bstar

Qudrat - Vald

line

Ef þú leitar eilífrar dýrðar vertu þá auðmjúkur og undirgefinn
í návist ástvina Guðs, vertu þjónn allra og
þjónaðu öllum jafnt. Þjónusta vinanna
tilheyrir Guði, ekki þeim sjálfum.
Reynið að verða uppspretta
samstillingar, andlegleika og
fagnaðar fyrir hjörtu vinanna og
þjónustumeyja hins miskunnsama.
Þetta færir ‘Abdul-Bahá mikla gleði.

'Abdu'l-Bahá

line

1. QudratHelgið sálir yðar frá öllu því sem ekki er af Guði og smakkið sætleik hvíldarinnar innan mæra víðfeðmrar og máttugrar opinberunar hans og í forsælu hins æðsta og óskeikula valds hans.

Bahá'u'lláh

4. nóvember

 

Ruhi 7:54
 

Leyfið eigi að þér séuð hjúpaðir þykkum blæjum eigingjarnra ástríðna yðar, því að í sérhverjum yðar hef ég fullkomnað sköpun mína, svo að ágæti handaverks míns megi að fullu verða opinberað mönnunum. Af þessu leiðir því, að sérhverjum manni hefur af sjálfum sér verið kleift að meta fegurð Guðs, hins dýrlega, og verður það framvegis.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:20
  stars  

2. Qudrat

Hann mun koma yður til hjálpar með ósýnilegum herskörum og veita stuðning sinn með fylkingum innblásturs frá herskörunum á hæðum. Hann mun senda yður ljúfan ilm frá hæstu paradís og veita yfir yður hreinum andvara frá rósagörðum herskarans á hæðum. Hann mun blása í hjörtu yðar anda lífsins, leiða yður inn í örk hjálpræðis og láta skýr tákn sín og ummerki birtast fyrir augum yðar. Vissulega er þetta ríkuleg náð. Sannlega er þetta sigur sem enginn getur afneitað.

Bahá'u'lláh

5. nóvember
Ruhi 6:35
 

Ó þjóðir heimsins! Vitið með vissu að boðorð mín eru lampar ástríkrarforsjónar minnar meðal þjóna minna og lyklar miskunnar minnar fyrir skepnur mínar.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:23
  stars  

3. Qudrat

Sannlega má líkja lögum Guðs við úthaf og mannanna börnum við fiska í því hafi, ef aðeins þau vissu það.

Bahá'u'lláh

6. nóvember
Ruhi 7:23
 

Varist, ó fylgjendur Bahá, að hinir sterku á jörðinni ræni yður styrk og þeir sem stjórna heiminum fylli yður ótta. Setjið traust yðar á Guð og felið málefni yðar í hans hendur. Hann mun vissulega gera yður sigursæla með mætti sannleikans og hann hefur vissulega vald til að gera það sem honum líst og í höndum hans eru stjórntaumar máttar og yfirráða.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:35
  stars  

4. Qudrat

Sem Guð lifir – enginn er Guð nema hann! Rísi einhver upp til vinnasigur fyrir málstað vorn mun Guð gera hann sigursælan jafnvel þótt tugir þúsunda óvina fylki sér gegn honum. Og ef ást hans til mín eykst mun Guð grundvalla yfirráð hans yfir öflum himins og jarðar. Þannig höfum vér veitt anda valds inn til allra svæði.

Bahá'u'lláh

7. nóvember
Ruhi 6:35
 

Á öllu þessu ferðalagi má vegfarandinn ekki víkja hársbreidd frá “lögmálinu” því það er að sönnu leyndardómur “vegarins” og ávöxturinn á tré “sannleikans”. Allsstaðar verður hann að halda traustataki í þann kyrtilfald sem er hlýðni við boðorðin og forðast allt sem honum er forboðið svo að hann megi drekka úr bikar lögmálsins og fræðast um leyndardóma sannleikans.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:23
  stars  

5. Qudrat

Ó þjónar hinnar helgu fótskarar! Sigursælar fylkingar hinna himnesku
herskara fylkja liði í ríkjunum hið efra og eru reiðubúnar til að aðstoða og tryggja sigur hverjum þeim hugrökkum riddara sem af fullvissu hvetur fák sinn inn á vettvang þjónustu.

