bstar

'Ilm - Þekking

line

Sól sannleikans hefur risið til að upplýsa
alla jörðina og færa samfélagi mannsins andlegleika.
Lofsverður er árangur þess og ávextirnir af því,
ríkulegur hinn heilagi vitnisburður, sem af því
hlýst. Þetta er tærust miskunn og hreinust hylli;
það er ljós heiminum og öllum þjóðum hans;
það er samstilling og bræðralag,
ást og samstaða; það er að sönnu
samúð og eining og endir á framandleika;
það er að vera eitt með öllum á jörðunni
í fullkomnum virðuleik og frelsi.

'Abdu'l-Bahá

line

1. 'IlmVegsamaður og dýrlegur sért þú, ó Guð! Gef að sá dagur nálgist óðfluga er við göngum í návist þína. Gleð hjörtu okkar með mætti ástar þinnar og velþóknunar og ger okkur staðfasta, svo að við gefum okkur fúslega undir þinn vilja og þína ákvörðun. Vissulega umlykur þekking þín alla hluti sem þú hefur skapað og munt skapa, og himneskur máttur þinn yfirstígur allt sem þú hefur kallað og munt kalla til lífs. Engan ber að tigna nema þig, engan ber að þrá nema þig, engan ber að tilbiðja nema þig og ekkert ber að elska nema velþóknun þína.

Bábinn

16. október

 

LLV 33:46
 

Ó verundarsonur! Voldugum höndum gerði ég þig og styrkum fingrum skóp ég þig og í brjóst þér hefi ég lagt kjarna ljóss míns. Ger þér þetta að góðu og leita einskis annars, því að verk mitt er fullkomið og boð mín bindandi. Treyst því og drag það ekki í efa.

Bahá'u'lláh

HOA 12
  stars  

2. 'Ilm

Frjálsræði hlýtur að lokum að leiða til flekunar og enginn getur slökkt loga þess. . . vitið, að holdtekja frjálsræðis og tákn þess er dýrið. Það sem sæmir manninum er að gefa sig undir þær hömlur, sem vernda munu hann fyrir eigin fáfræði og varðveita hann fyrir atlögum illvirkjans.

Bahá'u'lláh

17. október
ÚRV CLIX.
 

Úr heiminum öllum hefir hann útvalið hjörtu þjóna sinna og gert þau að sæti opinberunar dýrðar sinnar. Helgið þau því frá sérhverri saurgun til þess að það, sem þau voru sköpuð fyrir, megi greypt verða á þau.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXXVI.
  stars  

3. 'Ilm

Hið sanna frjálsræði er fólgið í hlýðni mannsins við boð mín, svo lítt sem yður er það kunnugt. Ef menn gættu þess, sem vér höfum sent þeim frá himni opinberunar mundu þeir vissulega verða alfrjálsir.

Bahá'u'lláh

18. október
ÚRV CLIX.
 

Seg: Það frjálsræði, sem gagnar yður er hvergi að finna nema í fullkominni þjónustu við Guð, sannleikann eilífa. Sá sem smakkað hefir sætleik þess mun neita að skipta á því fyrir ríki himins og jarðar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIX.
  stars  

4. 'Ilm

Þegar farvegur mannssálarinnar hreinsast af allri veraldlegri og tálmandi aðloðun skynjar hann undantekingarlaust anda hins elskaða yfir ómælanlegar vegalengdir og kemst með fulltingi ilms hans til borgar fullvissunnar og gengur inn í hana. Þar mun hann skynja undur fornrar visku og nema allar hinar huldu kenningar af skrjáfandi laufum trésins sem blómgast í þeirri borg.

Bahá'u'lláh

19. október
BF 141
 

Sá sem engu skeytir um það sem hönd Guðs vilja hefur reitt fram lifir í auðsærri villu. Vinátta og réttsýni í hegðun eru til merkis um sanna trú, ekki sundurlyndi og prettir.

Bahá'u'lláh

ÚRV C.
  stars  

5. 'Ilm

Ó sonur andans! Bið mig þess ekki, sem vér ekki óskum þér til handa. Lát þér nægja það sem vér höfum ákvarðað þér, því aðeins það stoðar þér ef þú gerir þér það að góðu.

