfilegt að játa  syndir sínar  og yfirtroðslu frammi fyrir nokkrum manni með því að það hefur aldrei og mun aldrei stuðla að guðlegri fyrirgefningu. Auk þess veldur slík játning frammi fyrir fólkinu auðmýkingu og lítillækkun mannsins, og Guð — upphafin sé dýrð hans — vill ekki auðmýkingu þjóna sinna.

Bahá'u'lláh

LLV 96:106
  stars  
11. Kalimát

Ef þú hugleiddir þessa veröld og skildir fallvaltleik alls sem henni tilheyrir myndir þú ekki velja þér neitt annað hlutskipti en þjónustu við málstað Drottins þíns. Enginn myndi hafa vald til að hindra þig frá að víðfrægja lof hans þótt allir menn risu gegn þér.

Bahá'u'lláh

23. júlí
ÚRV CXLIV.
 

Takmark mitt er ekki annað en endurreisn heimsins og rósemi þjóða hans. Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika nema og þangað til eining þess er tryggilega staðfest. Þessa einingu er aldrei hægt að stofnsetja meðan menn láta heilræðin, sem penni hins hæsta hefur opinberað, sem vind um eyrun þjóta.  Fyrir vald orðanna sem hann hefur mælt getur allt mannkynið uppljómast af ljósi einingar og minningin um nafn hans getur tendrað eld í hjörtum allra manna og eytt blæjunum sem byrgja þeim sýn á dýrð hans.

  

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI.
  stars  
12. Kalimát

Ó, þjónar mínir! Þér eruð trén í garði mínum, þér verðið að bera góða og undursamlega ávöxtu svo að þér sjálfir og aðrir megi ábatast af því. Þess vegna er yður gert að skyldu að iðka iðnir og atvinnugreinar því að í þeim er fólginn leyndardómur auðsins. Ó, þér sem hafið skilning! Því árangurinn er kominn undir meðalinu og náð Guðs mun nægja yður. Tré sem ekki bera ávöxt hafa verið og munu ætíð vera eldsmatur.

Bahá'u'lláh

24. júlí
HOP 80
 

Málstaður Guðs hefur orðið tákn miskunnar hans. Sælir eru þeir sem starfa; sælir þeir sem skilja; sæll sá sem haldið hefur fast við sannleikann, aðskilinn öllu sem er á himnum og á jörðu.

Bahá'u'lláh

BL 32
  stars  

13. Kalimát

Í þessu ægibjarta trúarkerfi, þessu máttugasta veldi, hefur samt fjöldi upplýstra guðsmanna, meistarar á sviði þekkingar, fræðimenn þroskaðrar visku, náð til hirðar hans. Þeir hafa drukkið af bikar guðdómlegrar návistar hans og hlotið heiður ágætustu hylli hans. Þeir hafa hafnað heiminum og öllu sem í honum er sakir Ástvinarins.

Bahá'u'lláh

25. júlí
KI 159
 

Sérhver skilningsríkur maður kennir blygðunar er hann gengur á jörðunni, því að honum er fullljóst að uppspretta velmegunar hans, auðæfa hans, máttar, upphefðar, valds og framfara er samkvæmt ráðsályktun Guðs jörðin sjálf sem troðin er undir fótum allra manna. Enginn vafi er á því að sá sem þekkir þennan sannleika er hreinn og helgaður frá öllu drambi, hroka og hégómafíkn.

Bahá'u'lláh

BL 9
  stars  
14. Kalimát

Seg: Gleðjist eigi yfir þeim hlutum, sem þér eigið; í kvöld eru þeir yðar, á morgun munu aðrir sitja að þeim.

Bahá'u'lláh

26. júlí
ÚRV LXXI.
 

Ó, þjónn minn! Þú ert sem vel hvesst sverð, falið í myrkri slíðursins og verðmæti þess er dulið smiðnum. Kom út úr slíðri ástríðu og sjálfs svo að verðmæti þitt megi verða deginum ljósara og sýnt öllum heimi.

Bahá'u'lláh

HOP 72
  stars  
15. Kalimát

Ef þér mætið hinum niðurlægðu eða fótumtroðnu snúið ekki á brott frá þeim í fyrirlitningu því að konungur dýrðarinnar vakir yfir þeim og umvefur þá slíkri blíðu að enginn fær skilið hana nema þeir sem hafa samsamað óskir sínar og þrár vilja Drottins yðar, hins náðuga og alvísa.

Bahá'u'lláh

27. júlí
ÚRV CLXV.
 

