SKÁLDSKAPUR Í ISLAM

Súfismi –dulhyggja í Islam– er ríkur þáttur í trú og menningu múslima. Hreyfingin varð til á 8. öld, hugsanlega vegna áhrifa kristinna einsetumanna, sem reyndu að nálgast Guð í hugljómun. Í súfisma gætir einnig gnostískra hugmynda um uppstigningu sálarinnar til hins himneska ljóss. Súfískur skáldskapur markaði djúp spor í islamska menningu og skáldskap. Hann einkennist af heitri tilfinningu og mikilli myndauðgi. Áhrifa hans gætir í öllum trúarbókmenntum og skáldskap múslima. Hugljómun sinni líktu súfar gjarnan við ölvun eða algleymi og þeir gripu til auðugra og margræðra líkinga um ástir Vinarins (Guðs) og sálarinnar. Bahá’u’lláh vitnar iðulega í persnesku skáldin, ekki síst Rumí, al-Hafíz og al-Attár.

 
  Umar ibn al-Fârid
  Djelalud-Dín Rúmí