Bahá'u'lláh

8. nóvember
Ruhi 6:35
 

Sá sem leitast við að vera fulltingismaður Guðs á þessum degi ætti að loka augunum fyrir öllu sem hann kann að eiga og opna þau fyrir því sem er af Guði. Hann ætti að hætta að vera upptekinn af því sem gagnar honum og láta sér annt um það sem mun upphefja alknýjandi nafn hins almáttuga.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:20
  stars  
6. Qudrat

Ef þeir hefjast handa um að kenna málstað minn verða þeir að láta andardrátt hins ótálmaða snerta verund sína og útbreiða málstaðinn um jörðina með mikilli einbeitni, huga sem beinist að honum einum, hjarta sem er fullkomlega frjálst og laust úr viðjum alls sem er og sál sem hefur hreinsað sig af heiminum og hégóma hans.

Bahá'u'lláh

9. nóvember
Ruhi 6:48
 

Sviftið sundur í mínu nafni þeim blæjum, sem svo hryggilega hafa blindað yður, og stökkvið á flótta hjáguðum fánýtra blekkinga með því afli, sem fæðst hefur af trú yðar á einingu Guðs. Gangið síðan inn í heilaga paradís velþóknunar hins Almiskunnsama.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:54
  stars  

7. Qudrat

Þeir sem hafa yfirgefið ættland sitt í þeim tilgangi að kenna málstað vorn, þá mun hinn trúfasti andi styrkja með mætti sínu. Sveit útvalinna engla vorra mun fara með þeim að boði hins almáttuga og alvísa. Hve mikil blessun bíður ekki þess sem hefur hlotnast sá heiður að þjóna hinum almáttuga!

Bahá'u'lláh

10. nóvember
Ruhi 6:34
 

Hann mun vissulega hjálpa þeim sem hjálpar honum og minnast þess sem minnist hans. Þessu ber vitni þessi tafla sem skín af dýrð ástríkis Drottins yðar, hins aldýrlega og alknýjandi.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:35
  stars  
8. Qudrat

Hann ætti að hreinsa hjarta sitt af öllum lastafullum ástríðum og spilltum löngunum því að óttinn við Guð er vopnið sem getur fært honum sigur, undirstöðutækið sem hjálpar honum að ná markmiði sínu.

Bahá'u'lláh

11. nóvember
Ruhi 7:20
 

Þar sem þessi líkamlega umgjörð er hásæti hins innra musteris skynjar hið síðarnefnda allt sem kemur fyrir hið fyrrnefnda. Í rauninni er það hið innra musteri sem gleðst vegna ánægju eða hryggist vegna sársauka, ekki líkaminn sjálfur.

Bábinn

SWB
  stars  

9. Qudrat

Fæðingar-
hátíð
Bahá'u'lláh

Konungur konunganna hefur opinberast, íklæddur undursamlegri dýrð og kallar yður til sín, hjálparans í nauðum, hins sjálfumnóga. Varist að dramb aftri yður frá því að viðurkenna uppsprettu opinberunarinnar; að jarðneskir hlutir komi sem blæja milli yðar og skapara himinsins. Rísið og þjónið honum sem er þrá allra þjóna, honum sem hefur skapað yður með orði sínu og áformað að þér verðið um aldur og æfi tákn yfirráða hans.

Bahá'u'lláh

12. nóvember
Ruhi 6:35
 

Heill sé þeim óttalausa stríðsmanni sem vopnaður afli sannrar þekkingar hraðar sér á vettvang, hrekur á brott hersveitir fáfræði og dreifir fylkingum villunnar, honum sem heldur á lofti gunnfána guðlegrar leiðsagnar og þeytir sigurlúðurinn. Sem Guð er réttlátur! Hann hefur uppskorið dýrlegt sigurhrós og fagnað sönnum sigur.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:47
  stars  
10. Qudrat

Á þessum degi á maðurinn að tala. Fylgjendum Bahá er skylt að reyna að leiða þjóðir jarðarinnar með ítrustu þolinmæði og umburðarlyndi til hins æðsta sjónarhrings. Sérhver líkami hrópar hástöfum á sál. Himneskar sálir verða að reisa hina dauðu með andanum í orði Guðs.

