bstar

Mulk - Veldi

line

Kveikið kerti ástarinnar á sérhverjum
mannfundi, að svo miklu leyti
sem yður er það unnt, og gleðjið
og uppörfið með blíðu yðar
sérhvert hjarta. Annist um
hinn ókunna, eins og hann
væri einn af yður; sýnið
framandi sálum
sama ástríkið
og þér sýnið
tryggum vinum
yðar.

'Abdu'l-Bahá

line

1. Mulk



Í þessu ægibjarta trúarkerfi, þessu máttugasta veldi, hefur þó fjöldi upplýstra guðsmanna náð til hirðar hans  meistarar á sviði þekkingar, fræðimenn sem hafa til að bera þroskaða visku. Þeir hafa drukkið af bikar guðdómlegrar návistar hans og verið heiðraðir með ágætustu gjöfum hans. Þeir hafa hafnað heiminum og öllu sem í honum er sakir ástvinarins.

Bahá'u'lláh

7. febrúar

 

ÚRV XCI.
 

Gætið hver að öðrum með ástúð og bætið þannig málefni yðar. Ef þér sjáið einhvern á meðal yðar sem er altekinn sorg, fjarlægið sorgarefni hans með öllum þeim ráðum sem þér hafið, og ef þér finnið mann sem lifir í fátækt auðgið hann eins og í yðar valdi stendur. Ef þér finnið einhvern sem er niðurlægður upphefjið hann með þeim ráðum sem yður eru tiltæk, og ef þér sjáið hann hjúpaðan fáfræði, uppfræðið hann eins og þér getið

Bábinn

GH 214
  stars  

2. Mulk

Æ ofan í æ höfum vér hvatt ástvini okkar til að forðast, nei flýja, allt sem ber daun fláttskapar. Mikið umrót hefur gripið um sig í veröldinni og hugir manna eru fullkomlega ráðvilltir. Vér biðjum hinn almáttuga þess að hann megi náðarsamlega upplýsa þá með dýrð réttlætis síns og gera þeim kleift að uppgötva það sem ætíð og undir öllum kringumstæðum er þeim til hagsbóta.

Bahá'u'lláh

8. febrúar
ÚRV XLIII.
 

Ef einhver rís upp og ver málstað Guðs gegn árásarmönnum hans í ritum sínum, hlotnast honum, hversu óverulegt sem framlag hans er, slíkur heiður í næstu veröld að herskarar himinsins munu sjá ofsjónum yfir dýrð hans. Enginn penni getur lýst upphafinni stöðu hans né nokkur tunga tjáð ljóma hennar.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLIV.
  stars  

3. Mulk

Sæll  er  sá  sem  rís  upp  og þjónar málstað mínum og vegsamar alfagurt nafn mitt. Gríp föstu taki um bók mína með afli máttar þíns og fylg staðfastlega öllum boðum sem Drottinn þinn, stjórnandinn, hinn alvitri, hefur skráð í hana.

Bahá'u'lláh

9. febrúar
ÚR XXVIII.
 

Ó, sonur málsins! Bein augliti þínu að mér og afneita öllu nema mér, því að veldi mitt varir og ríki mitt líður ekki undir lok. Ef þú leitar annars en mín, já, þótt þú leitaðir um gjörvallan alheiminn að eilífu, myndi leit þín engan ávöxt bera.

Bahá'u'lláh

HOA 15
  stars  

4. Mulk

Sannlega ræktar Guð með boði sínu það á jörðunni sem honum þóknast. Viljið þér ekki skilja? Haldið þér að þér séuð sáðmennirnir? Seg: dýrlegur er Guð. Vissulega erum vér sáðmennirnir. Seg: lítið því alla sömu augum og þér lítið hina upphöfnustu og víðkunnustu á meðal yðar. Vissulega er eitt sameiginlegt stjórnendunum og þeim sem rækta landið: þeir lúta allir boðum Guðs.