Bahá'u'lláh

20. október
HOA 18
 

Færið Guði þakkir því að þér hafið fengið ósk hjartna yðar uppfyllta og sameinast honum sem er fyrirheit allra þjóða. Standið vörð um flekkleysi þeirrar stöðu sem þér hafið náð með hjálp hins eina sanna Guðs — mikluð sé dýrð hans — og haldið fast við það sem mun fulltingja málstað hans.

Bahá'u'lláh

LLV 74:74
  stars  
6. 'Ilm

Ó þjónn minn! Bestir manna eru þeir, sem vinna fyrir sér með köllun sinni og verja ávöxtum erfiðis síns á sjálfa sig og ættingja sína sakir ástar á Guði, drottni allra veraldanna.

Bahá'u'lláh

21. október
HOP 82
 

Hin mikla verund segir: Ó ástvinir mínir! Tjaldbúð einingarinnar hefur verið reist, lítið ekki hver á annan sem ókunnuga. Þér eruð ávextir eins trés og lauf einnar greinar. Vér berum þá von í brjósti að ljós réttlætisins megi skína á jörðina og hreinsa hana af harðstjórn. Ef valdsherrar og konungar jarðarinnar, tákn yfirráða Guðs, upphafin sé dýrð hans, rísa upp og einsetja sér að helga sig hverju því sem eflir helstu hagsmuni alls mannkyns, verður ríki réttlætis vissulega grundvallað meðal mannanna barna og birtan af ljósi þess mun umvefja alla jörðina.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXI.
  stars  

7. 'Ilm

Upphaf alls lærdóms er þekking á Guði, upphafin sé dýrð hans, og þetta er ekki hægt að öðlast nema fyrir þekkingu á guðdómlegri Birtingu hans.

Bahá'u'lláh

22. október
LLV 78:83
 

Hafið aðgát, þér menn, og heyrið ekki þeim til sem gefa góð ráð öðrum en gleyma því að fylgja þeim sjálfir. Orð slíkra manna og handan þeirra orða veruleiki allra hluta, og handan þess veruleika þeir englar sem nálægir eru Guði, bera fram ákæru á hendur þeim fyrir fláttskap.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXVIII.
  stars  
8. 'Ilm

Sérhver sjúkleiki sem hrjáir líkama mannsins er meinbugur sem tálmar sálinni að birta áskapaðan mátt sinn og vald.

Bahá'u'lláh

23. október
ÚRV LXXX.
 

Þú ert Drottinn okkar og Drottinn alls, sem skapað er. Engan áköllum við nema þig og einskis förum við á leit nema hylli þinnar. Þú ert Drottinn örlætis og náðar, ósigrandi í krafti þínum og fremstur allra í áformum þínum. Enginn er Guð nema  þú,   eigandi   alls,  hinn  upphafnasti. Veit blessanir þínar, ó Drottinn minn, boðberunum, hinum heilögu og réttlátu.

Bábinn

LLV 32:45
  stars  
9. 'Ilm

Þér eruð stjörnur á himni skilnings, andvari morgunsins, lygn vötn sem allt mannlíf er háð, bókstafir greyptir á heilagt bókfell hans. Sýnið viðleitni í algjörri einingu og anda fullkominnar vináttu, svo að þér megið vinna þau afrek sem eru verðug þessum degi Guðs.

Bahá'u'lláh

24. október
ÚRV XCVI.
 

Ó þú sem ert smiður himnanna og jarðarinnar, ó Drottinn konungsríkisins! Þú þekkir gjörla leyndarmál hjarta míns en verund Þín er órannsakanleg öllum nema sjálfum þér. Þú sérð hvaðeina sem er af mér og engum er það megnugt nema þér. Veit mér sakir náðar þinnar það sem mun gera mig óháðan öllum nema þér. Gef að ég megi uppskera ábata lífs míns í þessum heimi og hinum næsta. Opna fyrir ásjónu minni hlið náðar þinnar og veit mér af mildi þinni blíða miskunn þína og gjafir.

