bstar

‘Alá’ - Upphafning

line

Vér höfum boðið yður að biðjast fyrir og fasta frá upphafi fullþroska; þetta er fyrirskipun Guðs, Drottins yðar og feðra yðar. Hann hefur undanþegið þá sem eru veikburða vegna sjúkleika eða elli sem tákn um örlæti frá návist sinni og hann er fyrirgefandinn, hinn örláti.

Vér höfum boðið yður að fasta í skamman tíma og tilnefnt Naw-Rúz sem hátíð fyrir yður í lok hans....Ferðalangurinn, hinn sjúki, konur sem eru barnshafandi eða hafa barn á brjósti, þurfa ekki að fasta.

Neytið hvorki matar né drykkjar
frá sólarupprás til sólseturs, og varist að láta ástríðu
svifta yður þeirri náð, sem áformuð er í bókinni.

Bahá'u'lláh

line

1. ‘Alá’Þessir eru þeir dagar, ó Guð minn, er þú hefur boðið þjónum þínum að halda föstuna. Með henni prýddir þú inngang lagabókar þinnar sem þú opinberaðir skepnum þínum og reiddir fram úr hirslum boða þinna í augsýn allra á himni þínum og jörðu. Þú hefur gætt hverja klukkustund þessara daga sérstakri dyggð sem er órann-
sakanleg öllum nema sjálfum þér.

Bahá'u'lláh

2. mars

 

BB 247
 

Einlægum ástvinum þínum hefur þú samkvæmt ákvörðun þinni áskilið í dögun hverri bikar minningar þinnar, ó þú sem ert leiðtogi leiðtoga! Þetta eru þeir sem eru svo ölvaðir af víni margfaldrar visku þinnar að þeir yfirgefa beði sína í löngun til að færa þér lof og vegsama dyggðir
þínar og flýja svefninn í innilegri þrá sinni að nálgast þig og hljóta skerf af hylli þinni.

Bahá'u'lláh

BB 247-248
  stars  

2. ‘Alá’

Sérhvert auga ætti á þessum degi að leita þess sem kemur málstað Guðs að mestu gagni. Sannleikurinn eilífi ber mér vitni! Ekkert getur á þessum degi skaðað þennan málstað meira en sundurlyndi og deilur, úlfúð, firring og sinnuleysi meðal ástvina Guðs. Flýið þetta með valdi Guðs og æðsta fulltingi, og reynið að knýta saman hjörtu manna í nafni hans, sameinandans, hins alvísa og alvitra.

Bahá'u'lláh

3. mars
ÚRV V.
 

Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að þér megið finna keiminn af þeim dáðum sem drýgðar eru á vegi hans og njóta sætleika þeirrar auðmýktar og undirgefni sem sýnd er sakir hans. Gleymið sjálfum yður og beinið augum að náunga yðar. Einbeitið kröftum yðar að öllu sem stuðlar að uppfræðslu mannanna. Ekkert er Guði dulið og ekkert getur nokkru sinni dulist honum. Ef þér gangið á vegum hans mun hann úthella yfir yður ómældum og óforgengilegum blessunum.

Bahá'u'lláh

ÚRV V.
  stars  

3. ‘Alá’

Sæll ert þú, ó þjónn minn, því þú hefur borið kennsl á sannleikann og yfirgefið þann sem hafnaði hinum almiskunnsama og var fordæmdur sem illvirki í móðurtöflunni.  Gakk staðfastur í ást Guðs og hald rakleiðis áfram á vegi trúar hans og hjálpa honum með afli máls þíns. Svo býður þér hinn almiskunnsami sem sætir fangelsun kúgara sinna. Ef þrenging verður á vegi þínum sakir mín minnst þú erfiðleika minna og rauna og leið huga þinn að útlegð minni og helsi.

Bahá'u'lláh

4. mars
ÚRV CXLIII.
 