Bábinn

10. febrúar
GH 80-81
 

Seg: Sannlega sáum vér ritningarorðum vorum í jarðveg hjartna yðar, anda, sálna og líkama.

Bábinn

GH 81
  stars  

5. Mulk

Ritningarorð Guðs eru eins og lifandi, lífgefandi vatn sem streymir frá himni hins frumræna vilja yfir jörð nálægðar yðar við Guð. Snúið því strax til Guðs, Drottins yðar. Hreinsið síðan jarðveg yðar með því sem hann sendir niður frá himni guðdómleika og berið án tafar ávexti hans.

Bábinn

11. febrúar
GH 81
 

Getur heilbrigður hugur nokkru sinni ímyndað sér í fullri alvöru að vegna tiltekinna orða, sem hann ekki fær skilið, hafi hlið takmarkalausrar handleiðslu Guðs lokast frammi fyrir ásýndum manna? Getur hann nokkru sinni gert sér í hugarlund að þessar guðdómlegu sólir, þessi geislandi ljós, eigi sér upphaf eða endi? Hvaða steypiflóð getur komist í samjöfnuð við flaum alltumvefjandi náðar hans og hvaða blessun er fremri vitnisburðinum um svo mikla og altæka miskunn?

Bahá'u'lláh

ÚRV XXVII.
  stars  
6. Mulk

Ó, sonur hinnar undursamlegu vitrunar! Ég hefi blásið í þig anda míns eigin anda, svo þú megir verða ástvinur minn. Hvers vegna hefur þú yfirgefið mig og leitað annars ástvinar?

Bahá'u'lláh

12. febrúar
HOA 12
 

Persóna opinberandans hefur ætíð verið fulltrúi og talsmaður Guðs. Hann er í sannleika sól hinna ágætustu titla Guðs og dagsbrún upphafinna eiginda hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV XVIII.
  stars  

7. Mulk

Ó, sonur ljóssins! Gleym öllu nema mér og samneyt anda mínum. Þetta er kjarni boðorða minna, því skalt þú gæta hans vel.

Bahá'u'lláh

13. febrúar
HOA 16
 

Allt lof og dýrð sé Guði sem með valdi máttar síns hefur frelsað sköpun sína frá nekt tilvistarleysis og klætt hana kyrtli lífsins. Af öllu sem skapað er hefur hann kosið að auðsýna hinum hreina, djásnfagra veruleika mannsins sérstaka hylli og gætt hann einstæðri hæfni til að þekkja og endurspegla mikilleika dýrðar Guðs. Þessi tvíþætta vegsemd sem honum hefur veist hefur hreinsað af hjarta hans gróm sérhverrar fánýtrar ástríðu og gert hann verðugan klæðanna, sem skapara hans hefur þóknast að færa hann í.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXIV.
  stars  
8. Mulk

Ástvinurinn er kominn. Í hægri hönd hans er innsiglað vín nafns hans. Sæll er sá sem hefur snúið sér til hans, drukkið nægju sína, og hrópað: „Lofaður sért þú, ó opinberandi tákna Guðs!"

Bahá'u'lláh

14. febrúar
ÚRV XIV.
 

Ó, mannssonur! Á meiði skínandi dýrðar hefi ég fyrirbúið þér úrvals ávöxtu, hvers vegna hefur þú snúið burt og gert þér það að góðu sem verra er? Snú aftur til þess sem betur sæmir þér í ríkinu hið efra.

Bahá'u'lláh

HOA 21
  stars  

9. Mulk


Vita skalt þú að sérhvert heyrandi eyra, sem varðveitt er hreint og  óflekkað, hlýtur ávallt og hvaðanæva að heyra röddina sem mælir þessi heilögu orð: „Sannlega erum við Guðs og til hans munum við aftur snúa."

Bahá'u'lláh

15. febrúar
ÚRV CLXV.
 

