bstar

Mashiyyat - Vilji

line

Hvert og eitt yðar verður að hafa hugann við að gleðja
aðra á þeim fundi og gera þá hamingjusama.
Hver og einn viðstaddur verður að líta á hina
sem sér betri og meiri og telja sjálfan sig óverðugri.
Vitið þeirra stöðu háa en yðar eigin stöðu lága.
Vitið með vissu að ef þér breytið samkvæmt þessu
er sú hátíð hið himneska matborð
og sá málsverður heilög kvöldmáltíð.
Ég er þjónn þeirrar hátíðar.

'Abdu'l-Bahá

line

1. MashiyyatAllt lof sé einingu Guðs og allur heiður honum, allsráðandi Drottni, hinum óviðjafnanlega og aldýrlega stjórnanda alheimsins, sem úr fullkomnu tilvistarleysi hefur skapað veruleika allra hluta; sem úr alls engu hefur kallað til verundar fáguðustu og fíngerðustu þætti sköpunar sinnar, bjargað skepnum sínum frá niðurlægingu fjarlægðar og úr háska endanlegrar útslokknunar og veitt þeim viðtöku í ríki óforgengilegrar dýrðar sinnar. Engu nema alltumlykjandi náð hans, gjörtækri miskunn hans, gæti hafa tekist þetta. Hvernig hefði það að öðrum kosti verið kleift fyrir algjöra eiveru að öðlast af sjálfu sér verðskuldun og hæfni til að hverfa frá tilvistarleysi til ríkis verundar?  Er hann hafði skapað heiminn, og allt sem í honum lifir og hrærist, kaus hann með beinum tilverknaði óhefts og allsráðandi vilja síns, að miðla manninum einstæðum auðkennum og hæfni til að þekkja hann og elska, en á þá hæfni verður að líta sem hina skapandi hvöt að baki öllu sköpunarverkinu og grundvallarmarkmið þess.

Bahá'u'lláh

27. september

 

ÚRV XXVII.
 

Sérhvert orð sem framgengur af munni Guðs er gætt slíku valdi að það getur blásið nýju lífi í sérhverja mannlega umgjörð, ef þér teljist til þeirra sem skilja þennan sannleika. Öll þau undursamlegu verk sem þér sjáið í þessum heimi hafa birst fyrir æðsta og upphafnasta vilja hans, óhaggandi og undursamlega ákvörðun hans. Með einni saman opinberun orðsins „mótandinn" sem framgengur af vörum hans og boðar mannkyni þessa eigind hans leysist slíkur kraftur úr læðingi, að hann getur öld eftir öld fætt af sér öll þau margvíslegu listform sem hendur mannana geta skapað.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXIV
  stars  

2. Mashiyyat

Fyrrum var kunngert: „Ást á landi manns er hluti af trú Guðs.“ Tunga Tiginleikans hefur þó á degi birtingar sinnar lýst þessu yfir: „Þess er ekki að miklast, sem elskar land sitt, heldur þess sem elskar veröldina.“

Bahá'u'lláh

28. september
ÚRV XLIII.
 

Kjarni trúarbragðanna er að bera því vitni, sem Guð hefur opinberað, og fylgja því sem Hann hefur fyrirskipað í máttugri bók sinni.

Bahá'u'lláh

LLV 78:82
  stars  

3. Mashiyyat

Svo blint er hjarta mannsins að þótt borgin sé lögð í eyði og fjallið verði að dufti og jafnvel jörðin sundrist getur hann ekki hrist af sér sinnuleysið. Tilvísanir ritninganna hafa verið afhjúpaðar og táknin sem þar eru skráð opinberuð og hið spámannlega kall hljómar án afláts. Og samt eru allir úrræðalausir í ölvun gáleysis síns nema þeir sem Guði þóknaðist að leiðbeina! Sjáið hvernig ný ógæfa dynur yfir heiminn á degi hverjum. Hrellingar hans aukast stöðugt.

