bstar

'Azamat - Tign

line

Hvert og eitt yðar verður að hafa hugann við að gleðja
aðra á þeim fundi og gera þá hamingjusama.
Hver og einn viðstaddur verður að líta á hina
sem sér betri og meiri og telja sjálfan sig óverðugri.
Vitið þeirra stöðu háa en yðar eigin stöðu lága.
Vitið með vissu að ef þér breytið samkvæmt þessu
er sú hátíð hið himneska matborð
og sá málsverður heilög kvöldmáltíð.
Ég er þjónn þeirrar hátíðar.

'Abdu'l-Bahá

line

1. 'AzamatRísið upp, ó menn, og fastráðið með mætti Guðs að sigrast á yðar eigin sjálfi svo að öll jörðin megi frelsast og helgast frá þjónkun sinni við skurðgoð fánýtra ímyndana sinna – guði sem bera ábyrgð á og valdið hafa slíku tjóni og eymd vesalla dýrkenda sinna. Þessi skurðgoð eru sú hindrun sem tefur manninn í þroskaviðleitni hans á vegi fullkomnunar.

Bahá'u'lláh

17. maí

 

ÚRV XLIII.
 

Staða fullkominnar sjálfslausnar er æðri öllum öðrum stöðum og verður það framvegis.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLX
  stars  

2. 'Azamat

Ó vegfarandi á vegi Guðs! Tak skerf þinn úr hafi náðar hans og svipt þig ekki þeim hlutum sem dyljast í djúpum þess. Tilheyr þeim sem hafa fengið hlutdeild í fjársjóðum þess. Ef agnarsmáum dropa úr því hafi væri dreift yfir allt sem er á himnum og jörðu, mundi hann nægja til að auðga það af veglyndi Guðs, hins almáttuga og alvitra, hins alvísa. Fyllið hendur sjálfsafneitunar lífgefandi vötnum þess og dreifið yfir allt sem skapað er, svo það megi hreinsast af öllum mannlegum takmörkunum og nálgast máttugt aðsetur Guðs, þennan helgaða og skínandi reit.

Bahá'u'll´áh

18. maí
ÚRV CXXIX.
 

Þetta er dagurinn þegar hafdjúp náðar Guðs hafa verið opinberuð mönnum og sól ástúðar hans og gæsku vafið þá geislum sínum, dagurinn þegar ský gjafmildi hans hafa yfirskyggt allt mannkynið. Nú er tími til þess kominn að hressa og endurnæra hina döpru með styrkjandi andvara ástar og bræðralags og lifandi vatni vináttu og umburðarlyndis.

Bahá'u'lláh

ÚRV V.
  stars  

3. 'Azamat

Uppspretta hugrekkis og krafts er boðun Guðs orðs og staðfesta í ást hans.

Bahá'u'lláh

19. maí
LLV 78:82
 

Guð er að sönnu skapari allra hluta. Hann gefur ríkulega næringu þeim, sem hann vill. Hann er skaparinn, uppspretta allrar verundar, mótandinn, hinn almáttugi, smiðurinn, hinn alvitri. Hann ber hin ágætustu nöfn í öllum himnunum og á jörðunni og hvarvetna þar á milli. Allir gera boð hans og allir íbúar jarðarinnar og himinsins vegsama lofgjörð hans og til hans munu allir snúa aftur.

Bábinn

LLV 29:44
  stars  

4. 'Azamat

Orði Guðs má líkja við teinung sem hefur verið gróðursettur í hjörtum manna. Yður ber skylda til að hlúa að vexti hans með lifandi vatni visku, helgaðra og heilagra orða, svo að hann megi skjóta rótum og greinar hans vaxa til himins og honum ofar.

Bahá'u'lláh

20. maí
RUHI 2, 1:4
 

Vita skalt þú í sannleika, að sálin heldur áfram að þróast eftir viðskilnaðinn við líkamann uns hún kemst í návist Guðs, í þesskonar ástandi og ásigkomulagi að hvorki framrás alda og árþúsunda né breytingar og umskipti þessa heims geta náð til hennar. Hún varir jafn lengi og ríki Guðs, yfirráð hans, vald og herradómur. Hún birtir tákn Guðs og eigindir hans og opinberar ástríki hans og hylli.

Bahá'u'lláh

RUHI 1, 3:3
  stars  

5. 'Azamat

Allir menn hafa verið skapaðir til að stuðla að síframsækinni siðmenningu. Hinn almáttugi ber mér vitni. Það sæmir eigi manninum að hegða sér eins og dýr merkurinnar. Þær dyggðir sem hæfa tign hans eru umburðarlyndi, miskunn, samúð og ástríki gagnvart öllum þjóðum og kynkvíslum jarðarinnar.

