bstar

Masá'il - Spurningar

line

Þeir munu tala allar tungur og túlka sérhverju dulda merkingu.
Þeir munu opinbera leyndardóma ríkisins og birta öllum
mönnum tákn Guðs. Þeir munu brenna skært eins og
kerti í hjarta sérhvers mannfundar og tindra
eins og stjörnur yfir öllum sjónarhringum.
Ljúfur andvarinn sem berst frá
görðum hjartna þeirra mun veita
angan og endurlífga sálir mannanna.
Opinberanir huga þeirra munu líkt og regnskúrir
endurnæra þjóðir og kynþætti heimsins.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Masá'ilÓ þjónar mínir! Í hjarta mínu skín ekkert nema ófölnandi árbjarmi guðdómlegrar leiðsagnar og af munni mínum framgengur ekkert nema kjarni sannleikans, sem Drottinn Guð yðar hefur opinberað. Fylgið því ekki jarðneskum ástríðum yðar og brjótið ekki sáttmála Guðs né rjúfið við hann heit yðar. Með algjörri einbeitni, af allri elsku hjartna yðar og fullum krafti orða yðar, snúið til hans og gangið ekki vegu hinna fávísu.

Bahá'u'lláh

12. desember

 

ÚRV CLIII.
 

Hófsemi er að sönnu afar æskileg. Hver og einn sem í einhverjum mæli snýr sér að sannleikanum getur af sjálfum sér síðar meir skilið flest allt sem hann leitar eftir. En ef orð eru látin falla í upphafi sem ofvaxin eru skilningi hans mun hann neita að hlýða á þau og rísa upp í andstöðu.

Bahá'u'lláh

KE 3
  stars  

2. Masá'il

Sannleikurinn eilífi hefur frá dagsbrún dýrðar beint augum sínum að fylgjendum Bahá og ávarpar þá svofelldum orðum: „Hefjist handa um að efia velferð og rósemi mannanna barna. Einbeitið huga yðar og vilja að uppfræðslu þjóða og ættkvísla jarðarinnar svo að deilurnar sem aðskilja þær megi fyrir vald hins mesta nafns hverfa af ásýnd hennar og allt mannkynið veita fulltingi einu skipulagi og verða sem íbúar einnar borgar.

Bahá'u'lláh

13. desember
ÚRV CLVI.
 

Upplýsið og helgið hjörtu yðar; látið þau ekki vanhelgast af þyrnum haturs eða þistlum illgirni. Þér dveljið í einum heimi og hafið verið skapaðir fyrir tilverknað eins vilja. Sæll er sá sem samneytir öllum mönnum í anda innilegustu gæsku og ástar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLVI.
  stars  

3. Masá'il

Ég sver við mitt eigið sjálf! Sá dagur nálgast er vér vindum saman veröldina og allt sem í henni er og breiðum út nýtt skipulag í hennar stað. Hann hefur vissulega vald yfir öllum hlutum.

Bahá'u'lláh

14. desember
ÚRV CXLIII.
 

Ó, vinur! Snúið ekki baki við fegurðinni eilífu fyrir fegurð, sem hlýtur að deyja, og takið ekki ástfóstri við þennan dauðlega heim duftsins.

Bahá'u'lláh

HOP 14
  stars  

4. Masá'il

Seg: Það sæmir hverjum og einum sem heldur fast við kyrtilfald vorn að vera flekklaus af öllu sem herskörum himinsins er andstyggð. Slík er ákvörðun Drottins yðar í þessari skýru töflu hans. Seg: Vísið þér ást minni á bug og fremjið það sem hryggir hjarta mitt? Hvað meinar yður að skilja það sem hinn alvitri og alvísi hefur opinberað yður?

Bahá'u'lláh

15. desember
ÚRV CXLI.
 

Oss er vissulega kunnugt um gerðir yðar. Ef vér finnum af þeim ljúfa angan hreinleika og heilagleika, munum vér sannlega blessa yður. Þá munu tungur íbúa paradísar færa yður lof og mikla nöfn yðar á meðal þeirra sem hafa nálgast Guð.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLI.
  stars  

5. Masá'il

Guð hefur gert hverjum og einum að skyldu að kenna málstað sinn. Hver sem rís upp til að rækja þessa skyldu verður áður en hann kunngerir boðskapinn að skrýða sig djásni heiðvirðs og lofsverðs lundernis svo að orð hans megi laða að sér hjörtu þeirra sem eru næmir á kall hans. Án þess getur hann aldrei vonast til að hafa áhrif á þá sem á hann hlusta.

