bstar

Sultán - Heiður

line

Brýnust allra verkefna í dag er hreinsun
lundernisins, leiðrétting siðanna,
endurbætur á hegðuninni.
Það sæmir ástvinum Guðs að rísa
upp meðal allra þjóða með slíkum gerðum
og eiginleikum, að hinir ljúfu vindar sem blása um
garð heilagleikans muni veita ilman
yfir alla jörðina og vekja
hinar dauðu sálir
til lífsins.

'Abdu'l-Bahá

line

1. SultánKalla til Síon, ó Karmel, og kunnger fagnaðartíðindin: Hann sem var hulinn augum dauðlegra manna er kominn! Sigursæl yfirráð hans eru opinberuð; alltumlykjandi dýrð hans hefur birst. Varast að hika eða nema staðar. Hraða þér og gakk kringum borg Guðs, sem hefur stigið niður af himnum, hina himnesku Kaaba.

Bahá'u'lláh

19. janúar

 

ÚRV XI.
 

Lít ekki á skepnur Guðs öðrum augum en gæsku og miskunnar, því að ástrík forsjón vor hefur gagntekið allt sem skapað er og náð vor umlukið jörðina og himnana. Þetta er dagurinn þegar sannir þjónar Guðs dreypa á lífsvatni endurfunda, dagurinn þegar þeir sem eru nálægir honum geta drukkið úr lygnu fljóti ódauðleikans og þeir sem trúa á einingu hans, vín návistar hans, með því að viðurkenna hinn hæsta og hinsta, sem kallar með rödd tignar og dýrðar: „Ríkið er mitt. Ég er sjálfur í mínum eigin rétti herra þess."

Bahá'u'lláh

ÚRV XIV.
  stars  

2. Sultán

Guð ber því vitni að enginn er Guð nema hann. Hans eru ríkin á himnum og jörðu og hvarvetna þar er á milli. Hann er upphafinn yfir skilning allra hluta, órannsakanlegur huga sérhverrar skapaðrar veru: enginn getur skilið einingu verundar hans eða afhjúpað eðli tilvistar hans.

Bábinn

20. janúar
SWB 154
 

Gleðjist ekki yfir hlutum þessa heims og hégómlegu skarti hans og bindið ekki vonir við hann. Setjið traust yðar á minningu Guðs, hins upphafnasta og hæsta. Áður en langt um líður mun hann gera að engu það sem þér eigið. Óttist hann og gleymið ekki sáttmála hans við yður og teljist ekki með þeim sem eru útilokaðir frá honum eins og með blæju.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVI.
  stars  

3. Sultán

Ó, verundarson! Ætla engri sálu það sem þú vildir eigi að þér væri ætlað og seg ekki það sem þú ekki gerir. Þetta er boð mitt til þín, gæt þess.

Bahá'u'lláh

21. janúar
HOP 29
 

Ég bið Guð þess, að hann megi náðarsamlega gera hverjum og einum yðar kleift, að skrýða sig skarti hreinna og heilagra gerða á þessum degi. Hann gerir vissulega það sem honum þóknast.

Bahá'u'lláh

LLV 88:92
  stars  

4. Sultán

Lof sé Guði sem náðarsamlega gerir hverjum sem hann vill kleift að veita sér lotning og tilbeiðslu. Sannlega er enginn Guð nema hann. Hans eru hinar ágætustu nafnbætur; hann er sá sem fullkomnar orð sitt eins og honum þóknast og hann er sá sem leiðir þá sem fengið hafa upplýsingu og leita vegu réttlætis.

Bábinn

22. janúar
SWB 158
 

Vitið að raunir og þrengingar hafa frá ómunatíð verið hlutskipti hinna útvöldu Guðs og þeirra þjóna hans sem hafa leyst sig úr viðjum alls nema hans, þeirra sem engin jarðnesk verðmæti geta lokkað frá því að minnast hins almáttuga, þeirra sem ekki mæla fyrr en hann hefur mælt og fara að boðum hans. Slík var aðferð Guðs í fortíðinni og slík verður hún í framtíðinni. Sælir eru þeir sem stöðugir þreyja, sýna þolgæði í raunum og erfiðleikum, kveina ekki yfir neinu sem þeim fellur í hlut og feta stigu undirgefni.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVI.
  stars  

5. Sultán

Látið eigi hégómlegar vonir yðar og fánýtar ímyndanir veikja grundvöll trúar yðar á hinn aldýrlega Guð, því að slíkar ímyndanir hafa aldrei stoðað mönnunum neitt og mistekist að leiða þá á hinn beina veg.

Bahá'u'lláh

23. janúar
LLV 89:93
 

Haldið þér, ó þjónar mínir, að hönd alltumlykjandi, yfirskyggjandi og yfirskilvitlegs herradóms míns sé hlekkjuð, að framstreymi aldinnar, óþrotlegrar og alltgagntakandi náðar hafi stöðvast, eða að úr skýjum æðstrar og óviðjafnanlegrar mildi minnar hafi gjöfum mínum hætt að rigna yfir mennina?