Bahá'u'lláh

21. maí
ÚRV CIX
 

Sjálfslausn er eins og sólin. Í hverju því hjarta sem hún skín kæfir hún eld ágirndar og sjálfs. Sá sem hefur sjón, upplýsta af ljósi skilnings, mun vissulega slíta sig frá heiminum og hégóma hans. Lát ekki heiminn og viðurstyggð hans hryggja yður. Sæll er sá sem fyllist ekki hégóma við auðlegð né sorg við fátækt.

Bahá'u'lláh

RUHI 2, 1:6
  stars  
6. 'Azamat

Ó sonur duftsins! Sannlega segi ég þér: Gálausastur allra manna er sá, sem þrætir fáfengilega og reynir að upphefja sig yfir bróður sinn. Seg, ó bræður: Látið gerðir, en ekki orð, vera prýði yðar.

Bahá'u'lláh

22. maí
HOP 5
 

Hver sem rís upp til að kenna málstað vorn verður að leysa sig úr viðjum allra jarðneskra hluta og líta ævinlega á sigur trúar vorrar sem æðsta markmið sitt.

Bahá'u'lláh

RUHI 2, 1:9
  stars  

7. 'Azamat

Yfirlýsingar
hátíð Bábsins

Þessir eru þeir dagar þegar Guð hefur látið dagstjörnu sannleikans ljóma geislandi. Hversvegna eruð þér þá þöglir? Þessir eru hinir fyrirheitnu dagar sem þér á umliðnum tímum hafa beðið eftir löngunarfullir — þeir dagar er guðdómlegt réttlæti fer í hönd. Færið Guði þakkir, ó þér hersing hinna trúuðu.

Bábinn

23. maí
LLV 67:66
 

Guð er helgaður frá þjónum sínum og engin bein tengsl eru nokkru sinni milli hans og nokkurs sem skapað er, en þér hafið aftur á móti allir orðið til að boði hans. Vissulega er hann Drottinn yðar og Guð, meistari yðar og konungur. Hann ákvarðar hreyfingar yðar að vild sinni á degi og að næturþeli.

Bábinn

SWB 131
  stars  
8. 'Azamat

Sýnið hver öðrum umburðarlyndi, góðsemi og kærleika. Sé einhverjum yðar ókleift að skilja tiltekin sannindi, eða hann reyni að koma auga á þau, sýnið honum fyllstu gæsku og góðvild er þér ræðið við hann. Hjálpið honum að skilja og og skynja sannleikann án þess að telja sjálfa yður honum meiri eða fremri á nokkurn hátt.

Bahá'u'lláh

24. maí
ÚRV V.
 

Ég bý yður undir komu mikils dags. Sýnið ítrustu viðleitni til þess að í þeim heimi sem kemur megi ég, sem nú fræði yður, gleðjast yfir gerðum yðar og afrekum frammi fyrir náðarhásæti Drottins. Leyndardómur dagsins sem er í vændum er dulinn. Ekki er hægt að skýra frá honum né leggja á hann mat. Nýfætt barn á þeim degi skarar fram úr mestu vitringum og virðingarmönnum okkar tíma og hinn lítilsvirtasti og fáfróðasti þess tíma hefur meiri skilning en lærðustu og hæfustu guðsmenn þessarar aldar.

Bábinn

RUHI 4, 2:11
  stars  
9. 'Azamat

Veröldin er leiksýning ein, fánýt og tóm, einskis verð og hefur aðeins svip af veruleika. Bindið eigi vonir yðar við hana. Slítið ekki böndin sem binda yður við skapara yðar og heyrið eigi til þeim sem ratað hafa í villur og reikað af vegum hans. Sannlega segi ég: Áþekk er veröldin hillingu í eyðimörkinni sem hinn þyrsti hyggur vatn og reynir af öllum mætti að ná til, en uppgötvar þegar nær dregur að var einskær tálsýn. Henni má einnig líkja við líflausa ímynd ástvinarins sem elskandinn hefur leitað og loks komist að raun um eftir langa mæðu og sér til sárustu iðrunar, að hvorki gat "satt hann né svalað hungri hans."

Bahá'u'lláh

25. maí
ÚRV CLIII.
 

Drottinn alheimsins hefur aldrei reist upp spámann né sent niður bók að hann hafi eigi stofnað sáttmála sinn við alla menn, kallað þá til viðurkenningar á næstu opinberun og næstu bók; því að úthelling örlætis hans er þrotlaus og tekur engan endi.