Bahá'u'lláh

16. desember
ÚRV CLVIII.
 

Það er ósk vor og þrá, að hver og einn yðar megi verða mönnunum uppspretta alls góðs og fordæmi hreinlyndis öllu mannkyni. Varist að taka sjálfa yður fram yfir náunga yðar. Festið sjónir yðar á honum, sem er musteri Guðs meðal manna. Hann hefur að sönnu látið líf sitt í sölurnar til þess að endurleysa heiminn.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLVI.
  stars  
6. Masá'il

Sá trúir í sannleika á einingu Guðs sem á þessum degi telur hann ómælanlega hátt hafinn yfir allan þann samanburð og tákn sem menn hafa á takteinum um hann. Sá hefur ratað í hrapallega villu sem telur að þessi samanburður og tákn eigi við Guð sjálfan.

Bahá'u'lláh

17. desember
ÚRV CLX.
 

Ó hverfuli skuggi! Rís yfir óæðri stig efans og stíg upp til upphafinna hæða vissunnar. Opna auga sannleikans, að þú megir líta fegurðina blæjulausa og hrópa: Heilagur sé Drottinn, ágætastur allra skapara.

Bahá'u'lláh

HOP 19
  stars  

7. Masá'il

Guð er upphafinn yfir alla vegsömun og allt sem um hann er sagt, öll lofsyrði og allan samanburð.  Ekkert sem skapað er getur skilið hann, en hann skilur í sannleika alla hluti. Jafnvel þegar sagt er "ekkert sem skapað er getur skilið hann" á það við spegil opinberunar hans, það er að segja hann sem Guð mun opinbera. Að sönnu er hann of hár og upphafinn til þess að nokkur geti gefið hina minnstu vísbendingu um hann.

Bábinn

18. desember
SWB 112
 

Hið mesta nafn ber mér vitni! Hve hryggilegt væri það ef maðurinn festi hjarta sitt á þessum degi við hverfula jarðneska hluti! Rísið og fylgið málstað Guðs af staðfestu. Sýnið hver öðrum innilegustu ást. Gjöreyðið sakir ástvinarins blæju sjálfsins með loga hins ódeyjandi elds og samneytið náunga yðar með fagnandi ásjónum, geislandi af ljósi.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLVII.
  stars  
8. Masá'il

Frjálsræðið leiðir manninn til að fara yfir mörk hófseminnar og skerða tign stöðu sinnar. Það lægir hann í djúp spillingar og vonsku. Lítið á mennina sem hjörð sem þarf hirði sér til verndar. Þetta er sannlega traustur og áreiðanlegur sannleiki. Vér samþykkjum frjálsræði við tilteknar aðstæður en neitum að fallast á það í öðrum. Vér erum sannlega sá sem allt þekkir.

Bahá'u'lláh

19. desember
ÚRV CLIX.
 

Frjálsræði hlýtur að lokum að leiða til undirróðurs og enginn getur slökkt loga þess. Þannig áminnir yður Drottinn reikningsskilanna, hinn alvísi. Vitið að holdtekja frjálsræðis og tákn þess er dýrið. Það sem sæmir manninum er að beygja sig undir þær hömlur sem vernda hann fyrir sinni eigin fáfræði og verja hann atlögum illvirkjans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIX.
  stars  

9. Masá'il


Náð vor umvefur í sannleika allt sem dvelur í ríkjum jarðar og himins og allt sem þar er á milli. Þó geta sálir sem hafa byrgt sig líkt og með blæju aldrei fengið hlutdeild í úthellingu náðar Guðs.

Bábinn

20. desember
SWB 39
 

Ó sonur andans! Bið mig þess ekki, sem vér ekki æskjum fyrir þig. Lát þér nægja það, sem vér höfum ákvarðað þér, því aðeins það stoðar þér, ef þú gerir þér það að góðu.

Bahá'u'lláh

HOA 18
  stars  
10. Masá'il

Staðfesta þín í málstað Guðs verður að vera slík að enginn jarðneskur hlutur geti sveigt þig frá skyldu þinni. Þótt öfl jarðarinnar fylki sér gegn þér, þótt allir menn deili við þig, verður þú að standa stöðugur.

Bahá'u'lláh

21. desember
ÚRV CLXI.
 