Bábinn

LLV 32:45
  stars  
10. 'Ilm

Snú því við og fylg Guði staðfastlega, hreinsa hjarta þitt af veröldinni og hégóma hennar og leyf ekki ást á neinum aðskotahlut að taka sér þar bólfestu. Ekki fyrr en þú hefur hreinsað hjarta þitt af sérhverjum votti slíkrar ástar getur birtan af ljósi Guðs fyllt það, því Guð hefur ekki gefið neinum meira en eitt hjarta.

Bahá'u'lláh

25. október
ÚRV CXIV.
 

Þessir spámenn og hinir útvöldu Guðs veita viðtöku og opinbera allar hinar óumbreytanlegu eigindir og nöfn Guðs. Þeir eru speglarnir sem í sannleika og trúfesti endurspegla ljós Guðs. Hvað eina sem hægt er að eigna þeim er í raun hægt að eigna Guði sjálfum sem er bæði hinn sýnilegi og ósýnilegi.

Bahá'u'lláh

BF 101
  stars  
11. 'Ilm

Vit að sérhver skapaður hlutur er tákn opinberunar Guðs. Sérhver þeirra er tákn hins almáttuga í samræmi við getu sína og mun ætíð verða það. Hinn allsráðandi Drottinn hefur viljað opinbera yfirráð sín í ríki nafna og eiginda og því hefur sérhver skapaður hlutur verið gerður að tákni dýrðar hans fyrir tilverknað hins guðlega vilja. Svo gjörtæk og alltumlykjandi er þessi opinberun að ekki er hægt að koma auga á neitt í öllum alheimi sem ekki endurspeglar dýrð Guðs.

Bahá'u'lláh

26. október
ÚRV XCII.
 

Hver sem staðfastlega fylgir réttlætinu getur ekki undir neinum kringumstæðum farið yfir mörk hófseminnar. Hann skynjar sannleikann í öllum hlutum með handleiðslu hins alsjáanda.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLXIV.
  stars  
12. 'Ilm

Er nokkur sá er firrir erfiðleikum nema Guð? Seg: lof sé Guði, Hann er Guð! Allir eru þjónar Hans og allir lúta boðum Hans.

Bábinn

27. október
LLV 37:48
 

Sverð dyggðugrar skapgerðar og grandvarrar breytni er hvassara en stálsegg.

Bahá'u'lláh

BL 6
  stars  

13. 'Ilm

Kjarni auðlegðar er ást til Mín; sá sem elskar Mig er eigandi allra hluta, og sá sem elskar mig ekki, tilheyrir í sannleika hinum snauðu og þurfandi. Þetta er það sem fingur dýrðar og ljóma hefur opinberað. 

Bahá'u'lláh

28. október
LLV 78:83
 

Hinn eini sanni Guð, vegsömuð sé dýrð hans, hefur falið konungunum stjórn jarðarinnar. Engum er réttur gefinn til að aðhafast neitt sem gengur gegn yfirveguðum sjónarmiðum þeirra sem hafa völdin. Það sem hann hefur áskilið sér eru borgir mannshjartnanna og lyklarnir að þeim eru ástvinir sannleikans alvalda á þessum degi.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXV.
  stars  
14. 'Ilm

Varist að ásælast eigur náunga yðar. Sýnið að þér séuð verðugir trausts hans og trúnaðar og meinið ekki hinum snauðu um gjafirnar sem yður hafa gefist sakir náðar Guðs. Hann mun vissulega umbuna þeim sem iðka hið góða og tvöfalda endurgjald þeirra fyrir það sem þeir hafa gefið. Enginn er Guð nema hann. Öll sköpunin og veldi hennar eru hans. Hann gefur gjafir sínar hverjum sem hann vill og hverjum sem hann vill meinar hann um þær. Hann er gjafarinn mikli, hinn góðsami og örlátasti.

Bahá'u'lláh

29. október
ÚRV CXXVIII.
 

Ó Guð okkar! Þú þekkir í sannleika hið óséða. Ákvarða okkur þau gæði sem alltumlykjandi þekking þín getur útdeilt. Þú ert hinn yfirbjóðandi Drottinn, hinn almáttugi, hinn ástfólgnasti.