Vit með sanni að í sérhverju trúarkerfi hefur ljós guðlegrar opinberunar verið veitt mönnum í réttu hlutfalli við andlega getu þeirra. Íhuga sólina. Hve veikburða eru ekki geislar hennar þegar hún birtist á sjóndeildarhringnum. Hægt og sígandi eykst hiti og kraftur hennar, er hún nálgast hádegisstað, og samtímis getur allt sem skapað er lagað sig að vaxandi ljósstyrk hennar.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXVIII.
  stars  

4. ‘Alá’

Bók Guðs er opin og með orði sínu kallar hann mannkynið til sín. Þó eru þeir aðeins örfáir sem eru fúsir til að fylgja málstað hans af stöðuglyndi eða vinna að útbreiðslu hans. Þessir fáeinu hafa verið gæddir hinum guðlega elixír sem einn getur breytt sora heimsins í skírasta gull og þeim hefur verið gefið vald til að græða til fulls allar meinsemdir sem hrjá mannanna börn. Enginn maður getur öðlast eilíft líf nema hann játist sannleika þessarar ómetanlegu, undursamlegu og hæstu opinberunar.

Bahá'u'lláh

5. mars
ÚRV XCII.
 

Takið ráð saman í innilegustu vináttu og anda fullkomins bræðralags og helgið dýrmæta ævidaga yðar því verkefni að bæta heiminn og útbreiða málstað hins aldna og allsráðandi Drottins. Hann hvetur mennina vissulega til að breyta rétt og bannar allt sem lækkar stöðu þeirra.

Bábinn

ÚRV XCII.
  stars  

5. ‘Alá’

Kjarni skilnings er að bera vitni sinni eigin fátækt og lúta vilja Drottins, yfirbjóðandans, hins náðuga, hins alvolduga.

Bahá'u'lláh

6. mars
LLV 78:82
 

Réttvísin kveinar á þessum degi yfir hlutskipti sínu og sanngirnin stynur undan kúgunarokinu. Þykk ský harðstjórnar hafa myrkvað ásýnd jarðar og umlukið þjóðir hennar. Með hreyfingu penna vors höfum vér að boði hans sem öllu ræður blásið nýju lífi í sérhvern líkama og gætt sérhvert orð nýrri getu. Allt sem skapað er vottar þessa heimsumlykjandi endurnýjun.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  
6. ‘Alá’

Það er ljóst og auðsætt, að allir menn munu eftir líkamlegan dauða sinn gera sér grein fyrir gildi gerða sinna og skilja hverju þeir hafa komið til leiðar með verkum sínum.

Bahá'u'lláh

7. mars
ÚRV LXXXIV.
 

Guð gefi að ljós einingar megi umlykja alla jörðina og enni allra þjóða hennar megi verða innsiglað með orðunum „ríkið er Guðs".

Bahá'u'lláh

ÚRV VII.
  stars  

7. ‘Alá’

Vita skalt þú með vissu að eðliskjarni allra spámanna Guðs er einn og hinn sami. Eining þeirra er fullkomin. Guð, skaparinn, segir: Alls enginn munur er á þeim sem flytja boðskap minn. Að heiðra einn þeirra öðrum framar, að hefja suma yfir aðra, er með öllu óheimilt.

Bahá'u'lláh

8. mars
ÚRV XXIV.
 

Ó, mannssonur! Neita þú ekki þjóni mínum um það, sem hann biður þig, því að ásýnd hans er ásýnd mín, blygðast þín því frammi fyrir mér.

Bahá'u'lláh

HOA 30
  stars  
8. ‘Alá’

Tíminn sem var fyrirhugaður þjóðum og ættkvíslum jarðar er nú kominn. Fyrirheit Guðs sem skráð eru í helgar ritningar hafa öll verið efnd. Frá Síon hafa lög Guðs út gengið og Jerúsalem, land hennar og hæðir, eru fullar af dýrð opinberunar hans. Sæll er sá sem hugleiðir í hjarta sínu það sem hefur verið opinberað í bókum Guðs, hjálparans í nauðum, hans sem er sjálfum sér nógur.

Bahá'u'lláh

9. mars
ÚRV X.
 

Kjarni trúar á guðlega einingu felst í því að líta á hann, sem er opinberandi Guðs, og hann sem er hinn ósýnilegi, ótilkvæmilegi, óþekkjanlegi kjarni, sem einn og hinn sama. Með þessu er átt við að allt sem tilheyrir þeim fyrri, allar gerðir hans og verk, öll boð hans og bönn, ætti að skoða í öllum sínum myndum, undir öllum kringumstæðum og án nokkurs fyrirvara sem ígildi vilja Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXIV.
  stars  

9. ‘Alá’


Þetta er úthafið þaðan sem öll höf hafa runnið og sem þau öll hverfa til aftur. Frá honum hafa allar sólir risið og til hans munu þær allar hníga aftur. Fyrir hans mátt hafa tré guðlegrar opinberunar borið ávexti sína, sérhvert þeirra sent niður í mynd spámanns sem flytur boðskap skepnum Guðs í öllum veröldunum sem Guð einn í alltumlykjandi þekkingu sinni getur talið.