Ó fólk jarðar! Hver sá sem hlýðir minningu Guðs og bók hans hefur í sannleika hlýtt Guði og hans útvöldu og í því lífi sem kemur mun hann í návist Guðs teljast til íbúa paradísar velþóknunar hans.

Bábinn

SWB 42
  stars  
11. Masá'il

Ó mannssonur! Eilífð mín er handaverk mitt – ég hefi skapað hana fyrir þig. Ger hana að klæðum musteris þíns. Eining mín er sköpun mín – ég hefi gert hana fyrir þig. Íklæð þig henni, svo þú megir að eilífu verða opinberun ævarandi verundar minnar.

Bahá'u'lláh

22. desember
HOA 64
 

Leyndardómum líkamsdauðans og endurkomu mannsins hefur ekki verið ljóstrað upp og enn eru þeir ólesnir. Eg sver við réttlæti Guðs! Væru þeir afhjúpaðir mundu þeir fylla suma slíkum ótta og sorg að þeir tortímdust, en vekja öðrum slíka gleði að þeir óskuðu sér dauða og sárbændu, fullir óslökkvandi löngunar, hinn eina sanna Guð, upphafin sé dýrð hans, að hraða endadægri þeirra.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXV.
  stars  
12. Masá'il

Markmið hins eina sanna Guðs, upphafin sé dýrð hans, með því að opinbera sig mönnum er að afhjúpa þá gimsteina sem liggja faldir í námu hins sanna og innsta sjálfs þeirra. Kjarni trúar Guðs og trúarbragða hans á þessum degi felst í því að hinum ýmsu samfélögum jarðar og margvíslegu trúarkerfum leyfist aldrei að ala á fjandskap meðal manna.

Bahá'u'lláh

23. desember
ÚRV CXXXII.
 

Þessar meginreglur og lagafyrirmæli, þessi tryggilega grundvölluðu og máttugu kerfi, koma frá einni uppsprettu og eru geislar eins og sama ljósgjafa. Muninn á þeim ber að rekja til mismunandi þarfa þeirra tíma, er þau voru opinberuð.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXII.
  stars  

13. Masá'il

Hvaðeina sem vitringarnir og dulspekingarnir hafa sagt og skrifað hefur aldrei og getur aldrei sigrast á þeim takmörkunum sem endanlegur hugur mannsins er háður. Hversu hátt sem hugir hinna upphöfnustu meðal manna geta svifið, hversu djúpt sem hið sjálflausa og skilningsríka hjarta kafar, getur sá hugur eða það hjarta aldrei sigrast á sköpun sinna eigin hugmynda og afurðum síns eigin huga.

Bahá'u'lláh

24. desember
ÚRV CXLVIII.
 

Seg: vissulega getur sérhver fylgjandi þessarar trúar með leyfi Guðs sigrast á öllu sem dvelur á himnum og jörðu og hvarvetna þar á milli, því þetta er án nokkurs vafa hin eina sanna trú. Óttist því ekki og verið ekki hryggir.

Bábinn

SWB 153
  stars  
14. Masá'il

Ó mannssonur! Gef þurfamönnum mínum auðæfi mín, svo að þú megir á himni ausa af gnótt ófölnandi ljóma og fjárhirslum ótortímanlegrar dýrðar. En við líf mitt! Að fórna sál þinni er ennþá dýrlegra, gætir þú aðeins séð með mínum augum.

Bahá'u'lláh

25. desember
HOA 57
 

Ein réttlát gerð býr yfir krafti sem getur upphafið duftið að því marki að það rísi ofar himni himnanna. Hún getur slitið öll bönd og hefur vald til að endurnýja kraftinn sem hefur gengið til þurrðar og eyðst.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXI.
  stars  
15. Masá'il

Þetta helga land hefur verið nefnt og það vegsamað í öllum heilögum ritningum. Þar hafa spámenn Guðs og hans útvöldu birst. Þetta er eyðimörkin þar sem allir boðberar Guðs hafa reikað, þaðan sem hróp þeirra: „Hér er ég, hér er ég, ó Guð minn" hefur borist. Þetta er fyrirheitna landið þar sem opinberanda Guðs var fyrirhugað að birtast.

Bahá'u'lláh

26. desember
ÚRV CLXIV.
 