Bábinn

LLV 29:43
  stars  
15. 'Ilm

Væntið þess ekki, að þeir sem brjóta fyrirmæli Guðs séu trausts verðir né einlægir í þeirri trú sem þeir játa. Forðist þá og verið stranglega á verði gagnvart yður sjálfum til þess að prettir þeirra og tálsnörur skaði yður ekki.

Bahá'u'lláh

30. október
ÚRV CXIV.
 

Seg: Ó þér skilningslausir! Mikil ógæfa fer á hæla yðar og mun skyndilega hremma yður. Vaknið svo að hún megi líða hjá og ekki vinna yður miska. Viðurkennið að nafn Drottins, Guðs yðar, sem er kominn til yðar í mikilleik dýrðar sinnar, ber háleit einkenni. Hann er vissulega sá sem allt þekkir, eigandi alls, verndarinn æðsti.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXV.
  stars  
16. 'Ilm

Siðmenningin sem lærðir skýrendur lista og vísinda hafa í hávegum mun færa mönnunum mikið böl, ef hófs er ekki gætt. Þannig áminnir yður hann sem allt þekkir. Verði hún öfgum að bráð, mun hún reynast jafn frjó uppspretta ills og hún var góðs, þegar henni voru reistar hóflegar skorður.

Bahá'u'lláh

31. október
ÚRV CLXIV.
 

Set undir öllum kringumstæðum allt þitt traust á Guð og fest sjónir á honum og snú baki við öllum sem hafna sannleika hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXVI.
  stars  
17. 'Ilm

Ó verundarsonur! Minnstu mín á jörðu minni, svo ég megi muna þig á himni mínum. Þannig munu mín augu og þín fá huggun.

Bahá'u'lláh

1. nóvember
HOA 43
 

Gef mér, ó Guð minn, fullan mæli ástar þinnar og velþóknunar og ger hjörtu okkar bergnumin með aðlöðun skínandi ljóss þíns, ó þú sem ert hinn æðsti vitnisburður og hinn aldýrlegi. Send niður yfir mig, sem tákn um endurlífgandi andblæ þinn á degi og að næturþeli, ó örláti Drottinn.

Bábinn

LLV 28:42
  stars  
18. 'Ilm

Hugleiddu liðna tíma. Hversu margir, bæði háir og lágir, hafa ekki á öllum tímum beðið óþreyjufullir eftir birtingu Guðs í heilögum persónum hans útvöldu? Hve oft hafa þeir ekki vænst komu hans, hve oft beðið þess að blæ guðlegrar miskunnar mætti anda yfir og hin fyrirheitna fegurð fella huliðsblæjuna og opinbera sig öllum heimi? Og ætíð þegar hlið náðarinnar opnuðust, ský himneskrar gjafmildi sendu regn sitt yfir mannkynið og ljós hins ósýnilega birtist yfir sjónarrönd himnesks máttar afneituðu þeir honum allir sem einn og sneru baki við ásjónu hans — ásjónu Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

2. nóvember
BF 6
 

Þú hefur einnig spurt mig um ástand sálarinnar eftir viðskilnaðinn við líkamann. Vit í sannleika að ef sál mannsins hefur gengið á vegum Guðs mun hún vissulega hverfa aftur til dýrðar ástvinarins.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXI.
  stars  
19. 'Ilm

Yður ber skylda á þessum degi til þess að rísa með himnesku valdi og dreifa með tilstyrk þekkingar efasemdum þjóða heimsins, svo að allir menn megi helgast og beina skrefum sínum til Hafsins mesta og halda fast við það, sem Guð hefur ákvarðað.

Bahá'u'lláh

3. nóvember
BL 16
 

Þú fyrirgefur þeim af þjónum þínum sem þér þóknast. Sannlega ert þú sá sem ætíð fyrirgefur, sá sem allt elskar. Alls ekkert getur umflúið þekkingu þína og ekkert er þér dulið.

Bábinn

LLV 35:47
     
     

165 e. B.

13
14
15
16
17
18
19