Bahá'u'lláh

29. september
ÚRV XVI.
 

Ó fólk jarðar! Hver sá sem hlýðir orði Guðs og bók hans hefur í annleika hlýtt Guði og hans útvöldu og mun í lífinu sem kemur verða í návist Guðs talinn til þeirra sem dvelja í paradís velþóknunar hans.

Bábinn

SWB 43
  stars  

4. Mashiyyat

Ó fylgjendur réttlætis! Verið bjartir sem ljósið og skínandi sem eldurinn er logar í hinum brennandi runna. Birtan af eldi ástar yðar mun án efa sameina stríðandi þjóðir og kynkvíslir jarðar, en heiftareldur óvináttu og haturs getur ekki endað í öðru en átökum og hruni.

Bahá'u'lláh

30. september
ÚRV LXIII.
 

Heilagri, guðlega áformaðri opinberun Minni má líkja við úthaf, sem geymir í djúpum sér ótölulegan fjölda af dýrmætum og tindrandi skærum perlum. Það er skylda sérhvers leitanda, að hefjast handa og komast til stranda þessa hafs, svo að hann megi, að svo miklu leyti sem ákefð leitar hans og viðleitni hans segir til um, eignast hlutdeild í þeim gæðum, sem forákvörðuð hafa verið í óaftur-kallanlegum og huldum töflum Guðs. Vilji enginn beina skrefum sínum til þessara stranda, láti allir undir höfuð leggjast að rísa upp og finna Hann, er þá hægt að segja, að slík vanræksla hafi rænt hafið valdi þess eða dregið í ein-hverjum mæli úr auðlegð  þess?

Bahá'u'lláh

LLV 89:93
  stars  

5. Mashiyyat

Ó, mannsson! Ógæfa mín er forsjá mín, hið ytra er hún eldur og hefnd, en hið innra ljós og miskunn. Hraða þér á hennar fund svo að þú megir verða eilíft ljós og ódauðlegur andi. Þetta er boð mitt til þín, gæt þess.

Bahá'u'lláh

1. október
HOA 51
 

Allt sem var hulið hefur verið afhjúpað með valdi sannleikans. Allar gjafir Guðs hafa verið sendar niður sem tákn um náð hans. Vötn eilífs lífs hafa í gnótt sinni verið boðin mönnunum. Hendur ástvinarins hafa reitt fram sérhvern bikar. Komið nær og staðnæmist ekki, þótt ekki sé nema eitt andartak.

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  
6. Mashiyyat

Trú Drottins er sakir ástar og einingar; gerið hana ekki að orsök sundurlyndis og óeiningar

Bahá'u'lláh

2. október
BF 209
 

Þér er ljóst og auðsætt að allir spámennirnir eru musteri málstaðar Guðs sem hafa birst í ýmsum skrúða. Ef þú aðgættir skörpum augum sæir þú þá alla dvelja í einum helgidómi, svífa á sama himni, sitja í sama hásæti, mæla sömu orð og boða sömu trú. Slík er eining þessara kjarna verundarinnar, þessara ljósgjafa ómælanlegrar og takmarkalausrar dýrðar. Því er það, að ef ein þessara birtinga heilagleikans kunngerði: „Ég er endurkoma allra spámannanna," segði hann vissulega sannleikann. Á sama hátt er endurkoma fyrri opinberunar staðreynd sem er tryggilega staðfest í næstu opinberun.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXII.
  stars  

7. Mashiyyat

Saurgið eigi tungur yðar með því að atyrða nokkurn eða smána og verjið augu yðar því, sem ekki er sæmilegt.

Bahá'u'lláh

3. október
TOB 27
 

Hvenær sem hinir trúföstu heyra ritningarvers þessarar b ókar upplesin, flóa augu þeirra í tárum og hjörtu þeirra verða djúpt snortin sakir ástarinnar, sem þeir bera til Guðs, hans sem allir vegsama. Hann er Guð sem allt þekkir, hinn eilífi. Þeir eru að sönnu íbúar hinnar alhæstu paradísar þar sem þeir munu dvelja um eilífð. Sannlega líta þeir ekkert þar nema það sem komið er frá Guði — ekkert sem er utan skilnings þeirra. Þar munu þeir fyrirhitta átrúendurna í Paradís sem munu ávarpa þá og orðin „Friður, Friður" dvelja á vörum þeirra.

