UM TÖFLUR BAHÁ'U'LLÁH

 

Bahá’u’lláh birti ráðherrum Tyrkjasoldáns þrjár töflur. Tveimur þeirra var beint til forsætisráðherra Tyrkja, Mehmet Emín ‘Alí Páshá (1815-71). Hin fyrri þeirra (Lawhu'r-Ra'ís) var á arabísku, en hin síðari (Lawh-i-Ra’ís) var á pernesku.

Arabíska taflan var opinberuð sumarið 1868 þegar Bahá’u’lláh var á leið til Gallipoli, sem var áfangastaður hans í útlegðina til Akká Í Palestínu. Þar segir Bahá'u'lláh að útlegðardómurinn muni ekki ganga af bahá’í trúnni dauðri eins og áform ‘Alí Páshá gerðu ráð fyrir. Bahá’u’lláh fordæmir ráðherrann fyrir atlögu hans og íranska sendiherrans í Adríanópel gegn trúnni og segir fyrir um pólitískt öngþveiti í Tyrklandi og fall Adríanópels. Í þessari töflu kunngerir Bahá’u’lláh að markmið hans sé að sameina allar þjóðir heims.

Perneska taflan, Lawh-i-Ra'ís (hér í íslenskri þýðingu), var rituð þegar Bahá’u’lláh kom til ‘Akká og þar ávarpar hann einnig tyrkneska forsætisráðherrann. Bahá’u’lláh ber íburðinn og viðhöfnina við hirð Tyrkjasoldáns saman við leiksýningu sem hann hafði á barnsaldri séð við hirð keisarans í Teheran.

Þriðja taflan, Lawh-i-Fu’ád, er rituð síðar og orðum hennar er beint til utanríkisráðherra Tyrkja, Fu’ád Páshá (d. 1869). Bahá’u’lláh segir í þessari töflu að Guð muni “hremma” Tyrkjasoldán, ‘Abdu’l-Azíz. Bahá’íar telja að þessir spádómar hafi verið uppfylltir 1876-78, þegar soldáninn var settur af í stjórnarbyltingu og stytti sér aldur. Eftir byltinguna braust út styrjöld milli Rússlands og Tyrkjaveldis en að henni lokinni tóku Rússar Adrínanópel herskildi.