Bahá'u'lláh

10. mars
ÚRV L.
 

Ó, þér gálausu! Haldið ekki að leyndardómar hjartnanna séu huldir, nei, vitið með vissu, að þeir eru meitlaðir skýrum og augljósum bókstöfum í hinni heilögu návist.

Bahá'u'lláh

HOP 59
  stars  
10. ‘Alá’

Sérhver fordómalaus áhorfandi viðurkennir fúslega að allt frá upphafi opinberunar sinnar hefur hinn rangtleikni boðið öllu mannkyni að festa sjónir á dagsbrún dýrðarinnar og lagt bann við spillingu, hatri, kúgun og illræði.

Bahá'u'lláh

11. mars
ÚRV LIX.
 

Ó, mannssonur! Stíg ekki yfir þau takmörk, sem þér eru sett, og ger ekki tilkall til þess, sem er þér ósæmandi. Krjúp frammi fyrir augliti Guðs þíns, drottins máttar og valds.

Bahá'u'lláh

HOA 24
  stars  
11. ‘Alá’

Vit í sannleika að veraldirnar sem Guð hefur skapað eru óendanlega margar og sérhver þeirra er takmarkalaus. Enginn getur gert sér grein fyrir þeim né fest á þeim tölu nema Guð.

Bahá'u'lláh

12. mars
ÚRV LXXIX.
 

Ó, mannssonur! Musteri verundarinnar er hásæti mitt, hreinsa það af öllu sem er, svo að ég megi eignast þar bólfestu og dvalarstað.

Bahá'u'lláh

HOA 58
  stars  
12. ‘Alá’

Það er ljóst og auðsætt að blæjunum sem hylja veruleika þeirra sem birta nöfn og eigindir Guðs, nei allra skapaðra hluta, sýnilegra og ósýnilegra, hefur verið svipt sundur. Ekkert nema tákn Guðs mun standa eftir tákn sem hann sjálfur hefur lagt hið innra með þessum veruleika. Þetta tákn varir eins lengi og Drottni Guði þínum, Drottni himins og jarðar, þóknast.

Bahá'u'lláh

13. mars
ÚRV LXXIII.
 

Sérhver sannur spámaður hefur litið svo á að grundvallaratriðin í boðskap hans séu hin sömu og opinberuð voru af þeim spámanni sem fór á undan honum.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXIV.
  stars  

13. ‘Alá’

Sælir eru þeir sem hafa svifið á vængjum aðskilnaðar og náð þeirri tignarstöðu, sem að boði Guðs yfirskyggir alla sköpunina, þeir sem hvorki fánýtum hugarórum hinna lærðu né herskörum jarðarinnar hefur tekist að snúa frá málstað hans.

Bahá'u'lláh

14. mars
ÚRV XIV.
 

Þetta er kenningin sem Guð gefur yður, kenning sem mun frelsa yður frá hverskyns vafa og ráðleysi og gera yður kleift að öðlast hjálpræði, bæði í þessum heimi og hinum næsta. Hann er vissulega sá sem ætíð fyrirgefur, hinn gjöfulasti.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXVII.
  stars  
14. ‘Alá’

Ó Guð minn! Lát hylli þína og blessanir streyma yfir heimili þeirra sem tekið hafa trú þína sem tákn um náð þína og til merkis um ástúð frá návist þinni. Vissulega ert þú fremstur þeirra sem fyrirgefa.

Bábinn

15. mars
BB 82
 

Guð ber því vitni að enginn er Guð nema hann, hinn náðugi og ástkærasti. Öll náð og hylli er hans. Hverjum sem hann vill gefur hann hvaðeina sem honum þóknast. Hann er vissulega hinn alvoldugi og almáttugi, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi. Vér játum vissulega trú vora á þann sem í persónu Bábsins var sendur niður fyrir vilja hins eina sanna Guðs, konungs konunganna, hins altignaða.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXX.
  stars  
15. ‘Alá’

Íhugið ætíð yfirráð hins fullkomna konungs og sjáið kennimerki valds hans og órækra áhrifa. Helgið eyru yðar frá fánýtu hjali þeirra sem eru tákn afneitunar og málsvarar ofbeldis og heiftar. Sú stund nálgast er þér munuð sjá vald hins eina sanna Guðs sigrast á öllu sem skapað er og tákn herradóms hans umlykja allt sköpunarverkið. Á þeim degi munuð þér uppgötva hvernig allt annað en hann hverfur í djúp gleymsku og verður talið hjóm eitt.