Bábinn

LLV 50:57
  stars  
8. Mashiyyat

Vita skalt þú að þegar mannssonurinn fórnaði Guði anda sínum grét öll sköpunin sárum gráti. Með þeirri fórn öðlaðist hinsvegar allt sem skapað er nýja getu. Vitnisburðinn um þetta má finna með öllum þjóðum eins og þú glögglega sérð. Dýpsta viska vitringanna, mesti lærdómur sem nokkur hugur hefur aflað sér, listirnar sem hæfustu hendur hafa skapað, áhrifamáttur öflugustu valdsherra, eru aðeins birtingar þessa endurlífgandi krafts sem yfirskilvitlegur, allumvefjandi og geislandi andi leysti úr læðingi.

Bahá'u'lláh

4. október
ÚRV XXXVI.
 

Ó þjónar Mínir! Sviftið eigi sjálfa yður því skæra og ófölnandi ljósi, sem skín í lampa guðlegrar dýrðar. Látið loga Guðs ástar brenna glatt í geislandi hjörtum yðar. Fæðið hann með olíu himneskrar leiðsagnar og verjið hann í skjóli staðfestu yðar. Verndið hann í ljóshjálmi trausts og aðskilnaðar frá öllu nema Guði, svo að illt hvískur hinna óguðlegu megi ekki kæfa birtu hans.

Bahá'u'lláh

LLV 89:93
  stars  
9. Mashiyyat

Vér skynjum glöggt hvernig miklar og ómældar hörmungar steðja að öllu mannkyni. Vér sjáum það tærast upp á sjúkrabeði sínum, þjakað og vonsvikið. Þeir sem hafa ölvað sig drambi koma á milli þess og hins himneska, óskeikula græðara. Sjáið hvernig þeir hafa flækt sjálfa sig og alla aðra í net vélráða sinna. Þeir geta hvorki greint orsakir sjúkdómsins né hafa nokkra þekkingu á lyfinu. Hið beina telja þeir bogið og vin sinn fjandmann.

Bahá'u'lláh

5. október
ÚRV CVI.
 

Enga dáð hef ég drýgt, ó Guð minn, að ég verðskuldi að líta ásýnd Þína, og ég veit með vissu, að þótt ég lifði jafn lengi og veraldirnar vara, mundi mér ekki takast að drýgja neina þá dáð, sem verðskuldaði slíka hylli, því að staða þjóns Þíns verður ávallt óverðug heilögum híbýlum Þínum, nema örlæti Þitt nái til mín og ljúf miskunnsemi Þín gagntaki mig og ástúð Þín umlyki mig.

Bábinn

LLV 28:42
  stars  
10. Mashiyyat

Mikið umrót hefur gripið um sig í veröldinni og hugir manna eru fullkomlega ráðvilltir. Vér biðjum hinn almáttuga þess að hann megi náðarsamlega upplýsa þá með dýrð réttlætis síns og gera þeim kleift að uppgötva það sem ætíð og undir öllum kringumstæðum er þeim til hagsbóta.

Bahá'u'lláh

6. október
ÚRV XXVI.
 

Vit með vissu að hinn óséði  getur á engan hátt líkamnað eðlisgerð sína og opinberað hana mönnum. Hann er, og hefur ætíð verið, ómælanlega hátt hafinn yfir alla tjáningu eða skynjun. Frá athvarfi dýrðar hans kunngerir rödd hans án afláts: „Sannlega er ég Guð; enginn er Guð nema ég, hinn alvitri og alvísi. Ég hef birt mig mönnum og sent niður þann sem líkt og sólin stafar frá sér táknum opinberunar minnar. Með fulltingi hans hef ég látið allt sköpunarverkið votta að enginn er Guð nema hann, hinn óviðjafnanlegi og alupplýsti, hinn alvísi." Hann sem er að eilífu hulinn sjónum manna er aldrei hægt að þekkja nema af opinberanda hans og opinberandi hans getur ekki gefið neina frekari staðfestingu á sannleiksgildi ætlunarverks síns en sína eigin persónu.