Bahá'u'lláh

LLV 78:82
  stars  
6. Sultán

Hinn heitasti eldur er að draga í efa tákn Guðs, mæla fáfengilega í gegn því sem hann hefur opinberað, afneita honum og bera sig drembilega frammi fyrir honum.

Bahá'u'lláh

24. janúar
ÚRV CLIII.
 

Sú sál sem hefur verið trú málstað Guðs og staðið óbifanleg á vegi hans mun eftir andlátið verða gædd slíkum mætti að allar veraldirnar sem hinn almáttugi hefur skapað geta hagnast fyrir hennar tilstyrk. Slík sál er að boði hins fullkomna konungs og himneska fræðara ómengað súrdeig, sem sýrir heim tilvistar og miðlar því afli sem birtir listir og furðuverk heimsins. Sjá hvernig mjölið þarf súrdeig til að sýrast. Þær sálir sem eru tákn sjálfslausnar eru súrdeig þessa heims.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXII.
  stars  

7. Sultán

Óttastu Guð, Drottinn þinn, og nefndu nafn hans kvölds og morgna. Fylgdu ekki hvatningum hinna trúlausu, að þú verðir ekki talinn til þeirra sem mæla fyrir hégómlegum ímyndunum. Hlýð af trúmennsku frumpunktinum, sem er Drottinn sjálfur, og tilheyr hinum réttlátu. Lát ekkert valda þér ugg og ver ekki órór vegna þess sem áformað er að gerist í þessum málstað. Sýndu einlæga viðleitni sakir Guðs og gakk vegu hinna réttlátu. Ef þú mætir hinum vantrúuðu set allt raust þitt á Guð, Drottinn þinn, og seg: Guð nægir mér í ríkjum þessa heims og hins næsta.

Bábinn

25. janúar
SWB 158
 

Varist, ó fólk Bahá, að feta stigu þeirra, sem segja annað en þeir gera. Sýnið viðleitni, að yður megi verða gert kleift að birta þjóðum jarðarinnar tákn Guðs og endurspegla boð hans. Látið gerðir yðar verða leiðsögn öllu mannkyni, því að orð flestra manna, hárra og lágra, eru frábrugðin framferði þeirra. Það er með gerðum yðar sem þér getið aðgreint yður frá öðrum. Með tilstuðlan þeirra getur birtan af ljósi yðar upplýst alla jörðina.

Bahá'u'lláh

LLV 91:99
  stars  
8. Sultán

Vaknið til dáða, ó menn, og búið yður undir daga guðdómlegs réttlætis því að stundin fyrirheitna er runnin upp. Varist að vanmeta þýðingu hennar og verða taldir til hinna villuráfandi.

Bahá'u'lláh

26. janúar
ÚRV XII.
 

Vit, ó ávöxtur á meiði mínum, að ákvarðanir hins æðsta yfirbjóðanda hvað varðar örlög og forákvörðun eru tvennskonar. Hvorutveggja ber að virða og hlýða. Onnur er óafturkallanleg, hin er, samkvæmt orðfæri manna, yfirvofandi. Þeirri fyrri verða allir menn skilyrðislaust að lúta því hún er fyrirhuguð og fastráðin. Guð getur þó breytt henni eða ógilt. Þar sem tjónið sem af því hlýst er meira en ef ákvörðunin hefði staðið óhögguð, ættu allir að sætta sig fúslega við vilja Guðs og hlýðnast honum í fullvissu.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXVIII.
  stars  

9. Sultán


Ef þú opnaðir hjarta einnar sálar með því að hjálpa henni að taka trú hans sem Guð mun birta, myndi innsta verund þín fyllast innblæstri og andagift þess tigna nafns. Þér er því fengið í hendur þetta verk á dögum upprisunnar því að flestir menn eru hjálparvana og ef þú opnaðir hjarta þeirra og eyddir efasemdum þeirra myndu þeir fá inngöngu í trú Guðs.

Bábinn

27. janúar
SWB 133
 

Ó fólk Guðs! Það sem þjálfar veröldina er réttlætið, því að það hvílir á tveim stoðum, umbun og refsingu. Þessar tvær stoðir eru uppspretta lífs fyrir heiminn.

Bahá'u'lláh

LLV 96:107
  stars  
10. Sultán

Yrði nokkur maður spurður í návist Guðs á þeim degi, er öllum þjóðum jarðarinnar verður safnað saman: „Hversvegna hefur þú eigi trúað á fegurð mína og hví hefur þú snúið frá sjálfi mínu ?" og sá hinn sami svaraði og segði: „Þar eð allir menn hafa farið villur vegar og enginn fyrirfannst, sem vildi festa sjónir á sannleikanum, fylgdi ég fordæmi þeirra og mistókst hrapallega að bera kennsl á fegurð hins eilífa," þá yrði slíkri bón vissulega hafnað. Því að enginn getur skilyrt trú nokkurs manns nema hann sjálfur.