Bahá'u'lláh

16. mars
ÚRV XXIX.
 

Ó, mannssonur! Legg eigi frá þér unaðsfagran kyrtil minn og svala þorsta þínum í undursamlegri lind minni, því ella mun þig þyrsta að eilífu.

Bahá'u'lláh

HOA 37
  stars  
16. ‘Alá’

Rís upp, ó vegfarandi á vegi ástar Guðs, og hjálpa þú málstað hans. Seg: Skiptið ekki á þessum æskumanni, ó menn, og hégóma þessa heims eða unaðssemdum himinsins. Ég sver við réttlæti hins eina sanna Guðs! Eitt hár af höfði hans er ágætara öllu sem er á himnum og öllu sem er á jörðu.

Bahá'u'lláh

17. mars
ÚRV XV.
 

Guð er að sönnu skapari allra hluta. Hann gefur ríkulega næringu þeim, sem hann vill. Hann er skaparinn, uppspretta allrar verundar, mótandinn, hinn almáttugi, smiðurinn, hinn alvitri. Hann ber hin ágætustu nöfn í öllum
himnunum og á jörðunni og hvarvetna þar á milli. Allir hlýða boðum hans, allir íbúar jarðar og himins vegsama hann og lofa og til hans munu allir hverfa aftur.

Bábinn

BB 21
  stars  
17. ‘Alá’

Þjóðum jarðarinnar, einni sem öllum, er gert að bindandi skyldu að veita aðstoð þessum þungvæga málstað sem komið hefur frá himni vilja hins ævarandi Guðs, svo að eldur óvináttunnar, sem logar í hjörtum sumra þjóða jarðarinnar, megi með lifandi vötnum himneskrar visku og í krafti himneskra ráða og hvatninga, verða slökktur og ljós einingar og samstillingar megi brjótast fram og úthella ljósi sínu yfir veröldina.

Bahá'u'lláh

18. mars
LLV 95:103
 

Ó, sonur hins æðsta! Ég kalla þig til hins eilífa, samt leitar þú þess sem tortímist. Hvað hefur leitt þig til að snúa baki við vilja vorum og leita þíns eigin vilja?

Bahá'u'lláh

HOA 23
  stars  
18. ‘Alá’

Ó, sonur andans! Andi heilagleikans flytur þér gleðitíðindin um endurfundi, hví hryggist þú? Andi valdsins staðfestir þig í málstað sínum, hvers vegna hylur þú augu þín? Ljós ásýndar hans lýsir þér veginn, hvernig getur þú villst af leið?

Bahá'u'lláh

19. mars
HOA 34
 

Í hvert sinn sem spámenn Guðs hafa borið veröldinni birtu frá sól guðlegrar þekkingar hafa þeir einnig undantekningarlaust hvatt þjóðir hennar til að veita ljósi Guðs viðtöku með þeim hætti sem best hæfði þörfum samtímans. Þannig gátu þeir dreift myrkri fáfræði og úthellt yfir veröldina dýrð sinnar eigin þekkingar. Þessvegna verða augu sérhvers skilningsríks manns að beinast að innsta eðli þessara spámanna því að tilgangur þeirra hefur ætíð verið sá einn að leiðbeina hinum villuráfandi og færa hinum þjáðu frið.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXIV.
  stars  
19. ‘Alá’

Feta í fótspor Drottins þíns og minnst þú þjóna hans eins og hann minnist þín, geiglaus andspænis ofstopa hinna gálausu og sverði óvinarins.

Bahá'u'lláh

20. mars
ÚRV XVII.
 

Dreif víða vegu ljúfri angan Drottins þíns og hika ekki eitt andartak í þjónustu við málstað hans. Sá dagur nálgast þegar tilkynnt verður um sigur Drottins þíns, þess sem ætíð fyrirgefur, hins gjafmildasta.

Bahá'u'lláh

ÚRV XVII.
     
     

165 e. B.