Bahá'u'lláh

ÚRV XX.
  stars  
11. Mashiyyat

Eðli sálarinnar eftir dauðann verður aldrei hægt að lýsa né heldur er það rétt og leyfilegt að opinbera mönnunum öll einkenni   hennar.   Spámenn   og   boðberar   Guðs   hafa   verið sendir niður í þeim eina tilgangi að leiða mannkynið á hinn beina    veg    sannleikans.    Áformið    sem  liggur    að    baki opinberun þeirra, hefur verið í því fólgið að uppfræða alla menn, svo að þeir megi á dauðastundinni stíga upp í fullkomnustum  hreinleika  og  heilagleika  og í  algjörri  andlegri lausn til hásætis hins h æsta.

Bahá'u'lláh

7. október
LLV 86:88
 

Vita skalt þú, að sál mannsins er óháð og ofar öllum líkamlegum og hugrænum sjúkleika. Sýni sjúkur maður hnignunarmerki stafa þau af hindrunum sem koma á milli sálar hans og líkama, því sálin er sjálf óháð öllum líkamlegum meinsemdum. Íhuga ljósið sem skín í lampanum. Þótt ytri fyrirstaða geti skyggt á birtu þess heldur ljósið áfram að skína og birta þess dofnar ekki.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXX.
  stars  
12. Mashiyyat

Ó, mannsonur. Ef auðlegð fellur þér í hlut fagna eigi og ef þú kynnist niðurlægingu ver eigi hryggur því að hvortveggja mun líða undir lok og vera eigi framar.

Bahá'u'lláh

8. október
HOP ?
 

Uppspretta alls ills er fyrir manninn að snúa baki við Drottni sínum og festa hjarta sitt við óguðlega hluti.

Bahá'u'lláh

LLV 78:83
  stars  

13. Mashiyyat

Ó, útflytjendur! Tunguna skóp ég til að nefna mig, saurgið hana ekki með illu tali. Ef eldur sjálfsins heltekur yður minnist þá yðar eigin ávirðinga en ekki ávirðinga skepna minna, því að sérhver yðar þekkir sitt eigið sjálf betur en hann þekkir sjálf annarra. 

Bahá'u'lláh

9. október
HOA 25
 

Ó, sonur andans. Hreyk þér ekki yfir hinn snauða, því að ég leiði hann á vegi hans og lít þig í illu hlutskipti þínu og baka þér eilífa fordæming.

Bahá'u'lláh

HOP 63
  stars  
14. Mashiyyat

Við réttvísi Guðs, Míns ástfólgna! Ég hef aldrei sóst eftir veraldlegri forystu. Eina áform Mitt var að rétta niður til mannanna það sem Mér var boðið að flytja af Guði, hinum náðuga, hinum óviðjafnanlega, til þess að það megi leysa þá frá öllu sem þessari veröld tilheyrir og hefja þá upp til þeirra hæða, sem hvorki hinir óguðlegu geta skilið né hinir vegvilltu gert sér í hugarlund.

Bahá'u'lláh

10. október
LLV 82:86
 

Líta ber svo á að hinn eini sanni Guð sé aðskilinn og ómælanlega hátt hafinn yfir allt sem skapað er. Allur alheimurinn speglar dýrð hans en sjálfur er hann óháður og ofar skilningi þeirra sem hann hefur skapað. Þetta er sönn merking guðlegrar einingar.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXIV.
  stars  
15. Mashiyyat

Tvær sólir upplýsa himinn guðlegrar visku: samráð og samkennd. Takið ráð saman um öll málefni, því samráð er lampi leiðsagnar sem lýsir veginn og miðlar skilningi.