Sannur leitandi sækist ekki eftir neinu nema viðfangi leitar sinnar og elskhuginn hefur enga þrá aðra en að sameinast þeim sem hann elskar. Ekki heldur mun leitandinn ná marki sínu nema hann fórni öllum hlutum. Það er: allt sem hann hefur séð, heyrt og skilið, verður hann að virða einskis svo hann hljóti inngöngu í ríki andans, sem er borg Guðs.

Bahá'u'lláh

DS 13
  stars  
16. Masá'il

Sjá hvernig margvíslegar miskunnsemdir Guðs, sem falla úr skýjum guðlegrar dýrðar, hafa á þessum degi umlukið heiminn. Því áður fyrr leitaði sérhver elskandi ástvinar síns og grátbændi hann, en nú er það ástvinurinn sjálfur sem kallar á elskhuga sína og býður þeim að koma á fund sinn.

Bahá'u'lláh

27. desember
ÚRV CLI.
 

Ó þú hvikula form duftsins! Ég þrái samneyti við þig, en þú vilt eigi setja traust þitt á mig. Sverð uppreisnar hefur höggvið upp tré vonar þinnar. Ég er ævinlega nálægur þér, en þú ert ætíð fjarri mér. Ég hefi útvalið þér ótortímanlega dýrð, en þú hefur kosið þér takmarkalausa smán. Snú við meðan enn er tími og lát eigi tækifærið sleppa þér úr greipum.

Bahá'u'lláh

HOP 21
  stars  
17. Masá'il

Ég sver við réttlæti Guðs! Heimurinn og hégómi hans, dýrð hans og öll þau unaðsefni, sem hann hefur upp á að bjóða, eru fyrir augliti Guðs jafn lítils virði, nei jafnvel fyrirlitlegri, en duft og aska. Ef aðeins hjörtu mannanna gætu skilið það! Hreinsið yður kostgæfilega, ó fylgjendur Bahá, af saurgun heimsins og öllu sem honum tilheyrir. Guð sjálfur ber mér vitni. Jarðneskir hlutir sæma yður ekki. Látið þá eftir þeim sem kunna að ágirnast þá, og festið sjónir á þessari ginnhelgu og geislandi sýn.

Bahá'u'lláh

28. desember
ÚRV CXXXIX.
 

Fegrið tungur yðar, ó menn, með sannsögli, og prýðið sálir yðar djásni heiðarleika. Varist, ó menn, að fara sviksamlega að nokkrum. Verið trúnaðarmenn Guðs meðal skepna hans og tákn örlætis hans meðal fólks hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXVI.
  stars  
18. Masá'il

Ó, félagi hásætis míns!  Heyr ekki illt og sjá ekki illt. Niðurlægðu ekki sjálfan þig, grát hvorki né andvarpa. Mæl ekki illt, til að þannig verði ekki mælt til þín og mikla ekki ávirðingar annarra til þess að þínar eigin ávirðingar sýnist ekki miklar. Óska engum lægingar til þess að þín eigin læging verði ekki afhjúpuð. Lifðu síðan ævidaga þína, sem eru skemmri en hvikult andartak, með flekklausan huga, hjartað ósaurgað, hugsanir þínar hreinar og eðli þitt helgað, svo að þú megir, frjáls og glaður, skiljast við þessa dauðlegu umgjörð og hverfa til hinnar dulrænu paradísar og dveljast í ríkinu óforgengilega að eilífu.

Bahá'u'lláh

29. desember
HOP 44
 

Sýnið viðleitni, að þér megið birta þjóðum jarðarinnar tákn Guðs og endurspegla boð hans. Látið gerðir yðar verða leiðsögn öllu mannkyni, því að orð flestra manna, hárra og lágra, eru frábrugðin framferði þeirra. Það er með gerðum yðar sem þér getið auðkennt yður frá öðrum.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXIX .
  stars  
19. Masá'il

Það sem sæmir yður er ást Guðs og ást hans, sem opinberar kjarna Guðs, og hlýðni við hvaðeina sem hann kýs að fyrirskipa yður, ef aðeins þér vissuð það.

Bahá'u'lláh

30. desember
ÚRV CXXXIX .
 

Heyrið mig, ó dauðlegu fuglar! Í rósagarði óbrigðuls ljóma er jurt byrjuð að blómstra. Í samanburði við hana eru öll önnur blóm sem þyrnar og í dýrðarbirtu hennar hlýtur innsti veigur fegurðar að fölna upp og visna.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLI.
     
     

165 e. B.

16
17
18
19