Bahá'u'lláh

13. nóvember
Ruhi 6:28
 

Hrópa upp og kalla fólkið á fund allsráðandi Drottins allra veraldanna með svo brennandi ákefð að þú megir tendra eld í öllum mönnum.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:50
  stars  
11. Qudrat

Í rósagarði óbrigðuls ljóma er jurt byrjuð að blómgast. Í samanburði við hana eru öll önnur blóm aðeins þyrnar og í  dýrðarbirtu hennar hlýtur innsti veigur fegurðar að fölna og visna upp. Rísið því upp og af öllum eldmóði hjartna yðar, með allri ákefð sálna yðar, fullum styrk vilja yðar og einbeittum kröftum allrar verundar yðar reynið að komast til paradísar návistar hans og anda að yður ilminum af því óforgengilega blómi, að finna ljúfa angan heilagleika og öðlast skerf af þessari ilman himneskrar dýrðar.

Bahá'u'lláh

14. nóvember
Ruhi 7:54
 

Hver sá sem fylgir þessu ráði mun brjóta af sér hlekkina, mun finna keiminn af lausn hugfanginnar ástar, öðlast þrá hjarta síns og gefa sál sína í hendur ástvinar síns. Er hann brýtur sundur búrið tekur hann eins og fugl andans flugið til síns heilaga og ævarandi hreiðurs.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:54
  stars  
12. Qudrat

Ástæðan fyrir því að mælt hefur verið fyrir um tilbeiðslu í einrúmi er að þú megir veita minningu Guðs mesta athygli, að hjarta þitt megi ætíð endurlífgast af anda hans og ekki byrgjast eins og með blæju frá besta ástvini þínum.

Bábinn

15. nóvember
SWB 93
 

Hið eilífa kerti skín í afhjúpaðri dýrð sinni. Sjá hvernig það hefur brennt upp sérhverja dauðlega slæðu. Ó þér sem elskið ljós hans og dragist að því eins og næturfiðrildin! Horfist í augu við sérhverja hættu og helgið sálir yðar með eyðandi eldi hans. Ó þér sem þyrstið eftir honum! Leysið yður sjálf fullkomlega frá sérhverri jarðneskri ást og flýtið yður að umfaðma ástvin yðar.

Bahá'u'lláh

Ruhi 7:54
  stars  

13. Qudrat

Heimur verundar hefur aldrei farið varhluta af orði Guðs. Það er alltumlykjandi náð Guðs, uppspretta allrar miskunnsemi. Það er eining sem er ómælanlega hátt hafin yfir allt sem hefur verið eða mun verða.

Bahá'u'lláh

16. nóvember
Ruhi 6:25
 

Vita skalt þú einnig að orð Guðs – upphafin sé dýrð hans – er hátt hafið yfir allt sem skilningarvitin geta skynjað því það er helgað frá öllum eiginleikum og efni. Það yfirstígur takmarkanir hinna þekktu frumefna og er hafið yfir allt sem er af efni og viðurkenndum eigindum þess. Það opinberaðist án hljóðs eða samstöfu og er eigi annað en boð Guðs sem gagntekur allt sem skapað er.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:25
  stars  
14. Qudrat

Blómið sem fram til þessa hefur verið hulið sjónum manna er nú afhjúpað fyrir augum yðar. Í afhjúpaðri geislan dýrðar sinnar stendur hann frammi fyrir yður. Rödd hans kallar allar hinar heilögu og helguðu verur til að koma og sameinast honum. Sæll er sá sem beinir þangað för sinni; heill honum sem hefur komist á leiðarenda og horfir á ljós svo undursamlegrar ásýndar.

Bahá'u'lláh

17. nóvember
Ruhi 7:54
 

Allt sem maðurinn öðlast í lífinu sem kemur er einungis ávöxturinn af trú hans.

Bábinn

SWB 98
  stars  
15. Qudrat

Minnst þú daga minna um daga þína og hryggðar minnar og útlegðar í þessu fjarlæga fangelsi, Og ver svo staðfastur í ást minni að hjarta þitt glúpni eigi jafnvel þótt sverðalögum óvinanna rigni yfir þig og himnarnir allir og jörðin rísi gegn þér.