Bahá'u'lláh

28. janúar
ÚRV LXXV.
 

Vita skalt þú með vissu að rétt eins og þú trúir að orð Guðs, upphafin sé dýrð hans, vari að eilífu, þannig verður þú einnig að trúa með efunarlausri fullvissu að merking þess sé óþrotleg. Þeir sem eru tilskipaðir túlkendur þess og geyma leyndardóma þess í hjörtum sínum eru hinsvegar þeir einu sem geta skilið margþætta visku þess.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXXIX
  stars  
11. Sultán

Ó, verundarson! Ger þér eigi dælt við þessa veröld, því að með eldi reynum vér gullið og með gulli reynum vér þjóna vora.

Bahá'u'lláh

29. janúar
HOP 55
 

Ó þér sem á jörðu dveljið! Mestu og tignustu einkenni þessarar æðstu opinberunar eru þau að vér höfum annarsvegar afmáð af blöðum heilagrar bókar Guðs allt sem valdið hefur deilum, illgirni og fláttskap meðal mannanna barna og hinsvegar sett fram meginforsendur samstillingar, skilnings, fullkominnar og varanlegrar einingar. Heill þeim sem halda boð mín.

Bahá'u'lláh

ÚRV XLIII.
  stars  
12. Sultán

Kjarni viskunnar er að óttast Guð, skelfast hirtingu Hans og refsidóm og hræðast réttlæti Hans og ákvörðun.

Bahá'u'lláh

30. janúar
LLV 78:82
 

Ó, mannsson! Ef mótlæti fellur þér eigi í skaut á vegi mínum, hvernig getur þú gengið með þeim, sem gera sér að góðu velþóknun mína? Ef raunir hrjá þig ekki í þrá þinni að finna mig, hvernig munt þú þá geta öðlast ljósið í ást þinni á fegurð minni?

Bahá'u'lláh

HOP 50
  stars  

13. Sultán

Vit að eðli allra manna er mótað af Guði, verðinum, hinum sjálfumnóga. Hver og einn hefur fengið sinn skerf eins og ákvarðað er í máttugri og varðveittri töflu Guðs. Ekkert sem sem í yður býr getur þó birst nema fyrir beitingu yðar eigin vilja. Gerðir yðar bera þessum sannleika vitni.

Bahá'u'lláh

31. janúar
ÚRV XL.
 

Sérhvert verk sem þér hugleiðið er honum jafn augljóst og hafi það þegar verið unnið. Enginn er Guð nema hann. Honum tilheyrir öll sköpunin og veldi hennar. Allt stendur afhjúpað frammi fyrir honum; allt er skráð á heilagar og huldar töflur hans. Þó ber ekki að líta svo á að þessi fyrirvitund Guðs sé ástæðan fyrir verkum mannanna, ekki fremur en ósk þín eða vitneskja um að tiltekinn atburður muni gerast getur orsakað þann atburð.

Bahá'u'lláh

ÚRV XL.
  stars  
14. Sultán

Lát sál þína tindra svo af loga þessa ódeyjandi elds sem brennur í miðju hjarta heimsins að vötn alheimsins geti ekki kælt hita hans. Nefn síðan nafn Drottins þíns svo að orð þín megi verða hinum gálausu meðal þjóna vorra til áminningar og gleðji hjörtu hinna réttlátu.

Bahá'u'lláh

1. febrúar
ÚRV XV.
 

Ef leyndardómarnir sem Guð einn þekkir yrðu dregnir fram í dagsljósið mundi allt mannkynið verða vitni að fullkomnu og algjöru réttlæti. Með fullvissu sem enginn gæti dregið í efa mundu allir menn staðfastlega fylgja boðum hans og varðveita þau af árvekni. Vér höfum vissulega ákvarðað í bók vorri mikið og ríkulegt endurgjald hverjum þeim sem snýr sér frá illsku og lifir hreinu og guðlegu lífi. Hann er í sannleika gjafarinn mikli, hinn algjöfuli.

Bahá'u'lláh

ÚRV LIX.
  stars  
15. Sultán

Ef þér leitið þessa lífs og hégóma þess hefðuð þér átt að leita meðan þér voruð enn í móðurskauti því þá nálguðust þér það stöðugt, ef aðeins þér skilduð það. Síðan þér fæddust og komust til vits hafið þér hinsvegar verið að fjarlægjast veröldina og nálgast duftið. Hversvegna sýnið þér þá slíka græðgi við aðdrátt jarðneskra fjársjóða, þegar dagar yðar eru taldir og tækifæri yðar nær glötuð? Viljið þér ekki, gálausir, vakna af svefni yðar?