Ó þér auðmenn jarðar! Flýið ekki andlit þurfamannsins sem liggur í duftinu, nei vingist við hann og fáið hann til að segja yður frá þeirri neyð sem hann hefur liðið vegna órannsakanlegrar ákvörðunar Guðs. Eg sver við réttlæti Guðs! Meðan þér samneytið honum munu herskarar himinsins fylgjast með yður, hafa milligöngu fyrir yðar sakir, vegsama nöfn yðar og bera lof á verk yðar. Sælir eru lærdómsmennirnir sem hreykja sér ekki af afrekum sínum; og heill þeim réttlátu sem spotta ekki hina syndugu heldur hylja misgerðir þeirra svo að þeirra eigin ávirðingar megi dyljast sjónum manna.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXV.
  stars  

16. Kalimát

Þótt tilbiðjandinn sé leystur frá eldinum þegar sönn vegsömun er flutt og hann gangi inn í paradís velþóknunar Guðs, þá ætti það ekki að vera tilgangurinn með athöfn hans. Samt streymir hylli Guðs og náð hans ætíð fram í samhljóðan við kröfur órannsakanlegrar visku hans.

Bábinn

28. júlí
LLV 53:58-59
 

Þú hefur spurt um undirstöðuatriði trúarbragðanna og fyrirmæli þeirra. Vit, að þekkingin á Guði hefur fremstan sess í trúarbrögðunum. Hún nær fyllingu sinni í viðurkenningu á guðdómlegri einingu hans sem að sínu leyti nær fyllingu sinni í þeirri yfirlýsingu að heilagur og upphafinn griðastaður hans, veldisstóll yfirskilvitlegrar hátignar hans, er helgaður frá öllum eigindum. Og vit, að í þessum tilvistarheimi verður aldrei hægt að öðlast þekkingu á Guði nema fyrir þekkingu á honum sem er dagselding guðdómlegs veruleika.

Bábinn

LLV 60, 61:62
  stars  
17. Kalimát

Ó bróðir, við ættum að opna augu okkar, hugleiða orð hans og leita athvarfs hjá opinberendum Guðs svo okkur auðnist að hlíta þeim viðvörunum sem eru gefnar í augljósum heilræðum bókarinnar og virða þær áminningar sem eru skráðar í hinum helgu töflum; að við atyrðum ekki opinberanda versanna, beygjum okkur algjörlega undir málstað hans og veitum lögmáli hans viðtöku af heilum huga, svo okkur auðnist að ganga inn í hirð náðar hans og dvelja á ströndum miskunnar hans. Hann er vissulega hinn miskunnsami og sá sem fyrirgefur þjónum sínum.

Bahá'u'lláh

29. júlí
KI 155
 

Þetta dauðlega líf mun vissulega hverfa; unaðsefni þess munu líða undir lok og áður en langt um líður munuð þér hverfa til Guðs, kvaldir iðrun, því brátt munuð þér verða reistir úr móki yðar og innan tíðar munuð þér koma í návist Guðs og verða spurðir gerða yðar.

Bábinn

LLV 67:66
  stars  
18. Kalimát

Ó, sonur minn! Samneyti við óguðlega eykur sorgir, en vinfengi við réttláta hreinsar ryðið af hjartanu. Látið þann sem óskar að samneyta Guði leita félagsskapar hans elskuðu, og þann sem vill hlusta á orð Guðs ljá eyra orðum hans útvöldu.

Bahá'u'lláh

20. júlí
HOP 56
 

Auðmýktin hefur manninn upp til himins dýrðar og valds en dramb lægir hann í djúp smánar og vesaldóms.

Bahá'u'lláh

BL 10
  stars  
19. Kalimát

Ver því þakklátur Guði fyrir að hafa styrkt þig til hjálpar málstað hans og látið blóm þekkingar og skilnings spretta í garði hjarta þíns. Þannig hefur náð hans umlukið þig og alla sköpunina. Varast að láta nokkuð hryggja þig.

Bahá'u'lláh

31. júlí
ÚRV CXXXIX.
 

Ávextirnir á tré tilverunnar eru áreiðanleiki, hollusta, sannsögli og hreinleiki. Þegar maðurinn hefur borið kennsl á einingu Guðs, upphafinn sé hann, er mikilvægasta skylda hans sú að sýna rétti foreldra sinna tilhlýðilega virðingu. Um þetta hefur verið fjallað í öllum bókum Guðs.

Bahá'u'lláh

HF 151
     
     

165 e. B.

8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19