Bahá'u'lláh

18. nóvember
BB 77
 

Lát Guð nægja þér í öllu. Samneyt anda hans með innileika og gakk með hinum þakklátu. Kunnger málstað Drottins þíns öllum sem eru á himnum og jörðu. Svari einhver kalli þínu, ber þá fyrir hann vísdómsperlur Drottins, Guðs þíns, sem andi hans hefur sent niður til þín og ver í hópi þeirra sem trúa í sannleika. Og hafni einhver boði þínu, snú frá honum og set alla von þína og traust á Drottinn, Guð þinn, Drottinn allra veraldanna.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:115
  stars  
16. Qudrat

Bönd þjónustu sem staðfest eru milli tilbiðjandans og hins tilbeðna, milli skepnunnar og skaparans, ætti í sjálfu sér að vera litið á sem tákn um náðuga hylli hans við mennina en ekki vísbendingu um einhverja verðskuldun sem þeir gætu haft til að bera. Þessu ber vitni sérhver sannur og skilningsríkur átrúandi.

Bahá'u'lláh

19. nóvember
Ruhi 7:96
 

Dagur upprisunnar er dagur þegar sólin rís og sest eins og alla aðra daga. Hversu oft hefur dagur upprisunnar runnið upp og þeir sem bjuggu í landinu þar sem það gerðist urðu ekki varir við þann viðburð. Hefðu þeir heyrt um hann myndu þeir ekki hafa trúað og því var þeim ekkert sagt!

Bábinn

SWB 79.
  stars  
17. Qudrat

Það sem hann hefur áskilið sér eru borgir mannshjartnanna, svo að hann megi hreinsa þau af allri jarðneskri saurgun og gera þeim kleift að nálgast þennan heilaga reit sem hendur hinna trúlausu geta aldrei vanhelgað.

Bahá'u'lláh

20. nóvember
Ruhi 6:18
 

Leitið athvarfs hjá Guði fyrir öllu sem gæti leitt yður frá uppsprettu opinberunar hans og haldið fast í taug hans því hver sá sem heldur fast við hollustuna við hann hefur öðlast og mun öðlast hjálpræði í öllum veröldunum.

Bábinn

SWB 85
  stars  
18. Qudrat

Opnið, ó menn, borg mannshjartans með lykli máls yðar. Þannig höfum vér að forákvörðuðu marki gert yður ljósa skyldu yðar.

Bahá'u'lláh

21. nóvember
BF 6
 

Seg: þetta er bókfellið innsiglaða og dulhjúpaða, hirsla óafturkallanlegrar ákvörðunar Guðs, sem geymir orðin sem fingur heilagleika hafa ritað. Það var sveipað blæju órannsakanlegs leyndardóms og hefur nú verið sent niður sem tákn um náð hins aldna og almáttuga. Á það höfum vér skráð örlög allra á jörðu og himnum og ritað niður þekkingu á öllu, frá hinu fyrsta til hins síðasta.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:18
  stars  
19. Qudrat

Lífsorka trúar manna á Guð er að deyja út í sérhverju landi; ekkert nema græðandi lyf hans getur nokkru sinni endurnýjað hana. Tæring óguðleikans etur sig inn í iður mannlegs samfélags, hvað annað en elixír máttugrar opinberunar hans getur hreinsað og endurlífgað það?

Bahá'u'lláh

22. nóvember
Ruhi 6:24
 

Stendur það í mannlegu valdi ... að breyta svo fullkomlega öllum hinum smæstu og ódeilanlegu efnisögnum að þær verði að skíragull? Jafn torvelt og flókið og það kann að virðast, hefur oss verið gefið vald til að framkvæma ennþá voldugra verkefni, að umbreyta djöfullegu afli í himneskt vald. Krafturinn sem getur komið slíkri umbreytingu til leiðar er öflugri en sjálfur elixírinn. Aðeins orð Guð getur gert tilkall til þess að búa yfir mættinum sem getur valdið svo mikilli og víðtækri breytingu.

Bahá'u'lláh

Ruhi 6:24
     
     

165 e. B.

14
15
16
17
18
19