Bahá'u'lláh

2. febrúar
ÚRV LXVI.
 

Varist að ástríður holdsins og spilltra hneigða valdi misklíð meðal yðar. Verið sem fingur einnar handar, limir eins líkama. Þannig ráðleggur yður penni opinberunarinnar ef þér tilheyrið þeim sem trúa. Íhugið náð Guðs og gjafir hans. Hann hvetur yður til þess sem mun gagna yður þótt hann geti vel sjálfur komist af án skepna sinna. Illvirki yðar geta aldrei skaðað oss né góðverk yðar komið oss að gagni. Vér köllum yður einungis sakir Guðs. Þessu ber sérhver maður skilnings og innsæis vitni.

Bahá'u'lláh

ÚRV LXXII.
  stars  
16. Sultán

 Og þar eð engin bein tengsl eru á milli hins sanna Guðs og sköpunar hans og engin, samjöfnuður milli hins hverfula og hins eilífa, hins skilyrta og hins algilda, hefur hann fastráðið, að á hverri öld og í sérhverju trúarkerfi skuli hrein og flekklaus sál opinberast í ríkjum himins og jarðar.

Bahá'u'lláh

3. febrúar
ÚRV XL
 

Þessa fíngerðu, leyndardómsfullu og ljósvakakenndu verund hefur hann gætt tvíþættu eðli: líkamlegu, sem heyrir undir heim efnisins, og andlegu, sem er fætt af eðlisgerð Guðs sjálfs. Hann hefur auk þess veitt honum tvíþætta stöðu. Í hinni fyrri, sem tengist innsta veruleika hans, birtist hann sem rödd Guðs sjálfs.

Bahá'u'lláh

ÚRV XL
  stars  
17. Sultán

Verið auðsveipir og undirgefnir eins og jörðin svo að úr jarðvegi verundar yðar megi spretta ilmandi, heilagar og litfagrar hýasintur þekkingar minnar. Verið funandi sem bálið svo að þér megið eyða upp blæjum gáleysis og með endurlífgandi orku ástar Guðs glæða eld í hinu kalda og vegvillta hjarta.

Bahá'u'lláh

4. febrúar
ÚRV CLII.
 

Enginn maður getur nokkru sinni fullyrt að hann hafi skilið huldar og margvíslegar miskunnarsemdir Guðs; enginn getur skilið alltumlykjandi miskunn hans. Slíkar eru misgerðir og öfughneigð mannanna, svo þungar raunir hafa fallið í hlut spámanna Guðs og þeirra útvöldu, að allt mannkynið á skilið að þjást og tortímast. Hulin og ástríkust forsjón Guðs hefur hinsvegar með fulltingi sýnilegra og ósýnilegra afla verndað það og mun áfram vernda það frá illsku sinni.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXII.
  stars  
18. Sultán

Sviptið sundur í mínu nafni blæjunum sem svo hryggilega hafa blindað yður, og stökkvið á flótta hjáguðum fánýtra blekkinga með því afli, sem fæðst hefur af trú yðar á einingu Guðs. Gangið síðan inn í heilaga paradís velþóknunar hins almiskunnsama. Helgið sálir yðar frá öllu sem ekki er af Guði og smakkið sætleik hvíldarinnar innan marka víðfeðmrar og máttugrar opinberunar hans og í forsælu hins æðsta og óskeikula valds hans.

Bahá'u'lláh

5. febrúar
ÚRV LXXV
 

Kjarni góðra verka er fyrir þjóninn að skýra frá blessunum Drottins síns og færa honum þakkir ævinlega og undir öllum kringumstæðum.

Bahá'u'lláh

LLV 78:82
  stars  
19. Sultán

Tilgangur Guðs með því að senda spámenn sína til mannanna er tvíþættur. I fyrsta lagi að frelsa mannanna börn frá myrkri fáfræðinnar og leiða þá inn í ljós sanns skilnings. I öðru lagi að tryggja frið og rósemi mannkyns og miðla sérhverju því tæki sem nauðsynlegt er til að slíkt geti tekist.

Bahá'u'lláh

6. febrúar
HOP 27
 

Líta ætti á spámenn Guðs sem lækna er hafa það hlutverk að vaka yfir velferð heimsins og þjóða hans svo að þeir geti með anda einingar grætt sjúkdómana, sem hrjá sundrað mannkyn. Engum er gefinn réttur til að efast um orð þeirra eða óvirða hegðun þeirra því þeir eru hinir einu sem geta fullyrt að þeir hafi skilið sjúklinginn og greint réttilega meinsemdir hans.

Bahá'u'lláh

ÚRV XXXIV.
     
     

165 e. B.

18
19