Bahá'u'lláh

11. október
HF 102
 

Sælir eru þeir dagar, sem helgaðir hafa verið minningu Guðs, og sælar þær stundir, sem eytt hefur verið í lofgjörð til hans, sem er hinn alvitri. Sem ég lifi! Hvorki íburður hinna voldugu né auðæfi hinna ríku, né jafnvel upphefð hinna óguðlegu, mun vara.

Bahá'u'lláh

LLV 86:87
  stars  
16. Mashiyyat

Vit í sannleika að bæði kjarni og uppspretta réttlætis líkamnast í fyrirmælum opinberanda Guðs meðal manna, ef þér tilheyrið þeim sem kunna skil á þessum sannleika. Hann er vissulega holdtekja hins hæsta og óskeikula mælikvarða réttlætis í allri sköpuninni.

Bahá'u'lláh

12. október
ÚRV LXXXVIII
 

Undir hvaða ríkisstjórn og í hvaða landi sem einhverjir úr þessu samfélagi búa, ber þeim að sýna ríkisstjórninni hollustu, trúnaðartraust og sannsögli

Bahá'u'lláh

TOB 22
  stars  
17. Mashiyyat

Ó, verundarsonur. Ást mín er vígi mitt, sá sem inn í það gengur er hólpinn og óhultur, en sá sem snýr á brott mun vissulega rata í villur og tortímast.

Bahá'u'lláh

13. október
HOA 9
 

Upphafinn ert Þú, ó Drottinn Guð. Lát himneska blessun Þína stíga niður yfir heimili þeirra, sem hafa trúað á Þig. Vissulega er enginn Þér fremri í útdeilingu himneskra blessana. Send frá Þér, ó Guð, þá herskara, sem gera munu trúfasta þjóna Þína sigursæla.

Bábinn

LLV 29:43
  stars  
18. Mashiyyat

Það er ljóst og auðsætt, að allir menn munu eftir líkamlegan dauða sinn gera sér grein fyrir gildi gerða sinna og skilja hvað hendur þeirra hafa unnið. Eg sver við þá dagstjörnu, sem skín yfir sjónhring himnesks valds! Þeir sem eru fylgjendur hins eina sanna Guðs munu, á þeirri stundu er þeir skiljast frá þessu lífi, upplifa slíkan fögnuð og gleði, að ógjörningur er að lýsa því, en þeir sem lifa í villu munu verða gripnir slíkum ótta og bifan og fyllast slíkri skelfingu, að engu verður við það jafnað. Vel sé þeim sem drukkið hefur hið kjörna og óspillanlega vín trúarinnar fyrir náðarsamlega hylli og margvíslegt örlæti hans, sem er Drottinn allra trúarbragða.

Bahá'u'lláh

14. október
LLV 87:91
 

Hinir auðugu verða að bera hag hinna fátæku mest fyrir brjósti, því mikil er vegsemdin sem Drottinn hefir fyrirbúið þeim snauðu er þolugir þreyja.

Bahá'u'lláh

GL 7
  stars  
19. Mashiyyat

Ó verundarsonur. Elska mig svo að ég megi elska þig. Ef þú elskar mig ekki, getur ást mín á engan hátt náð til þín. Vit þetta, ó þjónn.

Bahá'u'lláh

15. október
HOA 5
 

Ó Drottinn! Hjá þér leita ég athvarfs og sný hjarta mínu í átt til allra tákna þinna. Ó Drottinn! Hvort sem ég er á ferðalagi eða heima við, í starfi mínu og atvinnu, set ég allt traust mitt á þig. Veit mér liðsinni þitt, sem eitt nægir mér, svo að ég verði óháður öllum hlutum, ó þú sem átt Þér engan jafningja í miskunnsemi þinni.

Bábinn

LLV 31:44
     
     

165 e. B.

12
13
14
15
16
17
18
19