Bábinn

LLV 56:60
  stars  
10. 'Azamat

Sá er að sönnu maður sem í dag helgar sig þjónustu við allt mannkynið.

Bahá'u'lláh

26. maí
ÚRV CXVII.
 

Fylgjendur Guðs hafa engan metnað annan en þann að endurlífga veröldina, göfga líf hennar og endurnæra íbúa hennar. Góðvild og sannleiksást hafa ævinlega einkennt tengsl þeirra við alla menn. Ytri hegðun þeirra er ekki annað en endurspeglun innra lífs þeirra, sem aftur speglar ytri hegðun þeirra.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXXVI.
  stars  
11. 'Azamat

Leyf eigi tungu þinni að mæla það sem gæti hryggt þig og bið Guð um miskunn. Vissulega þekkir hann fullvel þá réttlátu, því hann er hjá þeim þjónum sínum, sem í sannleika trúa á hann, og honum er ekki ókunnugt um gerðir illvirkjanna, því ekkert á himnum né jörðu getur umflúið þekkingu hans.

Bábinn

27. maí
LLV 67:66
 

Skyldi ágreiningur rísa meðal yðar, lítið mig standa frammi fyrir yður og skeytið engu um ávirðingar hvers annars sakir nafns míns og sem tákn ástar yðar á opinberuðum og skínandi málstað mínum.

Bahá'u'lláh

ÚRV CXLVI.
  stars  
12. 'Azamat

Ó börn duftsins! Segið hinum ríku frá lágnættisandvörpum hinna snauðu, til þess að gáleysið leiði þá ekki inn á stigu tortímingar og svifti þá tré auðlegðarinnar. Gjafmildi og örlæti eru eigindir mínar. Heill þeim sem skrýðir sig dyggðum mínum.

Bahá'u'lláh

28. maí
HOP 49
 

Þeir sem dvelja í tjaldbúð Guðs og eru grundvallaðir í sæti eilífrar dýrðar munu neita, þótt þeirra bíði hungurdauðinn, að taka ófrjálsri hendi eigur nágranna sinna, hversu auðvirðilegur og fánýtur sem hann kann að vera.

Bahá'u'lláh

RUHI 1, 1:3
  stars  

13. 'Azamat

Uppstigning
Bahá'u'lláh

Óttist eigi, ó þjóðir heimsins, þegar sól fegurðar minnar er hnigin til viðar og himinn tjaldbúðar minnar hylst augum yðar. Rísið upp til að efla málstað minn og upphefja orð mitt meðal manna. Vér erum ætíð hjá yður og munum styrkja yður með valdi sannleikans. Vér erum vissulega almáttugir. Hver sem borið hefur kennsl á mig mun rísa upp og þjóna mér af slíkri einbeitni að öfl himins og jarðar geta ekki aftrað áformi hans. Þjóðir heimsins sofa þungum svefni. Ef þær vöknuðu af móki sínu mundu þær feginshugar hraða sér til Guðs, hins alvitra og alvísa. Þær mundu varpa frá sér öllu sem þær ættu, jafnvel þótt það væru fjársjóðir jarðarinnar, til þess að Guð mætti minnast þeirra þótt ekki væri nema með einu orði.

Bahá'u'lláh

29. maí
ÚRV LXXI.
 

Enginn vafi getur leikið á því, að þjóðir jarðarinnar, hvaða kynþætti eða trúarbrögðum sem þær tilheyra, fá innblástur sinn frá einni himneskri uppsprettu og eru þegnar eins Guðs. Munurinn á þeim lagaákvæðum, sem þær búa við orsakast af mismunandi þörfum og knýjandi nauðsynjum þess tíma, er þau voru opinberuð. Öll voru þau ákvörðuð af Guði og endurspegla vilja hans og ásetning, nema fáein sem eru afurð mannlegra rangfærslna. Rísið upp, vopnist krafti trúarinnar og sundurmolið Guði fánýtra ímyndana yðar, sáðmenn hatursins á meðal yðar. Haldið fast við það, sem færir yður hvern nær öðrum og sameinar yður.

Bahá'u'lláh

LLV 70:72
  stars  
14. 'Azamat

Varist að deila við nokkurn mann, nei, reynið að koma honum í skilning um sannleikann með vingjarnlegu viðmóti og sannfærandi hvatningu. Ef hlustandi yðar svarar er það honum sjálfum í hag; ef ekki, snúið frá honum og beinið augum að heilagri hirð Guðs, sæti skínandi heilagleika.