Ó, kjarni ástríðunnar! Margoft í dögun hefi ég snúið frá ríkjum hins staðlausa til heimkynna þinna og fundið þig á beði makinda upptekinn af öðrum en sjálfum mér. Þá sneri ég eins og leiftur andans til ríkja himneskrar dýrðar og ekki eitt orð um þetta leið yfir varir mínar í návist herskara heilagleikans í athvarfi mínu hið efra.

Bahá'u'lláh

HOP 28
  stars  
10. Mulk

Á þessum degi ber öllum að setja allt sitt traust á margvíslegar vildargjafir Guðs og hefjast handa um að útbreiða sannindi málstaðar hans með sem mestri visku. Þá og aðeins þá mun árbjarmi opinberunar hans umvefja alla jörðina.

Bahá'u'lláh

16. febrúar
ÚRV X.
 

Dreif víða vegu ljúfri angan Drottins þíns og hika ekki eitt andartak í þjónustu við málstað hans. Sá dagur nálgast þegar tilkynnt verður um sigur Drottins þíns, þess sem ætíð fyrirgefur, hins gjafmildasta.

Bahá'u'lláh

ÚRV XVII.
  stars  
11. Mulk

Ó, sonur andans! Hreyk þér ekki yfir hinn snauða, því að ég leiði hann á vegi hans og lít þig í illu hlutskipti þínu og baka þér eilífa fordæming.

Bahá'u'lláh

17. febrúar
HOA 25
 

Rödd máttar míns hefur frá himni almáttugrar dýrðar minnar ávarpað sköpun mína svofelldum orðum: „Haldið boð mín sakir ástar á fegurð minni." Sæll er elskandinn sem hefur fundið guðdómlegan ilm ástvinar síns af þessum orðum, þrungnum náðarangan sem enginn tunga fær lýst.

Bahá'u'lláh

ÚRV CLV.
  stars  
12. Mulk

Þetta er dagurinn þegar hinn almiskunnsami hefur stigið niður í skýjum þekkingar, íklæddur augljósum yfirráðum. Honum er vel kunnugt um gerðir mannanna. Enginn getur villst á dýrð hans, ef aðeins þér skilduð.

Bahá'u'lláh

18. febrúar
ÚRV XVIII.
 

Ó, sonur andans! Bið mig þess ekki, sem vér ekki æskjum fyrir þig. Lát þér nægja það, sem vér höfum ákvarðað þér, því aðeins það stoðar þér, ef þú gerir þér það að góðu.

Bahá'u'lláh

HOA 18
  stars  

13. Mulk

Lát sál þína tindra svo af loga þessa ódeyjandi elds sem brennur í miðju hjarta heimsins að vötn alheimsins geti ekki kælt hita hans. Nefn síðan nafn Drottins þíns svo að orð þín megi verða hinum gálausu meðal þjóna vorra til áminningar og gleðji hjörtu hinna réttlátu.

Bahá'u'lláh

19. febrúar
ÚRV XV.
 

Ó, mannssonur! Ver ekki dapur nema vegna þess, að þú ert fjarri oss. Fagna eigi nema vegna þess, að þú nálægist oss og snýrð aftur til vor.

Bahá'u'lláh

HOA 35
  stars  
14. Mulk

Lítið aðra sömu augum og þér lítið sjálfa yður.

Bábinn

20. febrúar
NÞ - NS
 

Lít ekki á skepnur Guðs öðrum augum en gæsku og miskunnar, því að ástrík forsjón vor hefur gagntekið allt sem skapað er og náð vor umlukið jörðina og himnana. Þetta er dagurinn þegar sannir þjónar Guðs dreypa á lífsvatni endurfunda, dagurinn þegar þeir sem eru nálægir honum geta drukkið úr lygnu fljóti ódauðleikans og þeir sem trúa á einingu hans, vín návistar hans, með því að viðurkenna hinn hæsta og hinsta, sem kallar með rödd tignar og dýrðar: „Ríkið er mitt. Ég er sjálfur í mínum eigin rétti herra þess.

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  
15. Mulk

Ó, sonur hinnar undursamlegu vitrunar! Ég hefi blásið í þig anda míns eigin Anda, svo þú megir verða ástvinur minn. Hvers vegna hefur þú yfirgefið mig og leitað annars ástvinar?

Bahá'u'lláh

21. febrúar
HOA 19
 

Ó þér hersing guðsmanna! Óttist Guð frá og með þessum degi er þér setjið fram skoðanir yðar því að hann sem er minning vor á meðal yðar og sem kemur frá oss er í sannleika dómarinn og vitnið. Hverfið frá því sem þér hafið haldið fast við og sem bók Guðs, hins sanna, hefur ekki heimilað því á degi upprisunnar munuð þér á brúnni verða í sannleika gerðir ábyrgir fyrir þeirri stöðu sem þér gegnduð.

Bábinn

GH 18
  stars  
16. Mulk

Ó, verundarsonur! Gæt boða minna sakir ástar á mér og neita þér um það, sem þú þráir, ef þú sækist eftir velþóknun minni.

Bahá'u'lláh

22. febrúar
HOA 38
 

Þann dag þegar hann sem Guð mun birta opinberast munu allir á jörðu vera jafnir fyrir augliti hans.

Bábinn

GH 374
  stars  
17. Mulk

Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að öllum mönnum megi náðarsamlega verða hjálpað við að uppfylla það sem er þóknanlegt fyrir augliti voru. Brátt verður ríkjandi skipan undið saman og ný breidd út í hennar stað. Vissulega mælir Drottinn þinn sannleikann og þekkir hið óséða.

Bahá'u'lláh

23. febrúar
ÚRV IV.
 

Ó sonur duftsins! Blinda augu þín, til þess að þú megir sjá fegurð mína. Loka hlustum þínum, svo þú megir hlýða á ljúfan hljóm raddar minnar. Tæm sjálfan þig af allri þekkingu, svo að þú megir fá hlutdeild í þekkingu minni og helga þig frá ríkidæmi, til þess að þú getir eignast varanlegan skerf úr hafi eilífra auðæfa minna. Það er: blinda augu þín fyrir öllu nema fegurð minni, loka hlustum þínum fyrir öllu nema orði mínu, tæm sjálfan þig af öllum lærdómi nema þekkingu á mér, svo að þú megir með skýrri sýn, hreinu hjarta og eftirtektarsömu eyra ganga inn til hirðar heilagleika míns.

Bahá'u'lláh

HOP 11
  stars  
18. Mulk

Ó, verundarsonur! Ef hjarta þitt þráir þetta eilífa ótortímanlega ríki og þetta aldna og ævarandi líf, yfirgef þá þetta dauðlega og hverfula ríki.

Bahá'u'lláh

24. febrúar
HOA 54
 

Ef ég nefni þig, ó Guð minn, þann sem allt skynjar, er ég knúinn til þess að viðurkenna að þeir sem eru hæstu holdtekjur skynjunar hafa verið skapaðir að skipan þinni. Og ef ég vegsama þig sem hinn alvitra, verð ég einnig að játa að sjálfar uppsprettur viskunnar hafa verið skapaðar með fulltingi vilja þíns. Og ef ég lýsi þér sem hinum óviðjafnanlega, uppgötva ég brátt að þeir sem eru innsti veigur einingar hafa verið sendir niður af þér og eru einungis vitnisburður verka þinna.

Bahá'u'lláh

ÚRV I.
  stars  
19. Mulk

Vit þú að kjarni trúarinnar er þekking á Guði. Fullkomnum þessrar þekkingar er trúin á einingu hans.

Bábinn

25. febrúar
GH 230
 

Ó, mannssonur! Auðmýk þig frammi fyrir mér, svo ég megi náðarsamlega vitja þín. Rís upp til sigurs málstað mínum, svo þú megir vinna sigur meðan þú enn ert á jörðu.

Bahá'u'lláh

HOA 42
     
     

165 e. B.

18
19