Bahá'u'lláh

30. maí
ÚRV CXXVIII
 

Líf í innilokun og harður agi hlýtur ekki náð fyrir augum Guðs. Sviptið yður ekki því sem fyrir yður var skapað.

Bahá'u'lláh

BL 5
  stars  
15. 'Azamat

Ef oss þóknaðist myndum vér gera málstaðinn sigursælan með mætti eins orðs frá návist vorri. Hann er í sannleika hinn alvaldi, hinn alknýjandi. Væri það áform Guðs myndi ljón ósigrandi styrks birtast í skógi himnesks máttar og öskur þess bergmála eins og þruma í fjöllunum. En þar sem ástrík forsjón vor umlykur alla hluti höfum vér ákveðið að fullnaðarsigur skuli vinnast með krafti málsins og þannig megi þjónum okkar á jörðunni hlotnast himnesk gæði. Þetta er aðeins tákn um örlæti Guðs þeim til handa.

Bahá'u'lláh

31. maí
RUHI 6, 1:12
 

Veröldin hefur gengið úr skorðum vegna altæks áhrifavalds þessa nýja og æðsta heimsskipulags. Skipulögðu lífi mannkynsins hefur verið umbylt fyrir atbeina þessa einstæða, undursamlega kerfis hvers líka dauðleg augu hafa aldrei séð.

Bahá'u'lláh

RUHI 4, 1:6.
  stars  
16. 'Azamat

Góð lyndiseinkunn er vissulega ágætasti kyrtill mannanna frá Guði; með honum skrýðir Guð musteri vina sinna. Ég sver við líf mitt, ljós fágaðrar lundar er bjartara en sólin. Sá sem öðlast þetta er talinn kjarni manna. Á þessu hvílir heiður og dýrð heimsins. Góð lyndiseinkunn er tækið sem leiðir mennina á hinn rétta veg og til hins mikla boðskapar.

Bahá'u'lláh

1. júní
BL 8
 

Ó, sonur hins æðsta! Ég hefi gert dauðann að sendiboða fagnaðar til þín. Því ert þú dapur? Ég hefi úthellt yfir þig dýrð ljóssins. Því hylur þú ásjónu þína? Þetta eru bestu ráð mín yður til handa, ef aðeins þér gættuð þeirra.

Bahá'u'lláh

HOA 32
  stars  
17. 'Azamat

Leggið ekki á neina sál þá byrði sem þér vilduð ekki bera sjálfir og óskið engum þess sem þér ekki óskið sjálfum yður.

Bahá'u'lláh

2. júní
ÚRV LXVI.
 

Sá tími þegar fánýt lofgjörð var talin nægja er á enda runninn. Sá dagur er genginn í garð þegar ekkert nema hreinustu hvatir, studdar gerðum flekklauss hreinleika, geta stigið upp til hásætis hins hæsta og vakið velþóknun hans.

Bábinn

RUHI 4, 2:11
  stars  
18. 'Azamat

Góðviljuð tunga orkar sem segull á hjörtu mannanna. Hún er brauð andans og íklæðir orðin merkingu; hún er uppspretta ljóss visku og skilnings.

Bahá'u'lláh

3. júní
ÚRV CXXXII.
 

Grundvallarásetningur trúar Guðs og trúarbragða hans er að vernda hagsmuni og stuðla að einingu og uppfóstra anda ástar og bræðralags meðal manna. Gerið hana ekki að átyllu sundurþykkis og misklíðar, haturs og fjandskapar. Þetta er vegurinn beini, undirstaðan traust og óbifanleg. Hvað svo sem reist er á þessum grundvelli — breytingar og byltingar heimsins munu aldrei geta veikt það, né umbrot árþúsundanna grafið undan stoðum þess.

Bahá'u'lláh

LLV 69:71
  stars  
19. 'Azamat

Vér höfum vissulega útvalið hæverskuna og gert hana að sönnu einkenni þeirra sem eru nálægir honum. Hæverskan er vissulega klæði sem hæfir öllum mönnum, ungum og öldnum. Heill þeim sem skrýðir með henni musteri sitt og vei þeim sem sviftur er þessari miklu hylli.

Bahá'u'lláh

4. júní
BL 19
 

Ó mannssonur! Þótt þú færir um ómælisdjúp geimsins og ferðaðist um alla víðáttu himinsins, myndir þú hvergi finna neina hvíld nema í auðsveipni við boðorð vor og auðmýkt frammi fyrir ásýnd vorri.

Bahá'u'lláh

HOA 40
     
     

165 e. B.

11
12
13
14
15
16
17
18
19